Viðskipti erlent

Bein útsending: Nýjum tækjum Samsung lekið fyrir kynningu

Samúel Karl Ólason skrifar
Úr verslun Samsung í Suður-Kóreu.
Úr verslun Samsung í Suður-Kóreu. EPA/JEON HEON-KYUN

Starfsmenn Samsung ætla að kynna nýjustu tæki tæknirisans á sérstakri kynningu sem kallast Samsung Unpacked 2020 í dag. Myndum og myndböndum af tækjunum sem til stendur að kynna hefur þó þegar verið lekið á netið. Samsung mun kynna nýja síma, snjallúr, spjaldtölvu og heyrnartól.

Frekar mikið af upplýsingum um ný tæki Samsung hefur verið lekið og hefur legið fyrir hvaða tæki um ræðir. Eins og segir í frétt Techradar er búist við því að Samsung muni kynna Galaxy Note 20 (síma), Galaxy Note 20 Ultra, Galaxy Fold 2 (nýjan samanbrjótanlegan síma), Galaxy Tab 7 (spjaldtölvu), Galaxy Watch 3 (úr) og ný heyrnartól.

Mögulegt er að fleiri tæki verði kynnt sem ekki er búið að leka til fjölmiðla.

Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni hér að neðan.

Nú í morgun birti Evan Blass, sem hefur áður reynst sannsögull, myndir og myndbönd af tækjunum nýju.

Samsung Galaxy Note20 og Note20 Ultra

Galaxy Tab 7

Galaxy Fold 2

Galaxy Watch 3

Nýju heyrnartólin





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×