Viðskipti erlent

20th Century Fox heyrir sögunni til

Atli Ísleifsson skrifar
20 Century Fox á rætur að rekja til ársins 1935.
20 Century Fox á rætur að rekja til ársins 1935.

Bandaríski fjölmiðlarisinn Walt Disney hefur ákveðið að hætta endanlega notkun á einu frægasta nafninu í skemmtanaiðnaðnum – 20th Century Fox.

BBC segir frá þessu og að Disney hafi á sama tíma gefið einu sjónvarpsvera risans nafnið 20th Television. Þá segir einnig frá því að fyrr á árinu hafi Disney breytt nafninu 20th Century Fox í 20th Century Studios.

Disney keypti á síðasta ári stóran hluta eigna fjölmiðlamógúlsins Rupert Murdoch þar sem kaupverðið nam 71 milljarði Bandaríkjadala.

Síðustu misserin hefur Disney gefið fjölda sjónvarpsvera sinna ný nöfn. Þannig var nafni ABC Studios og ABC Signature Studios breytt í ABC Signature og Fox 21 Television Studios hefur fengið nafnið Touchstone Television.

20th Century Fox var stofnað árið 1935 með sameiningu Fox Film Corporation og Twenieth Century Pictures.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.