Fleiri fréttir

Fyrsta Dreamliner þotan lendir í Japan

Fyrsta Dreamliner 787 farþegaþotan sem lendir í Japan kom þangað eftir flug frá verksmiðjum Boeing í Seattle á sunnudagmorgun. Þotan er máluð í litum All Nippon Airways flugfélagsins og var mikil viðhöfn á flugvellinum í Tokyo við komu hennar.

S&P ógnar Grikklandi með gjaldþrotseinkunn

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur lækkað lánshæfiseinkunn Grikklands enn frekar niður í ruslið eða úr B og niður í CCC. Jafnframt segir S&P að fyrirtækið muni líta á endurskipulagningu á skuldum Grikklands sem ígildi greiðslufalls og lækka einkunn sína í samræmi við það.

Sænski seðlabankinn í slæmum málum

Sænski seðlabankinn og fjármálaeftirlit landsins eru í slæmum málum eftir að embætti sænska ríkisendurskoðunar hefur sent ríkisstjórninni þar í landi skýrslu um hlutverk seðlabankans og fjármálaeftirlitsins varðandi starfsemi sænskra viðskiptabanka í Eystarslatsríkjunum á árunum 2005-2007.

Rúgbrauð frá 1963 seldist á 25 milljónir

Volkeswagen rúgbrauð af árgerðinni 1963 stal senunni á bílauppboði í Kaliforníu í vikunni og seldist á 218 þúsund dollara eða tæpar 25 milljónir króna.

Mesta verðhrun á korni í 15 ár

Mesta verðhrun á korni á síðustu fimmtán árum varð í gærdag þegar landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna sendi frá sér skýrslu um að kornbændur þar í landi hefðu sáð óvenjumiklu magni af korni í akra sína í ár og von væri á metuppskeru í haust.

Verðið þykir í hærri kantinum

Bandaríska netleikjafyrirtækið Zynga stígur fyrstu skrefin að skráningu á hlutabréfamarkað vestanhafs í vikunni. Fyrirtækið á og rekur netleikina Farmville og Mafia Wars, vinsælustu leikina á samskiptasíðunni Facebook.

Toyota innkallar 110 þúsund tvinnbíla

Japanski bílaframleiðandinn Toyota tilkynnti í morgun að innkalla þyrfti 110 þúsund svokallaða tvinnbíla vegna galla í rafmagnskerfi þeirra.

Justin Timberlake kaupir Myspace

Söngvarinn Justin Timberlake og auglýsingastofan Specific Media hafa í sameiningu fest kaup á samfélagsvefnum Myspace af News Corp fjölmiðlasamsteypu Rubert Murdoch.

Olíuverðið rýkur upp að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í gærdag í kjölfar þess að gríska þingið samþykkti aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar. Einnig spilar inn í hækkunina að olíubirgðir Bandaríkjanna hafa minnkað nokkuð að undanförnu.

Kröfuhafar Grikkja ræða um aðgerðir

Evrópskir bankar eiga mikið undir því að gríska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar. Þeir vilja leggja sitt af mörkum til að forða landinu frá gjaldþroti. Lánveitendur eru að hluta til ábyrgir, segir forstjóri Deutsche Bank.

Katla of íslensk fyrir olíulind en ekki Krafla

Norska olíufélagið Statoil hefur hætt við að nota heitið Katla um olíulind í Noregshafi, vegna tilmæla frá norsku málnefndinni, sem þótti óæskilegt að nota nafn sem tengdist Íslandi. Statoil virðist hins vegar ekki alveg afhuga því að nota íslensk nöfn því nú hefur önnur olíulind skammt frá fengið heitið Krafla.

Jan Mayen gæti orðið þjónustumiðstöð fyrir olíuleit

Aukin áhersla á rannsóknir og olíuleit á nýjum svæðum, eins og í Barentshafi og umhverfis Jan Mayen, er meðal þess sem ríkisstjórn Noregs boðar í nýrri skýrslu til Stórþingsins um olíuiðnaðinn. Helsta markmiðið er að tryggja arðbæra olíu- og gasvinnslu til langrar framtíðar til að stuðla að auknum lífsgæðum í Noregi.

Jane Norman tekin til gjaldþrotaskipta

Breska tískuvörukeðjan Jane Norman var í morgun tekin til gjaldþrotaskipta. Níutíu verslunum hefur verið lokað og um 1.600 starfsmönum sagt upp. Jane Norman rak verslanir meðal annars á Englandi, Skotlandi og Danmörku. Auk þess reka Hagar eina verslun á Íslandi, í Smárlindinni. Sú verslun er enn opin. Kaupþing og Baugur keyptu verslunina árið 2005 fyrir ríflega 117 milljónir punda, sem eru 22 milljarðar króna á núvirði. Endurskoðunarfyrirtækið Zolof Cooper reynir nú að selja verslunarkeðjuna en Debenhams hafði áður komið með yfirtökutilboð ðí keðjuna sem var hafnað.

Walker ræðir við Goldman Sachs um kaupin á Iceland

Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar á nú í viðræðum við nokkra banka um lánveitingu til þess að geta keypt keðjuna af skilanefnd Landsbankans. Þetta kemur fram í blaðinu The Times.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Verð á hráolíu heldur áfram að lækka. Í morgun var tunnan af Brentolíu komin niður í 103,5 dollara og hafði lækkað um 1,6 dollara á mörkuðum í Asíu í nótt. Verðið á bandarísku léttolíunni er komið niður í rétt rúma 90 dollara á tunnuna.

Viðskiptasamningar upp á milljarð punda

Wen Jiabao forsætisráðherra Kína er nú í opinberri heimsókn í Bretlandi. Breskir viðskiptamenn vonast til að Jiabao og David Cameron forsætisráðherra Breta muni undirrita viðskiptasamninga upp á um milljarð pund eða um 186 milljarða króna þegar þeir hittast seinna í dag.

Draghi ráðinn seðlabankastjóri ECB

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ákveðið að Mario Draghi verði næsti seðlabankastjóri evrópska seðlabankans (ECB). Þetta var ákveðið á fundi leiðtoganna sem nú stendur yfir í Brussel.

Kaupþing með hlut í stærstu veitingahúsakeðju Bretlands

Skilanefnd Kaupþings verður meðeigandi að stærstu veitingahúskeðju Bretlands. Hún komst á laggirnar eftir að eigendur Town & City Pub Company Limited (Town & City) sem rekur meðal annars veitingahúsakeðjurnar Yates og Slug and Lettuce samþykkti samruna Town & City við Stonegate Pub Company Limited (Stonegate).

Olíuverð í frjálsu falli eftir samræmda aðgerð IEA

Heimsmarkaðsverð á olíu er í frjálsu falli þessa stundina og hefur verðið á Brent olíunni lækkað um 6,5 dollara í dag. Stendur verðið nú í 107,80 dollurum á tunnuna. Það er samræmd aðgerð á vegum Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) sem valdið hefur þessum lækkunum.

Milljarða kröfur á hendur stjórnar Eik Banki og Deloitte

Stjórn hins færeyska Eik Banki og Deloitte endurskoðendur bankans horfa nú fram á a.m.k. eins milljarðs danskra kr. eða 22 milljarða kr. skaðabótakröfur í dómsmáli sem bankasýsla Danmerkur (Finansiel stabilitet) ætlar að höfða gegn þeim.

Öldrykkja Dana minnkar um 26% á áratug

Öldrykkja Dana hefur minnkað um 26% eða rúman fjórðung á síðustu tíu árum. Þetta kemur fram í nýjum tölum um áfengisneyslu Dana frá dönsku hagstofunni.

Airbus gerir risasamning í París

Indverska lággjaldaflugfélagið IndiGo hefur lagt inn stærstu flugvélapöntun allra tíma hjá Airbus verksmiðjunum. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París sem nú stendur yfir en félagið hefur keypt 180 farþegaþotur af Airbus gerð.

Hjálpardekk losað af vestra

Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann muni kaupa síðasta skammtinn af ríkisskuldabréfum í lok mánaðar í næstu viku. Eftir það muni ljúka þessum stuðningi hins opinbera við banka og fjármálafyrirtæki þar í landi sem varað hefur síðastliðin þrjú ár.

Snúa sér til Evrópu

Talið er að kínversk stjórnvöld hafi dregið úr kaupum á bandarískum ríkisskuldabréfum á fyrstu fjórum mánuðum ársins og séð hag sínum borgið með kaupum á evrópskum ríkisskuldabréfum.

Picasso verk seldist á milljarða á uppboði

Málverk eftir meistarann Picasso seldist í gær á uppboði í London fyrir þrettán og hálfa milljón punda, eða um 2,5 milljarða íslenskra króna. Háskólinn í Sidney nýtur góðs af sölunni en verkið var gefið skólanum á síðasta ári. Sá sem gaf þessa rausnarlegu gjöf vill ekki koma fram undir nafni en söluandvirðið verður notað til þess að rannsaka offitu.

Qantas fær skaðabætur frá Rolls Royce

Ástralska flugfélagið Qantas hefur komist að samkomulagi við vélaframleiðandann Rolls Royce, sem smíðaði hreyflana í Airbus þotur félagsins en einn slíkur sprakk á flugi á síðasta ári.

Lady Blunt seldist fyrir metfé

Lady Blunt, ein þekktasta Stradivarius fiðla heimsins,var seld á uppboði fyrir metfé í dag eða yfir 1,8 milljarða kr. Fyrirfram var búist við að fiðlan yrði seld á yfir 1,1 milljarð kr. sem raunar einnig hefði verið metfé fyrir Stradivarius fiðlu.

Grikkir fá ekkert frá evruþjóðunum í bili

Fjármálaráðherrar evruríkjanna hafa frestað ákvörðun sinni um frekari lánveitingar til handa Grikkjum. Evran lækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun við þessi tíðindi en búist hafði verið við ákvörðuninni um helgina. Þess í stað tilkynntu ráðherrarnir að ekkert verði af frekari lánveitingum fyrr en Grikkir ákveði um frekari niðurskurð.

Þekktur kjóll Marilyn Monroe sleginn á hálfan milljarð

Kjóll sem að Hollywood goðsögnin Marilyn Monroe klæddist í kvikmyndinni The Seven Year Itch var seldur á uppboði í gærkvöldi fyrir metupphæð. Kjóllinn seldist á 4,6 milljónir dollara eða tæpar 540 milljónir króna. Monroe þótti standa sig afar vel í umræddri mynd Billys Wilder sem er frá árinu 1955.

Segja enga ástæðu til að örvænta

Olíuframleiðsla Norðmanna dróst saman um 9,4 prósent í fyrra og hefur nú dregist saman í níu ár í röð. Þetta kemur fram í ársskýrslu olíurisans BP sem Dagens Næringsliv sagði frá í vikunni.

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna varar við nýrri kreppu

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, varar við nýrri efnhagskreppu. Hann segir lánshæfismat Bandaríkjanna í hættu ef þingmenn koma sér ekki saman um fjárlög og nái að stoppa upp í gríðarlega stórt gat í fjárlögum landsins.

Framboð Stanley Fischer breytir litlu

Enn sem komið er þykir líklegast að Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, verði næsti framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Framboð Stanley Fischer, seðlabankastjóri Ísraels, virðist ekki ætla að breyta miklu í þeim efnum. Þrátt fyrir mikla reynslu og hafa starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er Fischer ekki talinn líklegur til að hljóta starfið.

Fischer framkvæmdastjóri AGS?

Stanley Fischer, seðlabankastjóri Ísraels, tilkynnti í gærkvöldi að hann hyggðist sækjast eftir embætti framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Sjá næstu 50 fréttir