Fleiri fréttir

Google opnar nýja bókaverslun

Google opnaði í dag nýja bókaverslun á netinu í samkeppni við Amazon og fleiri aðila á markaðnum. Nýja vefverslunin heitir Google Editions og eru um þrjár milljónir rafrænna bóka í boði í versluninni. Verslunin er jafnstór Amazon og iBookstore sem Apple fyrirtækið heldur úti. Sífellt fleiri lesa bækur á netinu með hjálp tölva, síma og margvíslegs annars refeindabúnaðar. Talið er að vinsældir slíks lesturs muni aukast enn frekar.

Wall Street íhugar að sniðganga skattahækkanir

Óttinn við að skattar hækki hjá hátekjufólki í Bandaríkjunum á næsta ári hefur leitt til þess að stór fjármálafyrirtæki á Wall Street eru að íhuga að borga bónusa fyrir árið í ár strax fyrir áramótin. Venjan er að þessir bónusar eru greiddir út eftir áramótin.

Sparaði 600 milljónir með ókeypis tölvuforriti

Finnska dómsmálaráðuneytið náði að spara sem svarar til rúmlega 600 milljóna kr. með því að skipta yfir í ókeypis tölvuforrit sem kallast OpenOffice.org og heldur utan um skrifstofuhald.

Bandaríkjamenn björguðu Danske Bank frá falli

Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hefði fallið haustið 2008 ef ekki hefði komið til umfangsmikil fjárhagsaðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Á fimm dramatískum dögum þetta haust fékk Danske Bank rúmlega 600 milljarða kr. að láni frá bandaríska seðlabankanum.

Yfir 1.100 gjaldþrot í Bretlandi á hverjum degi

Yfir 1.100 fyrirtæki urðu gjaldþrota á hverjum virkum degi ársins í Bretlandi í fyrra. Samtals urðu 279.000 fyrirtæki gjaldþrota á árinu og er þetta mesti fjöldi gjaldþrota hjá fyrirtækjum síðan breska hagstofan fór að taka saman tölur um gjaldþrot fyrir áratug síðan.

Sonur Abramovich vill kaupa FCK liðið í Kaupmannahöfn

Ekstra Bladet segir frá því að 17 ára gamall Rússi vilji festa kaup á fótboltaliðinu FCK í Kaupmannahöfn. Unglingurinn heitir Arkady Abramovich og er elsti sonur milljarðamæringsins Roman Abramovich eigenda enska fótboltaliðsins Chelsea.

Sala Hyundai jókst um 45 prósent

Allir helstu bílaframleiðendur, að Toyota undanskildum, hafa greint frá mikilli söluaukningu nýrra bíla í nýliðnum mánuði. Þróunin er sögð til marks um hægan bata bílaiðnaðarins vestra.

Danskur ráðherra fékk 14 milljónir í styrki frá ESB

Henrik Höegh landbúnaðarráðherra Danmerkur þáði rúmlega 700.000 danskar kr. eða rúmlega 14 milljónir kr. í landbúnaðarstyrki frá ESB á síðasta ári. Hann hefur einnig sótt um svipaða styrki í ár en hann rekur stórt bú á Lollandi.

Spænsk stjórnvöld ætla að selja hlut í El Gordo

Spænskum stjórnvöldum er umhugað um að sanna fyrir fjármálamörkuðum að landið sé ekki í sömu stöðu og Írland. Meðal annars eru þau tilbúin til að selja allt að 30% af eignarhlutum sínum í ríkisreknum lottóum, þar á meðal El Gordo, eða Sá Feiti, sem er stærsta lottó í heimi.

Starfsmenn BMW staðnir að stórfelldum þjófnaði

Átján starfsmenn þýska bílarisans BMW hafa verið staðnir að stórfelldum þjófnaði á ýmsum bílahlutum úr verksmiðju BMW í Þýskalandi. Þjófnaðurinn var kerfisbundinn og hafði staðið yfir árum saman.

Verulega dregur úr kortanotkun í Bandaríkjunum

Verulega hefur dregið úr notkun greiðslukorta meðal almennings í Bandaríkjunum í ár miðað við árið í fyrra. Í ár eru 78 milljónir Bandaríkjamanna án greiðslukorta en í fyrra var þessi fjöldi 70 milljón manns.

Hunter skoðar tilboð

Skoski auðkýfingurinn Sir Tom Hunter er sagður íhuga tilboð í bresku skókeðjuna Office upp á 150 milljónir punda, jafnvirði um átján milljarða króna. Hunter keypti verslunina fyrir sjö árum fyrir sextán milljónir punda.

Cartier armband selt fyrir 800 milljónir hjá Sotheby´s

Cartier armband í líki hlébarða var selt fyrir 4,5 milljónir punda, eða rúmlega 800 milljónir kr., á uppboði hjá Sotheby´s í vikunni. Er þetta mesta verð sem greitt hefur verið fyrir armband í sögunni.

Nóbelsverðlaunahafi tekur okurvexti af fátækum

Hinn heimsþekkti Nóbelsverðlaunahafi Mohammad Yunus og örlánabanki hans, Grameen Bank, tekur okurvexti af örlánum sínum til fátækra. Vextirnir af lánunum eru 30% og þeir hafa leitt til þess að fjöldi fátækra kvenna er lentur í skuldagildru.

Spænskir bankar glíma við 13.000 milljarða vandamál

Spænskir bankar þurfa að endurfjármagna lán upp á 85 milljarða evra eða um 13.000 milljarða kr. á næsta ári. Það gæti reynst þeim erfitt þar sem margir telja að Spánn muni þurfa neyðaraðstoð eins og Írland.

Endurreisn opinberra fjármála lýkur á næsta ári

Búist er við að endurreisn opinberra fjármála á Norðurlöndum verði lokið á næsta ári, m.a. vegna aðgerða landanna sem miða að því að tryggja stöðugleika og marka sjálfbæra fjármálastefnu til lengri tíma.

Rifjasteikurkreppa fyrir jólin framundan í Noregi

Almenningur í Noregi hefur mokað í sig rifjasteik sem aldrei fyrr í nóvembermánuði. Þessi mikla neysla hefur leitt til þess að rifjasteikurkreppa er framundan í landinu en rifjasteik er ein af hefðbundnum jólamáltíðum Norðmanna.

Eignir Landic Property gætu endað á nauðungaruppboði

Fasteignir sem metnar eru á einn milljarð danskra króna eða rúmlega 20 milljörðum kr. og eru í eigu þrotabús Landic Property í Danmörku gætu lent á nauðungaruppboði. Fari svo munu þær hrapa í verði.

Evran stöðug eftir neyðarhjálp til Írlands

Evran hefur verið stöðug á gjaldeyrismörkuðum í morgun í kjölfar þess að tilkynnt var um að samið hefði verið um 85 milljarða evra neyðaraðstoð til Írlands.

Kevin Stanford þarf að greiða 450 milljónir vegna Ghost

Tískukóngurinn Kevin Stanford neyðist til að nota 2,5 milljónir punda, eða um 450 milljónir kr., af persónulegum auðæfum sínum til að borga fyrir helming af láni frá VBS. Lánið var notað til að koma á fót tískuverslununum Ghost á laggirnir fyrir nokkrum árum en Ghost varð síðar gjaldþrota.

Bretar, Svíar og Danir lána Írum beint

Bretar hafa samþykkt að lána Írum 3,2 milljarða punda, eða hátt í 600 milljarða kr. með tvíhliða lánasamningum. Svíar og Danir hafa ákveðið að lána Írum en þessi lán eru til hliðar við neyðaraðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

Neftóbaksdós er talin 70 milljóna virði hjá Christie´s

Neftóbaksdós sem boðin verður upp hjá Christie´s í London á morgun er metin á rúmlega 70 milljónir kr. En þetta er ekki venjulega neftóbaksdós. Hún er smíðuð af Peter Carl Fabergé, skartgripasmiði Rússlandskeisaranna Alexander III og Nikulásar II.

ESB segir að ekki standi til að lána Portúgal

Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur blásið á sögur þess efnis að Portúgalar séu næsti í röðinni til þess að þyggja fjárhagsaðstoð frá sambandinu. Ríkisstjórn Portúgals hefur tekið í svipaðan streng og sagt sögurnar uppspuna. Portúgalir samþykktu fjárlög sín fyrir árið 2011 þar sem tekið verður á skuldavandanum. Írar hafa farið fram á aðstoð frá ESB vegna skuldavanda og telja margir að Portúgalir séu síst betur staddir.

Pólverjar bora eftir olíu á Suður Jótlandi

Sérfræðingar frá pólska olíufélaginu PGNiG ætla að bora eftir olíu á Suður Jótlandi. Fyrsta tilraunaholan verður boruð við bæinn Kiding sem liggur á milli Aabenraa og Sönderborgar.

Straumur höfðar mál gegn David Rowland

Straumur hefur höfðað mál gegn fjárfestingarfélagi í eigu breska auðkýfingsins David Rowland. Rowland fjölskyldan á Havilland-bankann í Lúxemborg en sá banki var áður Kaupþing í Lúxemborg.

Evran veikist áfram, skuldatryggingaálag hækkar

Enn heldur evran áfram að veikjast gagnvart helstu myntum, og líkt og undanfarið er veikingin rakin til fregna af bágri stöðu Írlands og keðjuverkandi áhrif þeirra frétta á áhyggjur manna af stöðu annarra evruríkja.

Hlutabréf í Royal Unibrew á mikilli siglingu

Hlutabréf í Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur, hafa verið á mikill siglingu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Hafa þau hækkað um 5% frá opnun markaðarins. Þar með hafa bréfin hækkað um tæp 127% frá áramótum.

Konunglegt brúðkaup kostar Breta 900 milljarða

Hið konunglega brúðkaup sem framundan er í Bretlandi á næsta ári, þar sem William prins og Kate Middleton ganga up að altarinu, gæti kostað breskt efnahagslíf allt að fimm milljörðum punda eða um 900 milljarða króna.

Þúsundir bíða enn bótanna

Í Bretlandi bíða þúsundir manna enn eftir endurgreiðslum og bótum frá flugfélögum sem felldu niður ferðir í vor vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Breska flugmálaeftirlitið hefur sent viðvaranir til flugfélaganna, enda ber þeim bæði að endurgreiða fargjöld og greiða sanngjarnar bætur vegna viðbótarkostnaðar.

Harkalegt aðhald á Írlandi

Írska stjórnin kynnti í dag aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum til næstu fjögurra ára, þær harkalegustu í sögu landsins. Hugmyndin er að lækka útgjöld um tíu milljarða evra og hækka skatta um fimm milljarða evra, þannig að fjárlagahallinn minnki samtals um fimmtán milljarða evra á tímabilinu 2011 til 2014.

SAS gefur starfsfólki sínu ekki jólagjafir í ár

SAS flugfélagið hefur ákveðið að gefa ekki starfsfólki sínu jólagjafir í ár. Ástæðan er slæmt gengi félagsins en þetta er annað árið í röð sem starfsfólk SAS heldur jólin án gjafar frá vinnuveitenda sínum.

Norðmenn bjóða Írum fjárhagsaðstoð

Norðmenn hafa nú bæst í hóp þeirra þjóða sem bjóðast til að styðja Írland fjárhagslega en þá í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Svíar ætla að lána Írum álíka mikið og Íslendingum

Svíar hafa nú ákveðið að taka þátt í björgunaraðgerðum til handa Írum sem glíma við mikinn fjárhagsvanda. Anders Borg, fjármálaráðherra Svía segir að framlag Svía verði af svipaðri stærðargráðu og framlögin til Íslendinga og Letta á sínum tíma.

Um 140 milljónir manna nota Firefox daglega

Hugbúnaðarfyrirtækið Mozilla, sem meðal annars framleiðir Firefox vafrann, velti 104 milljónum bandaríkjadala á síðasta reikningsári, samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins. Upphæðin nemur tæpum 12 milljörðum íslenskra króna en tekjuaukningin nemur um 34% frá fyrra ári.

Sjá næstu 50 fréttir