Spænskir bankar glíma við 13.000 milljarða vandamál 30. nóvember 2010 08:22 Spænskir bankar þurfa að endurfjármagna lán upp á 85 milljarða evra eða um 13.000 milljarða kr. á næsta ári. Það gæti reynst þeim erfitt þar sem margir telja að Spánn muni þurfa neyðaraðstoð eins og Írland. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að taugaveiklun yfir því hvort Spánverjum muni takast að skera niður þriðja mesta fjárlagahallann á evrusvæðinu hafi gert það að verkum að fjármagnskostnaður Spánverja hafi rokið upp úr þakinu. Þetta bætist við þegar bágborið ástand þar sem bankar og fjármálastofnanir berjast við slæm lán og minnkandi tekjur. Ávöxtunarkrafan á spænsk bankaskuldabréf í evrum, samanborið við ríkisskuldabréf, hækkaði um 1,17% í nóvember en það er mesta slík hækkun á einum mánuði í sögunni samkvæmt upplýsingum sem Bank of America hefur tekið saman. Skuldatryggingaálagið á Spán hefur einnig hækkað gífurlega og er nú hærra en álagið á Ísland í fyrsta sinn í sögunni. Álagið á Spán stóð í tæpum 350 punktum í morgun samanborið við 273 punkta álag á Ísland. Á Bloomberg kemur fram að áhættan af hagkerfi Spánar fyrir Evrópu er tvöföld á við samanlagða áhættuna af Grikklandi, Írlandi og Portúgal. Spánska hagkerfið er það fjórða stærsta í Evrópu og landsframleiðsla landsins er nær tvöföld á við samanlagða landsframleiðslu í fyrrgreindum þremur löndum. Þetta þýðir að hætta er á að neyðarsjóður ESB upp á 750 milljarða evra sé ekki nægilega öflugur ef Spánn sækir um neyðaraðstoð. „Stóri fíllinn í búðinni er ekki Portúgal heldur auðvitað Spánn," segir hagfræðingurinn Nouriel Roubini oft auknefndur dr. Doom. „Það er ekki til nægilegt af opinberu fé til að bjarga Spáni ef allt fer á versta veg." Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Spænskir bankar þurfa að endurfjármagna lán upp á 85 milljarða evra eða um 13.000 milljarða kr. á næsta ári. Það gæti reynst þeim erfitt þar sem margir telja að Spánn muni þurfa neyðaraðstoð eins og Írland. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að taugaveiklun yfir því hvort Spánverjum muni takast að skera niður þriðja mesta fjárlagahallann á evrusvæðinu hafi gert það að verkum að fjármagnskostnaður Spánverja hafi rokið upp úr þakinu. Þetta bætist við þegar bágborið ástand þar sem bankar og fjármálastofnanir berjast við slæm lán og minnkandi tekjur. Ávöxtunarkrafan á spænsk bankaskuldabréf í evrum, samanborið við ríkisskuldabréf, hækkaði um 1,17% í nóvember en það er mesta slík hækkun á einum mánuði í sögunni samkvæmt upplýsingum sem Bank of America hefur tekið saman. Skuldatryggingaálagið á Spán hefur einnig hækkað gífurlega og er nú hærra en álagið á Ísland í fyrsta sinn í sögunni. Álagið á Spán stóð í tæpum 350 punktum í morgun samanborið við 273 punkta álag á Ísland. Á Bloomberg kemur fram að áhættan af hagkerfi Spánar fyrir Evrópu er tvöföld á við samanlagða áhættuna af Grikklandi, Írlandi og Portúgal. Spánska hagkerfið er það fjórða stærsta í Evrópu og landsframleiðsla landsins er nær tvöföld á við samanlagða landsframleiðslu í fyrrgreindum þremur löndum. Þetta þýðir að hætta er á að neyðarsjóður ESB upp á 750 milljarða evra sé ekki nægilega öflugur ef Spánn sækir um neyðaraðstoð. „Stóri fíllinn í búðinni er ekki Portúgal heldur auðvitað Spánn," segir hagfræðingurinn Nouriel Roubini oft auknefndur dr. Doom. „Það er ekki til nægilegt af opinberu fé til að bjarga Spáni ef allt fer á versta veg."
Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira