Þúsundir bíða enn bótanna 25. nóvember 2010 07:30 Þrátt fyrir tap vegna niðurfellingar flugs skila bresku flugfélögin góðum hagnaði.nordicphotos/AFP Í Bretlandi bíða þúsundir manna enn eftir endurgreiðslum og bótum frá flugfélögum sem felldu niður ferðir í vor vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Breska flugmálaeftirlitið hefur sent viðvaranir til flugfélaganna, enda ber þeim bæði að endurgreiða fargjöld og greiða sanngjarnar bætur vegna viðbótarkostnaðar. Breska dagblaðið Daily Mail segir að flugfélög hafi gert viðskiptavinum eins erfitt fyrir og mögulegt er. Til að mynda hafi þau einhliða og án heimildar sett hámark á greiðslur og margir fái einungis greitt fyrir brot af því fjárhagstjóni sem þeir urðu fyrir. Einnig sé tölvupóstum ekki svarað, þannig að viðskiptavinir þurfi að hringja í dýr símanúmer til að útskýra mál sitt. Blaðið segir þetta stinga í augu, ekki síst þegar flugfélög á borð við Ryanair og EasyJet hafi nýlega skýrt frá umtalsverðum rekstrarhagnaði. Þannig hafi hagnaður Ryanair aukist um 17 prósent og verið 452 milljónir punda, sem er tíföld sú fjárhæð sem fyrirtækið segir það hafa kostað sig að fella niður tíu þúsund flugferðir vegna öskunnar. Hagnaður EasyJet reyndist þegar upp var staðið 152 milljónir punda, þrátt fyrir 65 milljóna kostnað vegna gossins.- gb Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í Bretlandi bíða þúsundir manna enn eftir endurgreiðslum og bótum frá flugfélögum sem felldu niður ferðir í vor vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Breska flugmálaeftirlitið hefur sent viðvaranir til flugfélaganna, enda ber þeim bæði að endurgreiða fargjöld og greiða sanngjarnar bætur vegna viðbótarkostnaðar. Breska dagblaðið Daily Mail segir að flugfélög hafi gert viðskiptavinum eins erfitt fyrir og mögulegt er. Til að mynda hafi þau einhliða og án heimildar sett hámark á greiðslur og margir fái einungis greitt fyrir brot af því fjárhagstjóni sem þeir urðu fyrir. Einnig sé tölvupóstum ekki svarað, þannig að viðskiptavinir þurfi að hringja í dýr símanúmer til að útskýra mál sitt. Blaðið segir þetta stinga í augu, ekki síst þegar flugfélög á borð við Ryanair og EasyJet hafi nýlega skýrt frá umtalsverðum rekstrarhagnaði. Þannig hafi hagnaður Ryanair aukist um 17 prósent og verið 452 milljónir punda, sem er tíföld sú fjárhæð sem fyrirtækið segir það hafa kostað sig að fella niður tíu þúsund flugferðir vegna öskunnar. Hagnaður EasyJet reyndist þegar upp var staðið 152 milljónir punda, þrátt fyrir 65 milljóna kostnað vegna gossins.- gb
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira