Bandaríkjamenn björguðu Danske Bank frá falli 3. desember 2010 09:18 Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hefði fallið haustið 2008 ef ekki hefði komið til umfangsmikil fjárhagsaðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Á fimm dramatískum dögum þetta haust fékk Danske Bank rúmlega 600 milljarða kr. að láni frá bandaríska seðlabankanum. Þetta kemur fram í máli hagfræðingsins Jacob Kirkegaard sem starfar við alþjóðlegu hugveituna The Peterson Institute. „Danske Bank væri ekki til í dag ef ríkisstyrkur frá Washington hefði ekki komið til," segir Kirkegaard í samtali við Politiken. Lánveitingar til Danske Bank koma fram í yfirliti sem bandaríski seðlabankinn hefur sent frá sér um hvað mikið bandarískir bankar fengu af lánum úr björgunarpökkum seðlabankans. Í heild nemur upphæðin um 3.300 milljörðum dollara en fram kemur að bankar utan Bandaríkjanna fengu fleiri hundruð milljarða dollara af þessu lánsfé. Fyrir utan lánið komu aðrar aðgerðir Bandaríkjastjórnar Danske Bank einnig til góða. Þannig telur bandaríska þingið að sú ákvörðun stjórnvalda að ábyrgjast allar tryggingar hjá tryggingarisanum AIG hafi leitt til rúmlega 240 milljarða kr. ávinnings fyrir Danske Bank. Talsmaður Danske Bank vísar þessari greiningu Kirkiegaard á bug. Bankinn hafi átt möguleika á að fá fjármagn annarsstaðar frá en bandaríska seðlabankanum um haustið 2008. Hinsvegar hafi vaxtaskjörin hjá seðlabankanum verið mun hagstæðari en annarsstaðar og því ákveðið að taka þessi lán þar. Hvað AIG málið varðar segir Danske Bank að villa sé í útreikningum þingsins. Ávinningur bankans hafi aðeins numið rúmlega 20 miljörðum kr. við ábyrgðina á tryggingunum. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hefði fallið haustið 2008 ef ekki hefði komið til umfangsmikil fjárhagsaðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Á fimm dramatískum dögum þetta haust fékk Danske Bank rúmlega 600 milljarða kr. að láni frá bandaríska seðlabankanum. Þetta kemur fram í máli hagfræðingsins Jacob Kirkegaard sem starfar við alþjóðlegu hugveituna The Peterson Institute. „Danske Bank væri ekki til í dag ef ríkisstyrkur frá Washington hefði ekki komið til," segir Kirkegaard í samtali við Politiken. Lánveitingar til Danske Bank koma fram í yfirliti sem bandaríski seðlabankinn hefur sent frá sér um hvað mikið bandarískir bankar fengu af lánum úr björgunarpökkum seðlabankans. Í heild nemur upphæðin um 3.300 milljörðum dollara en fram kemur að bankar utan Bandaríkjanna fengu fleiri hundruð milljarða dollara af þessu lánsfé. Fyrir utan lánið komu aðrar aðgerðir Bandaríkjastjórnar Danske Bank einnig til góða. Þannig telur bandaríska þingið að sú ákvörðun stjórnvalda að ábyrgjast allar tryggingar hjá tryggingarisanum AIG hafi leitt til rúmlega 240 milljarða kr. ávinnings fyrir Danske Bank. Talsmaður Danske Bank vísar þessari greiningu Kirkiegaard á bug. Bankinn hafi átt möguleika á að fá fjármagn annarsstaðar frá en bandaríska seðlabankanum um haustið 2008. Hinsvegar hafi vaxtaskjörin hjá seðlabankanum verið mun hagstæðari en annarsstaðar og því ákveðið að taka þessi lán þar. Hvað AIG málið varðar segir Danske Bank að villa sé í útreikningum þingsins. Ávinningur bankans hafi aðeins numið rúmlega 20 miljörðum kr. við ábyrgðina á tryggingunum.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira