Fleiri fréttir

Nýr formaður vinnuveitenda

Janus Petersen, bankastjóri Bank Nordik, áður Föroya Bank, hefur tekið við sem formaður Vinnuveitendasambands Færeyja.

Námumennirnir í Síle úr myrkrinu yfir í milljónir

Það verður ekkert vandamál fyrir námuverkamennina 33 sem bjargað var í Síle í vikunni að eiga fyrir salti í grautinn utan námunnar. Tilboðum rignir yfir þá frá fyrirtækjum, bókaforlögum og fjölmiðlum.

Abba-stjarna í stríði við kínverskt heilsuhæli

Abba-stjarnan Anni-Frid Reuss á nú í stríði við kínverskt qigong heilsuhæli á Skáni. Anni-Frid telur að heilsuhælið skuldi sér rúmlega 900 milljónir kr. sem hún hafi lánað heilsuhælinu. Forstjóri hælisins segir hinsvegar að um fjárfestingu sé að ræða en ekki lán.

Vopna- og olíusölumilljarðar streyma gegnum Danmörku

Flóknar skattareglur gera það að verkum að það er ódýrara fyrir félag á Nýja Sjálandi að eiga fyrirtæki í Kanada ef fjárstreymið liggur í gegnum eignarhaldsfélag í Danmörku. Milljarðar danskra kr. m.a. frá vopna- og olíusölu streyma gegnum Danmörku þegar alþjóðleg stórfyrirtæki fjárfesta um allan heim.

EQT missti af lestinni í Pandóru veislunni dönsku

Hætt er við að stjórnendur sænska fjárfestingarsjóðsins EQT séu með rauð eyru þessa dagana. Danskir fjölmiðlar hafa rifjað það upp að árið 2008 hafði EQT nær lokið við að kaupa meirihlutann í skartgripaframleiðandanum Pandóru en hættu við á síðustu stundu. Í staðinn seldi EQT alla forvinnu sína við kaupin til fjárfestingarsjóðsins Axcel.

Dómstóll í Texas setur lögbann á sölu Liverpool

Dómstóll í Texas hefur sett lögbann á fyrirhugaða sölu á breska fótboltaliðinu Liverpool en bandarískir eigendur þess, Tom Hicks og George Gillett, reyna nú allt hvað þeir geta til að koma í veg fyrir söluna.

Fjármálamarkaðir eru að tærast upp hægt og bítandi

Fjármálakreppan hefur skilið eftir sjúkdóm sem er hægt og bítandi að tæra upp fjármálamarkaði heimsins. Dag eftir dag sökkva fjármálamarkaðirnir aðeins dýpra niður í fen sem gæti orðið verulega erfitt að ná sér upp úr eftir skamman tíma.

James Bond líklega að skipta um eiganda

Kvikmyndaverið Lions Gate hefur lagt fram tilboð í MGM en þess hefur lengi verið vænst að þessi tvö stærstu kvikmyndaver í Hollywood myndu sameinast. MGM á nú í miklum fjárhagserfiðleikum og rambar á barmi gjaldþrots.

Djörf hótelauglýsing veldur deilum í Noregi

Ný auglýsingaherferð hótelkeðjunnar First Hotels á Norðurlöndunum veldur nú deilum í Noregi. Alþýðusambandi Noregs (Fellesforbundet) er sérlega uppsigað við þessar auglýsingar og segir að þær feli í sér kynjamismunun og gamaldags viðhorf til kvenna.

Álverðið heldur áfram að hækka mikið í London

Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka mikið á málmarkaðinum í London. Stendur verðið nú í 2.424 dollurum fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan í apríl s.l.

Nýtt tilboð flækir söluna á Liverpool

Auðmaður frá Singapore hefur lagt fram nýtt kauptilboð í enska úrvalsdeildarliðið Liverpool. Þetta flækir enn meir ruglingslega stöðuna í kringum söluna á liðinu en málið kemur til kasta breskra dómstóla í dag.

Gjöfum rignir yfir gulldrengina á Wall Street í ár

Aftur í ár eiga gulldrengir og stúlkur í bönkunum á Wall Street von á bónusum og launauppbótum sem slá munu metið í þessum aukasposlum sem sett var í fyrra. Samkvæmt úttekt Wall Street Journal mun bónusupphæðin í ár nema um 144 milljörðum dollara eða rúmum 16.000 milljörðum kr.

Eigendur Eik Banki meðal stærstu skuldara bankans

Í ljós er komið að eigendur Eik banki í Færeyjum eru í hópi stærstu skuldara bankans. Jafnframt er ljóst að þessar skuldir þarf að afskrifa að fullu. Í frétt í viðskiptablaðinu Börsen segir að skuldin í heild nemi rúmum 400 milljónum danskra kr. eða hátt í níu milljörðum kr.

Kína hagnaðist um 160 milljarða á koparkaupum

Kínverjar högnuðust um allt að 1,5 milljarða dollara eða um 160 milljarða kr. á koparkaupum snemma árs í fyrra. Um var að ræða spákaupmennsku þar sem Kínverjar veðjuðu á að verð á kopar myndi hækka verulega. Þetta gekk eftir.

Risavaxinn niðurskurður framundan í Bretlandi

Breskur almenningur stendur frammi fyrir mesta niðurskurði í ríkisútgjöldum á undanförnum 80 árum. Skera á verulega niður í velferðarkerfinu og félagsþjónustunni, til varnarmála, menntamála og í fjárfestingum á vegum breska ríkisins.

Hækkanir á hrávörum sýna matvælakreppu í uppsiglingu

Miklar hækkanir á hrávörum eins og korni og maís undanfarnar vikur og mánuði sýna að matvælakreppa er í uppsiglingu. Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu sýna að kornbirgðir landsins muni í vetur verða þær minnstu undanfarin 14 ár.

Þriðjungur af Nóbelsjóðnum hefur gufað upp

Samkvæmt tölum frá stjórn Nóbelsjóðsins hefur hann rýrnað um þriðjung frá árinu 1999. Ástæðan er netbólan í upphafi aldarinnar og síðan fjármálakreppan sem enn sér ekki fyrir endann á.

AGS-fundi mistókst að stoppa gjaldmiðlastríð

Á fundi meðlima Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um, helgina mistókst að ná samkomulagi um að blása af gjaldmiðlastríð sem nú geysar í heiminum. Stríð fellst í því að ýmsar ríkisstjórnir hafa gripið til ráðstafana til að veikja gengi gjaldmiðla sinna svo hagkerfin heimafyrir séu samkeppnishæfari í alþjóðaviðskiptum.

Hafði betur gegn banka

Bandaríski leikarinn Larry Hagman hafði á dögunum betur í máli gegn bandaríska stórbankanum Citigroup, sem var dæmdur til að greiða leikaranum 1,1 milljón dala, jafnvirði 120 milljóna króna, í skaðabætur. Hagman, sem varð 79 ára fyrir mánuði, sló í gegn sem staðalskúrkurinn J.R. Ewing í sjónvarpsþættinum Dallas sem Sjónvarpið sýndi um árabil á níunda áratug síðustu aldar.

Manchester United tapaði milljörðum

Knattspyrnuliðið Manchester United tapaði tæpum 80 milljónum sterlingspunda á tímabilinu 30. júní í fyrra til 30. júní í ár. Upphæðin samsvarar 14 milljörðum íslenskra króna.

Spenna vegna gjaldmiðlastríðs

Þriggja daga sameiginlegur ársfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefst í Washington í dag, virðist ætla að markast af spennu vegna gjaldmiðlastríðs sem virðist vera í uppsiglingu.

200 milljarða tilboði í Iceland var hafnað

Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku lágvöruverðskeðjunnar Iceland Foods, gerði tilboð í fyrirtækið fyrir fjórum mánuðum upp á einn milljarð breskra punda, jafnvirði um tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Skilanefnd Landsbankans, sem fer með tæplega sjötíu prósenta hlut í Iceland Foods, leit ekki við því, samkvæmt staðfestum heimildum Fréttablaðsins.

Met slegið í verðmæti útfluttra sjávarafurða í Noregi

Met var sett í útflutningi á sjávarafurðum í Noregi í september. Alls voru fluttar út afurðir fyrir 5,7 milljarða norskra kr. eða rúmlega 100 milljarða króna í mánuðinum sem er aukning um 46% frá sama mánuði í fyrra.

Þarf að endurgreiða

Jerome Kerviel, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá franska bankanum Societé Generale, þarf að endur­greiða bankanum hvorki meira né minna en 4,9 milljarða evra, eða rétt tæplega 760 milljarða króna fyrir hlutdeild sína í fjársvika­myllu, sem er ein sú stærsta sem sögur fara af.

Börsen: Íslendingar fá 20 milljarða aukalega frá FIH

Viðskiptasíðan börsen.dk segir að sökum þess hve markaðsskráning skartgripaframleiðendans Pandóru gekk vel í dag sé allt útlit fyrir að Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings fá einn milljarð danskra kr, eða 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á FIH bankanum.

Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru

Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru.

Viðskiptavinir flýja frá Eik Banki í hrönnum

Viðskiptavinir Eik Banki í Færeyjum og Danmörku flýja nú bankan í hrönnum. Á síðustu dögum hefur um einn milljarður danskra króna, eða um 20 milljarðar króna streymt út af innlánsreikningum bankans.

Gullöld tekur við af olíuævintýrinu í Noregi

Ný gullöld, bókstaflega talað, mun taka við af olíuævintýrinu í Noregi þegar olíuna þrýtur undan ströndum landsins. Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að verja 100 milljónum norskra kr. eða um 2 milljörðum kr. til gulleitar í norðurhluta landsins á næstu fjórum árum.

Kreppan bítur fast í spilavítin í Las Vegas

Kreppan hefur bitið sig fast í spilavítin í Las Vegas. Atvinnuleysi í borginni er hið mesta í Bandaríkjunum eða 14,7% og nú hefur enn eitt stórspilavítið tilkynnt lokun með uppsögnum 400 starfsmanna.

Leynd létt hjá IKEA, hagnaðurinn í fyrra 390 milljarðar

Hagnaður sænska húsgagnarisans IKEA á síðasta ári nam 2,5 milljörðum evra eða rétt tæpum 390 milljörðum kr. eftir skatta. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1943 sem IKEA gefur út opinberlega tölur um afkomu sína.

Hótel d‘Angleterre býður upp á innkaupaþræl

Það er yfirleitt ekki á færi neinna nema þeirra ofurríku að hafa sérstakan innkaupaþræl (personal shopper) í þjónustu sinni.Nú hefur lúxushótelið d‘Angleterre í Kaupmannahöfn ákveðið að bjóða gestum sínum upp á þessa þjónustu. Hótelið er komið í eigu skilanefndar Landsbankans eftir gjaldþrot Nordic Partners í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir