Fleiri fréttir

EIK Banki fær vikufrest til viðbótar

Skilanefnd Kaupþings var reiðubúin til að leggja færeyska Eik bankanum til sem svarar tólf milljörðum íslenskra króna, og færeyska tryggingafélagið TF Holding vildi leggja fram sem svarar átta milljörðum íslenskra króna til að verja færeyska hluta Eik banka falli.

Björgun Eik Banki í Færeyjum komin í uppnám

Dönsk stjórnvöld hafa hafnað hugmyndum Færeyinga um hvernig standa eigi að björgun Eik Banki í Færeyjum. Þar með er málið allt komið í uppnám og líkur aukast á því að bæði Eik Banki og Eik Bank, dótturbankinn í Danmörku lendi, í höndum bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet).

Notuðu hundruðir milljarða til að veikja jenið

Fjármálaráðuneyti Japans upplýsti í dag að það hefði notað sem samsvarar nær 300 milljörðum kr. í þessum mánuði til þess að koma í veg fyrir mikla styrkingu á gengi jensins. Ráðuneytið seldi jen fyrir þessa upphæð og keypti dollara í staðinn.

SAS skal greiða 3,5 milljarða fyrir iðnaðarnjósnir

Hæstiréttur Noregs hefur dæmt flugfélagið SAS til að greiða 175 milljónir danskra kr. eða um 3,5 miljarða kr. fyrir iðnaðarnjósnir. Það var flugfélagið Norwegian sem stefndi SAS í málinu.

Spánn fær gula kortið hjá Moody´s

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Spánar úr Aaa og niður í Aa1. Þetta hefur skapað óróa á mörkuðum í Evrópu sem opna flestir með niðursveiflu.

Örlög Eik Banki ráðast í dag

Joannes Eidesgaard fjármálaráðherra Færeyja segir að hann sé sannfærður um að Eik Bank, dótturbanka Eik Banki í Danmörku, muni brátt verða lokað. Eidesgaard stjórnar nú viðræðum um framtíð Eik Banki en búist er við niðurstöðu í dag.

ESB: Ábyrgjast allt að fjórðungi láns

Íslenskir bankar hafa ekki enn sýnt áhuga á áætlun Evrópusambandsins (ESB) þar sem boðin er trygging á hluta lántöku smærri og meðalstórra fyrirtækja. Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun sambandsins er til umræðu á ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík í dag. Smá og meðalstór fyrirtæki teljast þau sem eru með minna en 250 starfsmenn og velta innan við 50 milljónum evra (rúmum 7,7 milljörðum króna).

Vill að Gordon Brown hljóti sömu örlög og Geir H. Haarde

Jeremy Warner aðstoðarritstjóri blaðsins Daily Telegraph og helsti efnahagssérfræðingur þess vill að Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra Bretlands hljóti sömu örlög og Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra Íslands.

Mesta velta í sögu Porsche bílaframleiðandans

Bílar með merkinu Porsche seljast svo vel að bílaframleiðandinn skilaði mestu veltu í sögu sinni á síðasta reikningsári hans sem lauk í lok júlí. Veltan jókst um tæp 18% milli ára og nam tæpum 7,8 milljörðum evra eða um 1.200 milljörðum kr.

Eik Banki biður skattgreiðendur um 12 milljarða

Eik Banki í Færeyjum hefur beðið heimastjórn eyjanna um 600 milljónir danskra kr. eða um 12 milljarða kr. til þess að bankinn geti staðist kröfur danska fjármálaeftirlitsins um eiginfjárhlutfall og gjaldþol.

Ráðherra segir Brasilíu ógnað af gjaldmiðlastríði

Gudio Mantega fjármálaráðherra Brasilíu segir að landinu sé nú ógnað af gjaldmiðlastríði sem geysi á alþjóðamörkuðum. Ríkisstjórnir um allan heim reyni nú að veikja gengi gjaldmiðla sinna til að auka samkeppnishæfi hagkerfa sinna. Á móti veikist samkeppnishæfni þjóða á borð við Brasilíu.

Eik Bank braut lög um fjármálastarfsemi í Danmörku

Stærsti netbanki Danmerkur, Eik Bank sem er dótturbanki hins færeyska Eik Banki, braut lög um starfsemi fjármálafyrirtækja í landinu. Rannsókn á vegum danska fjármálaráðuneytisins leiðir þetta í ljós.

Skuldatryggingaálag Írlands komið yfir 500 punkta

Skuldatryggingaálag Írlands fór í 519 punkta í morgun og hækkaði um tæpa 30 punkta frá því í gær. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni sem vitnar í CMA gagnaveituna. Samhliða þessu hækkaði álagið á Portúgal í 455 punkta eða rúma 20 punkta frá í gær.

Heimsmarkaðsverð á áli rýkur upp

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað töluvert í þessum mánuði og stendur nú í 2.315 dollurum fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga.

Strikið komið í hóp dýrustu verslunargatna heimsins

Strikið í Kaupmannahöfn er komið í hóp 25 dýrustu verslunargatna heimsins. Skipar Strikið þar 23. sætið en þessi þekkta verslunargata hefur ekki áður náð inn á þennan topp 25 lista. Strikið er þar með einnig dýrasta verslunargatan á Norðurlöndunum.

Eik Banki þarf 24 milljarða á næstu 57 tímum

Eik Banki í Færeyjum þarf að útvega sér 1,2 milljarða danskra kr. eða um 24 milljarða kr. á næstu 57 tímum annars er sögu hans lokið. Þetta er krafan sem danska fjármálaeftirlitið gerir á hendur bankanum.

Heimsmarkaðsverð á gulli í 1.300 dollara á únsuna

Heimsmarkaðsverð á gulli sló enn eitt metið í dag þegar það fór í 1.300 dollara á únsuna. Verð á silfri fylgir í kjölfarið og hefur ekki verið hærra í 30 ár en það hefur hækkað um 30% á árinu.

Eik Banki setur fjárlög Færeyja í uppnám

Vandamál Eik banki í Færeyjum hafa sett færeysku fjárlögin í uppnám. Leggja átti fjárlögin fram á þingi eyjanna. Lagtinget, í dag en fyrir liggur að þeim þarf að breyta ef Færeyingar ætla að koma í veg fyrir bankaþrot.

Verð á hlutum í Eik Banki hrapa í Kaupmannahöfn

Tilkynning um fjárhagslega erfiðleika Eik Banki hafa farið illa í fjárfesta í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Hlutirnir hafa hrapað og eftir klukkutímaviðskipti höfðu þeir lækkað um 45,3% í verði.

Eik Banki í vanda, þarf að auka eigið fé

Eik Banki á nú í viðræðum við danska fjármálaráðuneytið þar sem fyrir liggur að bankinn þarf að auka afskriftir sínar og jafnframt að auka við eigið fé sitt og greiðsluþol.

Andstaða við evruna eykst í Danmörku

Andstaðan við að taka upp evruna hefur aukist á meðal Dana í efnahagskreppunni sem riðið hefur yfir að undanförnu. Áratugur er nú liðinn síðan Danir felldu aðild að myntbandalagi ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu og í nýrri könnun Jótlandspóstsins hefur andstaðan aukist. rúm 48 prósent aðspurðra segjast ekki vilja skipta á dönsku krónunni og evru en 45 prósent vilja það. Fyrir ári síðan sögðu 46 prósent nei, en árið 2003 töldu andstæðingarnir aðeins um 30 prósent landsmanna.

Zuckerberg veitir risastyrk til menntunar í New Jersey

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook samskiptasíðunnar, gaf á föstudaginn 100 milljónir bandaríkjadala í sjóð sem er ætlað að styðja við menntun í Newark í New Jersey. Hann var hræddur um að opinber umfjöllun um málið yrði lituð af umfjöllun um kvikmyndina „The Social Network". Upphæðin samsvarar 11,5 milljörðum króna.

Listaverk frá Lehman seldust fyrir 1400 milljónir

Listaverk úr hinum fallna banka, Lehman Brothers, og dótturfyrirtæki hans, Neuberger Berman, seldust fyrir rúmar 12 milljónir dala á uppboði hjá Sothebys í gær. Upphæð sem samsvarar 1,4 milljarði íslenskra króna.

Stærsta skóbúð í heimi opnar í Lundúnum

Þeir sem eru gefnir fyrir skó ættu ef til vill að kíkja til Lundúna á næstunni. Þar er nefnilega nýbúið að opna stærstu skóverslun í heimi. Í 35 þúsund fermetra rými er hægt að velja um 5000 skópör og á verslunin mörg fleiri á lager.

Petrobas með stærsta hlutabréfaútboð sögunnar

Hið ríkisrekna brasilíska olíufélag Petrobas hefur lokið stærsta hlutabréfaútboði sögunnar. Alls seldust hlutabréf fyrir 70 milljarða dollara eða um 8.000 milljarða kr. og fengu færri en vildu.

Vírus- og ruslpóstsárás í gangi á Facebook

Danskir fjölmiðlar greina frá því að í augnablikinu standi tölvuþrjótar fyrir umfangsmikilli tölvuvírus- og ruslpóstsárás á Facebook. Danskir notendur Facebook eru beðnir um að fara varlega.

Gífurleg fjölgun opinberra starfsmanna í Danmörku

Gífurleg fjölgun hefur orðið á ráðningum opinberra starfsmanna í Danmörku. Samkvæmt tölum frá hagstofu landsins fjölgaði þeim um 14.500 á öðrum ársfjórðungi ársins m.v. sama tímabil í fyrra.

HM bætti fjárhagsstöðu S-Afríku

Tekjur Suður-Afríku vegna HM í knattspyrnu sem fram fór þar í landi í sumar leiddu til þess að tekjuhalli ríkissjóðs í landinu á öðrum ársfjórðungi hefur ekki verið minni í sex ár. Reuters fréttastofan segir þó að neytendur í landinu hafi haldið að sér höndum því þeir hafi áhyggjur af atvinnuástandi og skuldum.

Hver Norðmaður á 10 milljónir í olíusjóðnum

Hver Norðmaður á nú upphæð sem svarar til rúmlega 10 milljóna kr. í gegnum norska olíusjóðinn. Ef svo heldur sem horfir mun hver Norðmaður verða orðinn að milljónamæringi í eigin mynt eftir áratug.

Veruleg aukning hagnaðar hjá House of Fraser

Breska verslunarkeðjan House of Fraser jók verulega hagnað sinn á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukning nemur 22% og nam hagnaðurinn 13 milljónum punda eða um 2,3 milljarða kr.

Nýtt bankahneyksli í Vatikaninu

Bankastjóri Vatikansbankans sætir nú opinberri rannsókn á Ítalíu vegna gruns um að bankinn eigi aðild að peningaþvætti.

Skotar finna olíu við Grænland

Skoska olíufélagið Cairns hefur fundið olíu undan vesturströnd Grænlands. Þetta er í fyrsta sinn sem olía finnst við Grænland en áður hafði Cairns fundið gas á sömu slóðum.

Heimsmarkaðsverð á bómull rýkur upp

Heimsmarkaðsverð á bómull hefur rokið upp að undanförnu. Ástæðan fyrir þessu er ótti við uppskerubrest í Asíu sem hefur leitt til þess að fataframleiðendur keppast um að tryggja sér birgðir af bómull.

Sjá næstu 50 fréttir