Djörf hótelauglýsing veldur deilum í Noregi 13. október 2010 08:39 Ný auglýsingaherferð hótelkeðjunnar First Hotels á Norðurlöndunum veldur nú deilum í Noregi. Alþýðusambandi Noregs (Fellesforbundet) er sérlega uppsigað við þessar auglýsingar og segir að þær feli í sér kynjamismunun og gamaldags viðhorf til kvenna. Auglýsingaherferðin gengur undir slagorðinu „Sleep with us" eða Sofðu hjá okkur og þar má meðal annars finna mynd af tilkippilegri þjónustustúlku í djörfum búningi sitjandi á rúmstokk. Vidar Grönli fjölmiðlafulltrúi Fellesforbundet segir í samtali við vefsíðuna e24.no að menn þar á bæ hafi talið að þau viðhorf sem fram koma í auglýsingunni væru gleymd og grafin. „Ég vona að hótelkeðjan skilji okkar sjónarmið og breyti auglýsingum sínum án þess að nauðsynlegt verði að grípa til aðgerða gegn þeim," segir Grönli. Rekstrarstjóri First Hotels undrar sig á viðbrögðum Fellesforbundet. „Mér finnst þetta spaugsöm auglýsing og það er greinilegt að þarna er fyrirsæta á myndinni en ekki ein af starfsstúlkum okkar," segir rekstrarstjórinn Michael Telling. Norskir sérfræðingar í almannatengslum eiga erfitt með að sjá hið spaugsama við þessa auglýsingu, að sögn e24.no. Fjölmiðlaráðgjafinn Elizabeth Hartmann segir að myndnotkunin sé ekki sérstök. „Þetta snýst um uppsetninguna og augnatillit stúlkunnar. Það lítur ekki út fyrir að hún sé þarna til að taka til á herberginu og búa um rúmið," segir Hartmann. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ný auglýsingaherferð hótelkeðjunnar First Hotels á Norðurlöndunum veldur nú deilum í Noregi. Alþýðusambandi Noregs (Fellesforbundet) er sérlega uppsigað við þessar auglýsingar og segir að þær feli í sér kynjamismunun og gamaldags viðhorf til kvenna. Auglýsingaherferðin gengur undir slagorðinu „Sleep with us" eða Sofðu hjá okkur og þar má meðal annars finna mynd af tilkippilegri þjónustustúlku í djörfum búningi sitjandi á rúmstokk. Vidar Grönli fjölmiðlafulltrúi Fellesforbundet segir í samtali við vefsíðuna e24.no að menn þar á bæ hafi talið að þau viðhorf sem fram koma í auglýsingunni væru gleymd og grafin. „Ég vona að hótelkeðjan skilji okkar sjónarmið og breyti auglýsingum sínum án þess að nauðsynlegt verði að grípa til aðgerða gegn þeim," segir Grönli. Rekstrarstjóri First Hotels undrar sig á viðbrögðum Fellesforbundet. „Mér finnst þetta spaugsöm auglýsing og það er greinilegt að þarna er fyrirsæta á myndinni en ekki ein af starfsstúlkum okkar," segir rekstrarstjórinn Michael Telling. Norskir sérfræðingar í almannatengslum eiga erfitt með að sjá hið spaugsama við þessa auglýsingu, að sögn e24.no. Fjölmiðlaráðgjafinn Elizabeth Hartmann segir að myndnotkunin sé ekki sérstök. „Þetta snýst um uppsetninguna og augnatillit stúlkunnar. Það lítur ekki út fyrir að hún sé þarna til að taka til á herberginu og búa um rúmið," segir Hartmann.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira