Hækkanir á hrávörum sýna matvælakreppu í uppsiglingu 11. október 2010 10:43 Miklar hækkanir á hrávörum eins og korni og maís undanfarnar vikur og mánuði sýna að matvælakreppa er í uppsiglingu. Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu sýna að kornbirgðir landsins muni í vetur verða þær minnstu undanfarin 14 ár. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Landbúnaðarráðuneytið birti tölur sínar s.l. föstudag og höfðu þær þau áhrif að verð á soyjabaunum, maís og hveiti ruku upp á mörkuðum. Tölurnar komu á óvart því áður hafði verið talið að um metuppskeru yrði að ræða í Bandaríkjunum í ár. Óhagstæð veðurskilyrði, með óvenjumiklum sumarhitum, hafa hinsvegar gert það að verkum að uppskeran verður töluvert undir meðallagi.Bandaríkin eru stærsti útflytjandi á korni í heiminum. Bandaríkin eru ekki eina landið sem glímir við slæma kornuppskeru í ár. Eins og áður hefur komið fram er uppskerubresturinn í Rússlandi það mikill að stjórnvöld hafa bannað útflutning á hveiti til ársloka 2011. Sömu sögu er að segja í Úkraníu. Frá því fyrir helgi hefur verð á maís hækkað um 8,5% og raunar varð verðhækkunin svo brött á tímabili s.l. föstudag að viðskipti með maís voru stöðvuð á hrávörumarkaðinum í Chicago. Soyjabaunir hækkuðu um 4,1% og hveiti um 2,1%. Þessar miklu hækkanir á korni munu, að mati sérfræðinga Bloomberg, valda því að verð á kjöti mun hækka um 14%. „Eins og ég sé málið erum við þegar komin í matvælakreppu," segir einn af greinendum Morgan Stanley í samtali við Financial Times. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Miklar hækkanir á hrávörum eins og korni og maís undanfarnar vikur og mánuði sýna að matvælakreppa er í uppsiglingu. Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu sýna að kornbirgðir landsins muni í vetur verða þær minnstu undanfarin 14 ár. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Landbúnaðarráðuneytið birti tölur sínar s.l. föstudag og höfðu þær þau áhrif að verð á soyjabaunum, maís og hveiti ruku upp á mörkuðum. Tölurnar komu á óvart því áður hafði verið talið að um metuppskeru yrði að ræða í Bandaríkjunum í ár. Óhagstæð veðurskilyrði, með óvenjumiklum sumarhitum, hafa hinsvegar gert það að verkum að uppskeran verður töluvert undir meðallagi.Bandaríkin eru stærsti útflytjandi á korni í heiminum. Bandaríkin eru ekki eina landið sem glímir við slæma kornuppskeru í ár. Eins og áður hefur komið fram er uppskerubresturinn í Rússlandi það mikill að stjórnvöld hafa bannað útflutning á hveiti til ársloka 2011. Sömu sögu er að segja í Úkraníu. Frá því fyrir helgi hefur verð á maís hækkað um 8,5% og raunar varð verðhækkunin svo brött á tímabili s.l. föstudag að viðskipti með maís voru stöðvuð á hrávörumarkaðinum í Chicago. Soyjabaunir hækkuðu um 4,1% og hveiti um 2,1%. Þessar miklu hækkanir á korni munu, að mati sérfræðinga Bloomberg, valda því að verð á kjöti mun hækka um 14%. „Eins og ég sé málið erum við þegar komin í matvælakreppu," segir einn af greinendum Morgan Stanley í samtali við Financial Times.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira