Viðskipti erlent

Olíuverð á uppleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu tók mikinn kipp eftir að Íranar handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag í síðustu viku. Vart var á bætandi því mikil spenna er á milli Vesturlanda og Írana vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðastnefndu. Olíufatið fór um tíma yfir 64 dali á tunnu í í Bandaríkjunum í fyrradag en slíkur verðmiði á svartagullinu hefur ekki sést það sem af er árs.

Greiningardeild Landsbankans segir olíuverðshækkanir hafa áhrif víða, ekki síst í flugbransanum. Bendir deildin á að hækkanirnar hafi valdið lækkun á gengi flugfélaga á markaði. Félögin hafi á móti brugðist við hærri rekstrarkostnaði með hækkun á flugfargjöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×