Mikil eftirspurn eftir Apple iPhone 28. mars 2007 09:44 Gaman verður að sjá hvernig iPhone leggst í græjuóða íslendinga. Forstjóri AT&T símafyrirtækisins sagði í gær, við opnun ráðstefnunar CTIA Wireless í Bandaríkjunum að þeir hefðu fengið yfir eina milljón fyrirspurna frá viðskiptavinum sínum um Apple iPhone. Það er líklegt að önnur símafyrirtæki út um allan heim hafi fengið annað eins af fyrirspurnum um þennan síma. iPhone á að fara í sölu í júnímánuði í Bandaríkjunum. Símafyrirtækið AT&T verður eina fyrirtækið sem má selja hann þar í landi og það lítur út fyrir að það verði auðvelt verk. iPhone er í raun þrjú tæki, sameinuð í eitt: Sími, iPod og internet tæki. Sími til að tala í, iPod til að hlusta á tónlist og Internet tæki, sem samanstendur t.d af Internet vafra, kortaþjónustu frá Google og tölvupóstþjónustu. Þó er líklegt að við höfum ekki séð allt sem verður í boði. iPhone er GSM sími sem hefur GPRS og EDGE gagnaflutningstengingu. Hann hefur þar að auki WiFi þráðlaust netkort, þannig að það er hægt að tengja hann við þráðlaus net, til dæmis heimavið og á kaffihúsum. Það sem er byltingarkennt við iPhone er snertiskjárinn. Hingað til hafa snertiskjáir aðeins getað skynjað snertingu á einum stað, en snertiskjárinn á iPhone getur skynjað snertingu á mörgum stöðum. Þetta gerir það að verkum að notendaviðmótið á iPhone er byltingarkennt. Til dæmis nægir að strjúka tveim puttum í átt til hvors annars til að smækka mynd á skjánum og til baka til að stækka myndina. Til að fletta í gegnum símaskrána er nóg að nota einn putta og strjúka skjánum, í þá átt sem á að fletta. Til að fletta í gegnum tónlistina í iPod hlutanum er flett á sama hátt í gegnum myndir af plötuumslögum og þeim snúið við til að velja lagið sem á að spila. Búist er við að iPhone komi á markaðinn í Evrópu einhverntímann í október, nóvember eða desember á þessu ári. Ef þessi tímasetning stenst, er möguleiki að græjuóðir Íslendingar fái mjög spennandi jólapakka í ár. Tækni Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Forstjóri AT&T símafyrirtækisins sagði í gær, við opnun ráðstefnunar CTIA Wireless í Bandaríkjunum að þeir hefðu fengið yfir eina milljón fyrirspurna frá viðskiptavinum sínum um Apple iPhone. Það er líklegt að önnur símafyrirtæki út um allan heim hafi fengið annað eins af fyrirspurnum um þennan síma. iPhone á að fara í sölu í júnímánuði í Bandaríkjunum. Símafyrirtækið AT&T verður eina fyrirtækið sem má selja hann þar í landi og það lítur út fyrir að það verði auðvelt verk. iPhone er í raun þrjú tæki, sameinuð í eitt: Sími, iPod og internet tæki. Sími til að tala í, iPod til að hlusta á tónlist og Internet tæki, sem samanstendur t.d af Internet vafra, kortaþjónustu frá Google og tölvupóstþjónustu. Þó er líklegt að við höfum ekki séð allt sem verður í boði. iPhone er GSM sími sem hefur GPRS og EDGE gagnaflutningstengingu. Hann hefur þar að auki WiFi þráðlaust netkort, þannig að það er hægt að tengja hann við þráðlaus net, til dæmis heimavið og á kaffihúsum. Það sem er byltingarkennt við iPhone er snertiskjárinn. Hingað til hafa snertiskjáir aðeins getað skynjað snertingu á einum stað, en snertiskjárinn á iPhone getur skynjað snertingu á mörgum stöðum. Þetta gerir það að verkum að notendaviðmótið á iPhone er byltingarkennt. Til dæmis nægir að strjúka tveim puttum í átt til hvors annars til að smækka mynd á skjánum og til baka til að stækka myndina. Til að fletta í gegnum símaskrána er nóg að nota einn putta og strjúka skjánum, í þá átt sem á að fletta. Til að fletta í gegnum tónlistina í iPod hlutanum er flett á sama hátt í gegnum myndir af plötuumslögum og þeim snúið við til að velja lagið sem á að spila. Búist er við að iPhone komi á markaðinn í Evrópu einhverntímann í október, nóvember eða desember á þessu ári. Ef þessi tímasetning stenst, er möguleiki að græjuóðir Íslendingar fái mjög spennandi jólapakka í ár.
Tækni Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira