Fleiri fréttir

Sigvaldi nýr fjármálastjóri DecideAct á Íslandi

Sigvaldi Egill Lárusson hefur verið ráðinn fjármálastjóri félagsins á Íslandi. Ásamt fjármálastjórn mun Sigvaldi sinna sölu og ráðgjöf til nýrra og núverandi viðskiptavina félagsins á Íslandi, sem og erlendis.

Carsten og Fjóla taka við rekstri Striksins

Hjónin Carsten Tarnow og Fjóla Hermannsdóttir Tarnow hafa formlega tekið við rekstri veitingastaðarins Strikið á Akureyri. Þau reka einnig Centrum Hotel og Centrum Kitchen & Bar á Akureyri. 

Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni

Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli.

Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið.

Stjörnu­torgs­skiltið fer á nýtt Stjörnu­torg

Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 

Ætla að flytja ís­lenskt vatn til frum­byggja í Kanada

Íslenskt vatn verður flutt út til frumbyggjabyggða í Kanada á næsta ári. Forsprakki verkefnisins segir að kanadísk yfirvöld muni fjármagna verkefnið í von um að bæta fyrir það sem miður hefur farið í mannkynssögunni.

Arion banki telur fullreynt að reka kísilver í Helguvík

Arion banki og PCC hafa slitið formlegum viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Samhliða hefur Arion banki sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins. Því er allt útlit fyrir að kísilverksmiðjan í Helguvík verði ekki gangsett á ný og að hún verði flutt eða henni fært nýtt hlutverk.

Kaupir Stál­smiðjuna-Fram­tak

Samkomulag hefur náðst um kaup Vélsmiðju Orms og Víglundar á Stálsmiðjunni-Framtak. Eru kaupin gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlits.

Svona verður ný álma Kefla­víkur­flug­vallar

Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 

Þrír nýir starfsmenn til Fossa

Þrír nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við Fossa fjárfestingarbanka, Hrafnkell Ásgeirsson, Sigrún Vala Hauksdóttir og Rúnar Friðriksson. 

Sjá næstu 50 fréttir