Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2022 13:24 Merki Stjörnutorgs mun flytja í Garðabæinn á næstunni. Kringlan Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. Skilti Stjörnutorgs fór á uppboð eftir að það var tekið niður þegar torginu var lokað í síðasta mánuði. Stjörnutorg hafði verið í Kringlunni í 23 ár en nú hefur mathöllin Kúmen tekið við. Nokkur tilboð bárust í skiltið en að lokum var það fyrirtækið Tæknivörur sem átti hæsta boð, 200 þúsund krónur. Allur peningurinn rennur óskipt í pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar Mæðrastyrksnefndar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Tæknivörur ætla að gefa íþróttafélaginu Stjörnunni í Garðabæ merkið. Torg við heimavöll Stjörnunnar er kallað Stjörnutorg af flestum. Því var það skrifað í skýin að merkið færi þangað. „Tæknivörur er einn stærsti styrktaraðili okkar. Við erum með lítið torg hér við Samsung-völlinn sem heitir Stjörnutorg. Þar seljum við hamborgara á fótboltaleikjum og svona. Okkur fannst þetta tilvalið þegar við fengum þessa ábendingu frá einum góðum Stjörnumanni. Við ákváðum að taka slaginn þannig við heyrðum í okkar bestu mönnum sem voru heldur betur klárir í þetta. Þetta fer auðvitað í gott málefni og er skemmtilegt fyrir nærumhverfið okkar,“ segir Dagur Jónsson, samskipta- og markaðsstjóri Stjörnunnar, í samtali við fréttastofu. Til stendur að taka svæðið fyrir framan Samsung-völlinn í gegn og verður merkið hluti af nýrri ásýnd við völlinn. Skiltið verður afhent Tæknivörum í næstu viku og fer síðan í Garðabæ eftir það. Kringlan Garðabær Tímamót Stjarnan Tengdar fréttir Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15 Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49 Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Skilti Stjörnutorgs fór á uppboð eftir að það var tekið niður þegar torginu var lokað í síðasta mánuði. Stjörnutorg hafði verið í Kringlunni í 23 ár en nú hefur mathöllin Kúmen tekið við. Nokkur tilboð bárust í skiltið en að lokum var það fyrirtækið Tæknivörur sem átti hæsta boð, 200 þúsund krónur. Allur peningurinn rennur óskipt í pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar Mæðrastyrksnefndar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Tæknivörur ætla að gefa íþróttafélaginu Stjörnunni í Garðabæ merkið. Torg við heimavöll Stjörnunnar er kallað Stjörnutorg af flestum. Því var það skrifað í skýin að merkið færi þangað. „Tæknivörur er einn stærsti styrktaraðili okkar. Við erum með lítið torg hér við Samsung-völlinn sem heitir Stjörnutorg. Þar seljum við hamborgara á fótboltaleikjum og svona. Okkur fannst þetta tilvalið þegar við fengum þessa ábendingu frá einum góðum Stjörnumanni. Við ákváðum að taka slaginn þannig við heyrðum í okkar bestu mönnum sem voru heldur betur klárir í þetta. Þetta fer auðvitað í gott málefni og er skemmtilegt fyrir nærumhverfið okkar,“ segir Dagur Jónsson, samskipta- og markaðsstjóri Stjörnunnar, í samtali við fréttastofu. Til stendur að taka svæðið fyrir framan Samsung-völlinn í gegn og verður merkið hluti af nýrri ásýnd við völlinn. Skiltið verður afhent Tæknivörum í næstu viku og fer síðan í Garðabæ eftir það.
Kringlan Garðabær Tímamót Stjarnan Tengdar fréttir Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15 Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49 Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15
Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49
Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent