Viðskipti innlent

Þrír nýir starfsmenn til Fossa

Bjarki Sigurðsson skrifar
Rúnar Friðriksson, Hrafnkell Ásgeirsson og Sigrún Vala Hauksdóttir.
Rúnar Friðriksson, Hrafnkell Ásgeirsson og Sigrún Vala Hauksdóttir.

Þrír nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við Fossa fjárfestingarbanka, Hrafnkell Ásgeirsson, Sigrún Vala Hauksdóttir og Rúnar Friðriksson. 

Rúnar mun starfa sem yfirmaður eigin viðskipta Fossa og hefur störf í dag. Hrafnkell hefur þegar hafið störf á lögfræði- og regluvörslusviði bankans og Sigrún tekur á næstunni til starfa í fyrirtækjaráðgjöf Fossa. 

Rúnar hefur starfað í um tvo áratugi við eigin viðskipti fjármálafyrirtækja. Árin 2004 til 2007 var hann sérfræðingur á sviði eigin viðskipta Kaupþings en þaðan var hann ráðinn til Saga Capital sem yfirmaður eigin viðskipta. Eftir það gegndi hann stöðu sérfræðings hjá Straumi fjárfestingarbanka og síðar hjá Arion Banka. Rúnar er menntaður rekstrarfræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og með B.sc.-gráðu frá sama skóla. 

Hrafnkell kemur til Fossa frá Logos lögmannsþjónustu þar sem hann hefur starfað frá árinu 2017 en síðastliðið ár var hann á skrifstofu Logos í London. Hrafnkell er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum. 

Sigrún starfaði áður hjá fyrirtækjaráðgjöf KPMG og þar áður sem sérfræðingur á sviði markaðsviðskipta hjá Seðlabanka Íslands. Sigrún er með B.S.-gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er í meistaranámi í fjármálum fyrirtækja. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.