Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni Snorri Másson skrifar 4. desember 2022 11:55 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins (f.m.) á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á dögunum. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar ræddi um þá gagnrýni sem hefur komið fram á hendur Bankasýslunni fyrir framkvæmd á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann var spurður hvort honum þætti að stjórnmálamenn sem voru ábyrgir fyrir aðgerðinni hafi viljað skella skuldinni á framkvæmdaraðilann. „Við náttúrulega erum framkvæmdaraðilinn. Og síðan þegar það kemur upp þessi ádeila á útboðið fljótlega eftir að það átti sér stað, þá tóku menn þann pól í hæðina að það væri kannski ágætt að benda á einhvern annan heldur en stjórnmálamennina en við erum alveg með bak til að taka það. En hins vegar er það bara þannig að þetta útboð tókst gríðarlega vel og ef þetta er ekki bara farsælasta útboð sögunnar þá allavega eitt af þeim,“ sagði Lárus Lárus sagði útboðið mjög vel heppnað og jafnvel betur heppnað en frumútboðið. Eftir stendur gagnrýni að hans sögn á að nefndum þingsins hafi ekki verið gerð nægileg grein fyrir útboðsaðferðinni sem til stóð að styðjast við - svo og því að gert yrði frávik á verðinu við söluna, sem sagt gefinn afsláttur í útboðinu. Þeim hafi sannarlega verið gerð grein fyrir þessu, en að þegar umræðan hafi hafist eftir á, hafi menn gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki fengið nægar upplýsingar. Þær hafi fengið sömu upplýsingar og ráðherranefnd, sem hefur sagt að sú upplýsingagjöf hafi verið fullnægjandi. „Ef nefndum hefur fundist eins og eitthvað hafi vantað upp á kynninguna áttu þeir auðvitað bara að kalla eftir okkur og ráðuneytisstarfsfólkinu aftur eða bara sérfræðingum til að uppfræða sig, en það er ekki valkostur að segja bara: Við skiljum ekkert í þessu og þar við situr. Það er bara ekki valkostur fyrir nefndir Alþingis,“ sagði Lárus. Hlusta má á viðtalið við Lárus í Sprengisandi í spilaranum hér fyrir neðan. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar ræddi um þá gagnrýni sem hefur komið fram á hendur Bankasýslunni fyrir framkvæmd á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann var spurður hvort honum þætti að stjórnmálamenn sem voru ábyrgir fyrir aðgerðinni hafi viljað skella skuldinni á framkvæmdaraðilann. „Við náttúrulega erum framkvæmdaraðilinn. Og síðan þegar það kemur upp þessi ádeila á útboðið fljótlega eftir að það átti sér stað, þá tóku menn þann pól í hæðina að það væri kannski ágætt að benda á einhvern annan heldur en stjórnmálamennina en við erum alveg með bak til að taka það. En hins vegar er það bara þannig að þetta útboð tókst gríðarlega vel og ef þetta er ekki bara farsælasta útboð sögunnar þá allavega eitt af þeim,“ sagði Lárus Lárus sagði útboðið mjög vel heppnað og jafnvel betur heppnað en frumútboðið. Eftir stendur gagnrýni að hans sögn á að nefndum þingsins hafi ekki verið gerð nægileg grein fyrir útboðsaðferðinni sem til stóð að styðjast við - svo og því að gert yrði frávik á verðinu við söluna, sem sagt gefinn afsláttur í útboðinu. Þeim hafi sannarlega verið gerð grein fyrir þessu, en að þegar umræðan hafi hafist eftir á, hafi menn gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki fengið nægar upplýsingar. Þær hafi fengið sömu upplýsingar og ráðherranefnd, sem hefur sagt að sú upplýsingagjöf hafi verið fullnægjandi. „Ef nefndum hefur fundist eins og eitthvað hafi vantað upp á kynninguna áttu þeir auðvitað bara að kalla eftir okkur og ráðuneytisstarfsfólkinu aftur eða bara sérfræðingum til að uppfræða sig, en það er ekki valkostur að segja bara: Við skiljum ekkert í þessu og þar við situr. Það er bara ekki valkostur fyrir nefndir Alþingis,“ sagði Lárus. Hlusta má á viðtalið við Lárus í Sprengisandi í spilaranum hér fyrir neðan.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira