Viðskipti innlent

Sigvaldi nýr fjármálastjóri DecideAct á Íslandi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sigvaldi Egill Lárusson
Sigvaldi Egill Lárusson

Sigvaldi Egill Lárusson hefur verið ráðinn fjármálastjóri félagsins á Íslandi. Ásamt fjármálastjórn mun Sigvaldi sinna sölu og ráðgjöf til nýrra og núverandi viðskiptavina félagsins á Íslandi, sem og erlendis.

Fyrir starfaði Sigvaldi hjá Hafrannsóknastofnun þar sem hann starfaði sem fjármála- og rekstrarstjóri. Fyrir það var hann fjármálastjóri hjá verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Hann er með meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands. 

„Það er mikill fengur að fá Sigvalda í lið með okkur. Auk þess að styrkja innviði og fjármálastjórn DecideAct bæði á Íslandi og alþjóðlega, kemur Sigvaldi inn í hópinn með þekkingu og reynslu sem snýr að hinum mælanlega hluta stefnuframvindunnar,“ er haft eftir Bjarna Snæbirni Jónssyni, forstjóra DecideAct á Íslandi, í tilkynningu. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×