Róbert Wessman sest í stól forstjóra Alvotech Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2022 07:05 Róbert Wessman stofnaði Alvotech árið 2013 og hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2019. Vísir/Vilhelm Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, mun taka við starfi forstjóra félagsins eftir að Mark Levick forstjóri ákvað að biðjast lausnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar í gær þar sem tilkynnt er um breytingar á yfirstjórn fyrirtækisins. Róbert mun taka við forstjórastöðunni um áramót. Þar segir ennfremur að Hafrún Friðriksdóttir, sem áður hafi verið framkvæmdastjóri alþjóðlegra rannsókna og þróunar fyrir lyfjafyrirtækið Teva, taki við sem framkvæmdastjóri rekstrar. Forstjóraskiptin koma fáeinum dögum eftir að tilkynnt var að sættir hefðu náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen, sem er systurfélag Alvotech, og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara. Forstjóri samhliða stjórnarformannshlutverki Fram kemur í tilkynningunni frá Alvotech að Róbert Wessman muni gegna stöðu forstjóra Alvotech, samhliða núverandi stjórnarformannshlutverki. „Róbert stofnaði Alvotech árið 2013 og hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2019. Róbert var forstjóri Actavis, sem undir hans stjórn varð að einu stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. Að því búnu stofnaði hann Alvogen og undir hans forystu sem stjórnarformaður og forstjóri óx það úr því að vera verktaki í framleiðslu í eitt af stærstu alþjóðlegu samheitalyfjafyrirtækjunum. Róbert er jafnframt einn af stofnendum og stjórnaformaður Aztiq Group. Hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hafrún Friðriksdóttir var ábyrg fyrir öllum rannsóknum og þróunarverkefnum alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Teva (Executive Vice President and Head of Global R&D) frá árinu 2017 þar til fyrr á þessu ári. Hún var einnig framkvæmdastjóri alþjóðlegra rannsókna og þróunar há Allergan, áður Actavis, þar til fyrirtækið sameinaðist Teva árið 2016. Hjá Teva stjórnaði Hafrún allri lyfjaþróun fyrirtækisins, á sviði frumlyfja, samheitalyfja og líftæknilyfjahliðstæða. Hún bar þannig ábyrgð á þróun um 1.000 samheitalyfja á hverjum tíma, auk tuga frumlyfja og líftæknilyfjahliðstæða. Undir Hafrúnu heyrðu um 3.500 starfsmenn alþjóðlega í rannsóknum, þróun, lyfjagát, auk samskipta við heilbrigðisstarfsfólk og eftirlitsstofnanir. Hafrún er með doktorspróf í eðlislyfjafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur verið öflugur talsmaður fjölbreytni og jafnréttis í lyfjaiðnaðinum og hlaut fyrr á þessu ári viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fyrir að hafa verið konum sérstök hvatning og fyrirmynd,“ segir í tilkynningunni. Hlutabréf Alvotech voru tekin til viðskipta í Nasdaq First North Growth markaðnum í júní.Vísir/Vilhelm Laga Alvotech að örum vexti Haft er eftir Róberti að félagið muni halda áfram að laga Alvotech að örum vexti, þar sem það hafi færst af stigi þróunar, rannsókna og fjárfestingar í aðstöðu, yfir í lyfjaframleiðslu. Þá sé verið að auka framleiðslugetu til að geta þjónað mörgum alþjóðlegum mörkuðum samhliða. „Það er mér sérstök ánægja að bjóða Hafrúnu velkomna í Alvotech teymið. Hún hefur getið sér gott orð í lyfjaiðnaðinum fyrir einstaka forystuhæfileika. Ég vil einnig þakka Mark fyrir framlag hans til Alvotech á þessu vaxtarskeiði og ánægður að við fáum að njóta áfram þekkingar hans, þar sem hann hefur samþykkt að leiða vísindaráð félagsins,“ segir Róbert. Þá er haft eftir Mark Levick að hann sé mjög þakklátur fyrir tækifærið að vera hluti af vegferð Alvotech á spennandi skeiði í sögu þess. „Ég varð þess aðnjótandi að vinna með einstaklega einbeittum og hæfileikaríkum samstarfsfélögum, í öllum deildum fyrirtækisins, til að innleiða lyfjaframleiðslu á fullum afköstum og bæta aðgengi sjúklinga að hagstæðum líftæknilyfjum. Þetta hefur verið hápunktur ferils míns í lyfjaiðnaðinum,“ segir Levick. Alvotech Líftækni Vistaskipti Kauphöllin Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Halldór og Róbert slíðra sverðin Sættir hafa náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert Wessman forstjóra þess þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara. 22. nóvember 2022 12:18 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar í gær þar sem tilkynnt er um breytingar á yfirstjórn fyrirtækisins. Róbert mun taka við forstjórastöðunni um áramót. Þar segir ennfremur að Hafrún Friðriksdóttir, sem áður hafi verið framkvæmdastjóri alþjóðlegra rannsókna og þróunar fyrir lyfjafyrirtækið Teva, taki við sem framkvæmdastjóri rekstrar. Forstjóraskiptin koma fáeinum dögum eftir að tilkynnt var að sættir hefðu náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen, sem er systurfélag Alvotech, og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara. Forstjóri samhliða stjórnarformannshlutverki Fram kemur í tilkynningunni frá Alvotech að Róbert Wessman muni gegna stöðu forstjóra Alvotech, samhliða núverandi stjórnarformannshlutverki. „Róbert stofnaði Alvotech árið 2013 og hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2019. Róbert var forstjóri Actavis, sem undir hans stjórn varð að einu stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. Að því búnu stofnaði hann Alvogen og undir hans forystu sem stjórnarformaður og forstjóri óx það úr því að vera verktaki í framleiðslu í eitt af stærstu alþjóðlegu samheitalyfjafyrirtækjunum. Róbert er jafnframt einn af stofnendum og stjórnaformaður Aztiq Group. Hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hafrún Friðriksdóttir var ábyrg fyrir öllum rannsóknum og þróunarverkefnum alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Teva (Executive Vice President and Head of Global R&D) frá árinu 2017 þar til fyrr á þessu ári. Hún var einnig framkvæmdastjóri alþjóðlegra rannsókna og þróunar há Allergan, áður Actavis, þar til fyrirtækið sameinaðist Teva árið 2016. Hjá Teva stjórnaði Hafrún allri lyfjaþróun fyrirtækisins, á sviði frumlyfja, samheitalyfja og líftæknilyfjahliðstæða. Hún bar þannig ábyrgð á þróun um 1.000 samheitalyfja á hverjum tíma, auk tuga frumlyfja og líftæknilyfjahliðstæða. Undir Hafrúnu heyrðu um 3.500 starfsmenn alþjóðlega í rannsóknum, þróun, lyfjagát, auk samskipta við heilbrigðisstarfsfólk og eftirlitsstofnanir. Hafrún er með doktorspróf í eðlislyfjafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur verið öflugur talsmaður fjölbreytni og jafnréttis í lyfjaiðnaðinum og hlaut fyrr á þessu ári viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fyrir að hafa verið konum sérstök hvatning og fyrirmynd,“ segir í tilkynningunni. Hlutabréf Alvotech voru tekin til viðskipta í Nasdaq First North Growth markaðnum í júní.Vísir/Vilhelm Laga Alvotech að örum vexti Haft er eftir Róberti að félagið muni halda áfram að laga Alvotech að örum vexti, þar sem það hafi færst af stigi þróunar, rannsókna og fjárfestingar í aðstöðu, yfir í lyfjaframleiðslu. Þá sé verið að auka framleiðslugetu til að geta þjónað mörgum alþjóðlegum mörkuðum samhliða. „Það er mér sérstök ánægja að bjóða Hafrúnu velkomna í Alvotech teymið. Hún hefur getið sér gott orð í lyfjaiðnaðinum fyrir einstaka forystuhæfileika. Ég vil einnig þakka Mark fyrir framlag hans til Alvotech á þessu vaxtarskeiði og ánægður að við fáum að njóta áfram þekkingar hans, þar sem hann hefur samþykkt að leiða vísindaráð félagsins,“ segir Róbert. Þá er haft eftir Mark Levick að hann sé mjög þakklátur fyrir tækifærið að vera hluti af vegferð Alvotech á spennandi skeiði í sögu þess. „Ég varð þess aðnjótandi að vinna með einstaklega einbeittum og hæfileikaríkum samstarfsfélögum, í öllum deildum fyrirtækisins, til að innleiða lyfjaframleiðslu á fullum afköstum og bæta aðgengi sjúklinga að hagstæðum líftæknilyfjum. Þetta hefur verið hápunktur ferils míns í lyfjaiðnaðinum,“ segir Levick.
Alvotech Líftækni Vistaskipti Kauphöllin Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Halldór og Róbert slíðra sverðin Sættir hafa náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert Wessman forstjóra þess þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara. 22. nóvember 2022 12:18 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Sjá meira
Halldór og Róbert slíðra sverðin Sættir hafa náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert Wessman forstjóra þess þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara. 22. nóvember 2022 12:18