Fleiri fréttir

Við­skipta­halli ekki verið meiri frá hruni

Viðskiptahalli á fyrsta ársfjórðungi ársins mældist hærri en hann hefur mælst frá fjármálakreppunni árið 2008. Aldrei þessu vant var halli á öllum helstu undirliðum viðskiptajafnaðarins en greiningardeild Íslandsbanka hefur ekki hringt viðvörunarbjöllum enda reiknar hún með því að þjóðarbúið rétti úr kútnum innan skamms.

Í skýjunum með að hafa fært stóran hluta fyrir­tækisins í eigu þjóðarinnar

Tæplega sjö þúsund nýir hluthafar hafa bæst í hóp eigenda Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar eftir hlutafjárútboð fyrirtækisins sem lauk á föstudag. Rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut.

„Það mun ábyggilega taka nokkur ár að ná fyrra trausti“

Mannauðsstjóri ISAVIA telur að það muni taka nokkur ár að ná því trausti sem fólk hafi áður borið til flugvalla sem vinnustað eftir þrengingarnar sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum. Fylgifiskur sóttvarnatakmarkana sem ýmist voru hertar eða víkkaðar út var skert starfshlutfall og uppsagnir.

Fossar nýr fjár­festingar­banki

Fossar markaðir hafa fengið starfsleyfi sem fjárfestingabanki hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og fengið nafnið Fossar fjárfestingarbanki hf. Fossar voru stofnaðir árið 2015 og þjónusta innlenda og erlenda fjárfesta á sviði markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og eignastýringar.

Halli á við­skipta­jöfnuði jókst milli ára

Rúmlega fimmtíu milljarða króna halli á viðskiptajöfnuði við útlönd var á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það er um 27 milljarða króna verri niðurstaða en á sama ársfjórðungi í fyrra.

Mjólkur­vörur Örnu á Banda­ríkja­markað

Forsvarsmenn Örnu mjólkurvinnslu í Bolungarvík skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu með forsvarsmönnum Reykjavík Creamery, mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu, um samstarf milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á mjólkurvörum Örnu í Bandaríkjunum.

Ráðinn list­rænn stjórnandi hjá Hér&Nú

Jónbjörn Finnbogason hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi (e. art director) hjá auglýsingastofunni Hér&Nú. Jónbjörn hefur starfað sem grafískur hönnuður á stofunni frá árinu 2020.

Slegist um þjóna og kokka í ferða­þjónustunni

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustuna hafa tekið hraðar við sér eftir faraldurinn en fólk almennt hafði gert ráð fyrir og er svo komið að mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa lokað fyrir sölu. Mikil vöntun er þó á matreiðslufólki og þjónum í sumar og er slegist um þetta starfsfólk.

Mun stýra Running Tide á Ís­landi

Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi og mun hann stýra daglegri starfsemi þess hér á landi.

Þota Niceair kemur til Akur­eyrar

Airbus farþegaþota akureyrska flugfélagsins Niceair kemur til Akureyrar í dag en jómfrúarflug vélarinnar verður farið næsta fimmtudag.

Met­árs­fjórðungur hjá út­flutnings­­stoðunum þremur

Útflutningsverðmæti Íslands jukust mikið á fyrsta ársfjórðungi þessa árs ef miðað er við sama ársfjórðung síðasta árs. Mest aukning varð í útflutningsverðmætum allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju.

Loka BioBorgara til að elta drauminn

Veitingastaðurinn BioBorgari við Vesturgötu í Reykjavík lokar dyrum sínum í seinasta sinn á sunnudag eftir um fimm ára rekstur. Hamborgarastaðurinn, sem rekinn er af Vífli Rúti Einarssyni og eiginkonu hans Alejandra Hernandéz, hefur markað sér þá sérstöðu að nota fyrst og fremst lífrænt hráefni.

Jóhannes til Við­skipta­ráðs

Jóhannes Stefánsson hefur verið ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Jóhannes mun gegna stöðunni í fjarveru Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, sem er í fæðingarorlofi.

Skulda­bréf Ljós­leiðarans komin í Kaup­höllina

Skuldabréf Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í dag að fenginni staðfestingu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á útgefenda- og verðbréfalýsingu.

Ekkert eðlilegt við að fjölmiðlar gefi vinnu sína

Viðskiptablaðið hefur takmarkað það magn efnis sem er aðgengilegt lesendum að endurgjaldslausu. Ritstjóri miðilsins segir ekkert eðlilegt við það að fjölmiðlar gefi vinnu sína og um sé að ræða mjög eðlilegt skref.

Banka­hvelfingin leigð út í sögufrægu húsi

Eitt helsta kennileiti Ísafjarðarbæjar hefur gengið í endurnýjun lífdaga og hýsir nú fjarvinnuaðstöðu með skrifstofum, fundarherbergjum og opnum vinnurýmum. Húsið sem stendur við Pólgötu 1 er frá árinu 1958 og hýsti áður útibú Landsbankans.

Bein út­sending: Play skýrir 1,4 milljarða tap

Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem kynnt var í gær en Play mun gera nánar grein fyrir því á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 08:30. 

Óðinn snýr aftur í blaða­mennskuna

Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, hefur verið ráðinn blaðamaður hjá ferðamiðlinum Túrista. Óðinn kemur frá samskiptastofunni Aton.JL þar sem hann hefur starfað undanfarin ár sem ráðgjafi.

Íhuga að taka eigin herbergi undir starfsfólk

Áskorun verður að anna eftirspurn eftir gistingu á Norður- og Austurlandi í sumar, að mati framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar - en þar er allt að fyllast. Í höfuðborginni íhuga hóteleigendur að taka eigin herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts.

Lagning nýs sæstrengs frá Þorlákshöfn til Írlands hafin

Áhöfn kapalskips bandaríska strengjaframleiðandans SubCom hóf í gær lagningu nýja fjarskiptastrengsins ÍRIS frá Hafnarvík við Þorlákshöfn til Galway á Írlandi. Sæstrengurinn er um 1.800 kílómetra langur og mun stórauka fjarskiptaöryggi Íslands við Breltand og meginland Evrópu.  

Kvik­myndarisar bíði eftir aukinni endur­greiðslu

Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis.

Ná ekki að breyta enskuskotnum umbúðum Nóa kropps

Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus nær ekki að breyta enskuskotnum umbúðum á sumarútgáfu af Nóa kroppi þar sem búið er að dreifa nánast öllu takmörkuðu upplagi þess í verslanir. Málfræðingur við Háskóla Íslands gerði athugasemd við að umbúðirnar væru að hluta á ensku.

Cocoa Puffs snýr aftur í verslanir

Cocoa Puffs er væntanlegt aftur í verslanir á næstu dögum en morgunkornið hvarf af íslenskum markaði í byrjun seinasta árs. Uppskrift súkkulaðikúlnanna hefur nú verið breytt og er fyrsta sendingin þegar komin til landsins að sögn umboðsaðila.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.