Viðskipti innlent

Helmingur ný­ráðinna hafa áður starfað hjá Eflingu

Atli Ísleifsson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm

Efling hefur nú lokið við að ráða í störf tæplega tuttugu starfsmanna sem auglýst voru í apríl. Á heimasíðu félagsins segir að rúmur helmingur þeirra hafi reynslu af störfum fyrir félagið.

Allir fóru starfsmennirnir í gegnum viðtöl hjá ráðningarstofu og stóðust hæfniskröfur um kunnáttu í íslensku og ensku. Þrír eru pólskumælandi.

Þá segir að með ráðningunum sé stórt skref tekið í átt að fullri mönnun skrifstofunnar undir nýju skipulagi, en öllu starfsfólki Eflingar var sagt upp á sínum tíma og varð það tilefni mikilla deilna. Er þessum áfanga náð mánuði fyrr en áætlað var, segir ennfremur.

„Úr hópi fyrrum starfsmanna halda 16 einstaklingar áfram störfum fyrir félagsmenn. Þar af verða tíu starfsmenn skrifstofu Eflingar og sex starfsendurhæfingarráðgjafar sem verða starfsmenn VIRK samkvæmt samkomulagi milli Eflingar og VIRK,“ segir á heimasíðunni.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ánægjulegt hversu stór hluti nýráðinna starfsmanna komi úr hópi eldri starfsmanna sem sóttu um og hafa reynslu af störfum fyrir félagið.

Í síðasta mánuði var tilkynnt að Perla Ösp Ásgeirsdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Hún á að baki ellefu ár sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum en sagði upp störfum hjá bankanum fyrir ári. Þá var einnig tilkynnt að Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, hafi verið ráðinn í starf fræðslu- og félagsmálastjóra stéttarfélagsins.


Tengdar fréttir

Viðar ráðinn aftur til Eflingar

Stjórn Eflingar hefur samþykkt ráðningar hóps stjórnenda sem munu hefja störf á næstu vikum. Meðal þeirra er Viðar Þorsteinsson.

Perla Ösp nýr fram­kvæmda­stjóri Eflingar

Perla Ösp Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Perla Ösp á að baki ellefu ár sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum en sagði upp störfum hjá bankanum fyrir ári.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×