Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. maí 2022 22:00 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson dáist að merki flugfélagsins út um gluggann á Akureyrarflugvelli. Vísir/Tryggvi Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. Niceair er fyrsta millilandaflugfélagið sem hefur fasta viðveru allan ársins hring á Akureyrarflugvelli. Gamall draumur marga að verða að veruleika þegar flugvélin kom í fyrsta skipti til Akureyrar „Það er eiginlega ólýsanlegt. Miklar tilfinningar sem bærðust í brjóstinu á mér þegar við flugum hérna yfir flugbrautina,“ sagði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair í samtali við fréttastofu á flughlaði Akureyrarflugvallar, skömmu eftir að Airbus-vél félagsins lenti á flugvellinum. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina. „SÚLUR!,“ kallaði Eliza með bros á vör, þegar hún svipti hulunni af nafnamerkingu vélarinnar í blíðviðrinu á Akureyri í dag. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina.Vísir/Tryggvi Súlur heitir flugvélin, eftir bæjarfjalli Akureyrar sem gnæfir yfir bænum í suðvestri. Í sumar flýgur Niceair til London, Kaupmannahafnar og Tenerife, Manchester bætist svo við í haust. Þorvaldur Lúðvík, telur margt breytast á Norður-og Austurlandi með tilkomu þotunnar. Niceair eða North Iceland. Flugfélagið er fyrsta flugfélagið sem starfrækir millilandaflug allt árið um kring frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi „Þetta er auðvitað gríðarleg lyftistöng fyrir atvinnulífið. Öll skilyrði til atvinnuuppbyggingar þau gjörbreytast. Nú er þetta allt í einu raunhæft að vera með ýmis konar útflutning. Það er líka raunhæft að vera í alls kyns þróunarvinnu sem að þú þarft að sinna í útlöndum en þú getur auðveldar pendlað á milli.“ Þessi flugvél, hún er núna hingað komin. Hún fær litla hvíld? „Það er bara af stað á fimmtudaginn til Kaupmannahafnar.“ Allt fullt í þá vél? „Já, ég held að svo muni vera.“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson og annað starfsfólk Niceair á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Og mikil tilhlökkun væntanlega? „Já, það er mikil tilhlökkun hjá öllum. Þetta er stór hópur sem hefur staðið á bak við félagið. Við erum ánægð með þessa breiðsíðu af stuðningi sem við höfum fengið.“ Fréttir af flugi Niceair Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17 Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31 Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31 „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Niceair er fyrsta millilandaflugfélagið sem hefur fasta viðveru allan ársins hring á Akureyrarflugvelli. Gamall draumur marga að verða að veruleika þegar flugvélin kom í fyrsta skipti til Akureyrar „Það er eiginlega ólýsanlegt. Miklar tilfinningar sem bærðust í brjóstinu á mér þegar við flugum hérna yfir flugbrautina,“ sagði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair í samtali við fréttastofu á flughlaði Akureyrarflugvallar, skömmu eftir að Airbus-vél félagsins lenti á flugvellinum. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina. „SÚLUR!,“ kallaði Eliza með bros á vör, þegar hún svipti hulunni af nafnamerkingu vélarinnar í blíðviðrinu á Akureyri í dag. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina.Vísir/Tryggvi Súlur heitir flugvélin, eftir bæjarfjalli Akureyrar sem gnæfir yfir bænum í suðvestri. Í sumar flýgur Niceair til London, Kaupmannahafnar og Tenerife, Manchester bætist svo við í haust. Þorvaldur Lúðvík, telur margt breytast á Norður-og Austurlandi með tilkomu þotunnar. Niceair eða North Iceland. Flugfélagið er fyrsta flugfélagið sem starfrækir millilandaflug allt árið um kring frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi „Þetta er auðvitað gríðarleg lyftistöng fyrir atvinnulífið. Öll skilyrði til atvinnuuppbyggingar þau gjörbreytast. Nú er þetta allt í einu raunhæft að vera með ýmis konar útflutning. Það er líka raunhæft að vera í alls kyns þróunarvinnu sem að þú þarft að sinna í útlöndum en þú getur auðveldar pendlað á milli.“ Þessi flugvél, hún er núna hingað komin. Hún fær litla hvíld? „Það er bara af stað á fimmtudaginn til Kaupmannahafnar.“ Allt fullt í þá vél? „Já, ég held að svo muni vera.“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson og annað starfsfólk Niceair á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Og mikil tilhlökkun væntanlega? „Já, það er mikil tilhlökkun hjá öllum. Þetta er stór hópur sem hefur staðið á bak við félagið. Við erum ánægð með þessa breiðsíðu af stuðningi sem við höfum fengið.“
Fréttir af flugi Niceair Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17 Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31 Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31 „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17
Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31
Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31
„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11
Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37