Viðskipti innlent

Fossar nýr fjár­festingar­banki

Eiður Þór Árnason skrifar
Haraldur Þórðarsson, forstjóri Fossa fjárfestingabanka.
Haraldur Þórðarsson, forstjóri Fossa fjárfestingabanka. Fossar

Fossar markaðir hafa fengið starfsleyfi sem fjárfestingabanki hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og fengið nafnið Fossar fjárfestingarbanki hf. Fossar voru stofnaðir árið 2015 og þjónusta innlenda og erlenda fjárfesta á sviði markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og eignastýringar.

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa fjárfestingarbanka, segir í tilkynningu að áfanginn feli í sér aukin umsvif á fjármálamarkaði og fjölgun tækifæra til að þjónusta viðskiptavini. Með nýja starfsleyfinu geti fyrirtækið boðið upp á viðtækari þjónustu, meðal annars með auknum heimildum til útlána og aukinni getu til framvirkra viðskipta með verðbréf og gjaldeyri.

„Þá opnar starfsleyfið á möguleika Fossa til að starfrækja viðskiptavakt með skráða fjármálagerninga, þar á meðal með ríkisskuldabréf. Við leggjum enn fremur mikla áherslu á áframhaldandi uppbyggingu eignastýringar og fjárfestingaráðgjafar þar sem alþjóðlegt vöruframboð okkar er í sérflokki,” er haft eftir Haraldi í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Fossar markaðir að verða fjárfestingabanki

Íslenska verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir eru að færa út kvíarnar í starfsemi sinni og stefna nú að því að verða fjárfestingabanki. Samkvæmt heimildum Innherja skilaði félagið þannig nýlega inn umsókn til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands þar sem óskað var eftir því að fá starfsleyfi sem fjárfestingabanki.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×