Nýir eigendur Galtalækjar taka því rólega en stefna á deiliskipulagningu Árni Sæberg skrifar 2. júní 2022 11:09 Nýir eigendur Galtalækjar munu að öllum líkindum ekki hafa mikil not fyrir aðalþjónustuhúsið á gamla tjaldsvæðinu. vísir/óttar Vinjar ehf., félag í eigu nokkurra fjárfesta, hefur gengið frá kaupum á Galtalækjarskógi og hluta af Merkihvolslandi, sem liggur austur af skóginum. Stjórnarformaður félagsins segir stefnuna fyrst og fremst vera að koma svæðinu í sómasamlegt ástand. Sem stendur eru engin frekari áform um nýtingu landsins. Skúli K. Skúlason, stjórnarformaður og einn eigenda Vinja ehf., segist hafa gengið um með hugmyndina að kaupum á Galtalækjarlandinu í maganum í lengri tíma, í samtali við Vísi. Hann segir að svæðið hafi verið í niðurníðslu lengi og að hann ásamt góðum hópi af fólki hafi ákveðið að bjarga svæðinu en margir eiga góðar minningar af útilegum og útihátíðum á svæðinu. Skúli segir að svæðið í núverandi mynd sé jafnvel hættulegt en leiksvæði eru til að mynda í mikilli niðurníðslu. Leiktæki í niðurníðslu geta verið börnum hættuleg.vísir/óttar Skúli segir fyrsta verk á dagskrá vera að hreinsa svæðið og selja eða jafnvel gefa ýmis smáhýsi á borð við salernisaðstöður og verslunarkofa. Þá er stefnt að því að gera upp gistiheimilið Lönguhlíð, sem hann segir þó að sé í sæmilegu ástandi. Fyrsta mál á dagskrá er að koma Lönguhlíð í stand.vísir/óttar „Svo ætlum við, það er ekkert launungarmál, að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í samstarfi við sveitarfélagið, þetta eru 84 hektarar. En það er alveg ljóst að það er engin græðgishyggja í þessu, við erum ekkert að fara að lúsnýta þetta. Við ætlum að fallega og gera þetta vel þannig að þetta verði öllum til sóma,“ segir Skúli. Landið er nokkuð víðáttumikið.vísir/óttar Kaupverðið liggur ekki fyrir en Skúli segir að fjárfestahópurinn sé nægilega stór til að fjárfestingin sé ekki mjög stór fyrir hvern og einn. Árið 2021 setti þrotabú Steingríms Wernerssonar landið á sölu fyrir tvö hundruð milljónir króna. Lítil sumarhúsabyggð er á svæðinu en Skúli segir að nýjir eigendur hafi átt gott samtal við eigendur sumarhúsana, sem öll eru á leigulóðum. Hann segir alla leigusamninga gilda til minnst tíu ára til viðbótar og að staðan verði metin á ný að þeim liðnum. Stefna ekki að útíhátíðahaldi Þegar Galtalækur gengur kaupum og sölum kemur einungis ein spurning upp í huga flestra, verður útihátíðin í Galtalæk endurreist. Skúli svarar þeirri spurningu neitandi. „Þú veist hvernig þetta er í dag, reglugerðarverkið er orðið svo svakalegt að það stendur ekkert undir neinu að gera þetta, þú þarft að uppfylla svo rosalega margt. Þannig að þó það væri gaman að gera eitthvað svona þá erum við bara ekkert í þessu, og við erum ekki tilbúnir að vera einhverjir sjálfboðaliðar,“ segir Skúli. Ófáir muna eftir því að skemmta sér á balli í Heklu.vísir/óttar Rangárþing ytra Tjaldsvæði Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
Skúli K. Skúlason, stjórnarformaður og einn eigenda Vinja ehf., segist hafa gengið um með hugmyndina að kaupum á Galtalækjarlandinu í maganum í lengri tíma, í samtali við Vísi. Hann segir að svæðið hafi verið í niðurníðslu lengi og að hann ásamt góðum hópi af fólki hafi ákveðið að bjarga svæðinu en margir eiga góðar minningar af útilegum og útihátíðum á svæðinu. Skúli segir að svæðið í núverandi mynd sé jafnvel hættulegt en leiksvæði eru til að mynda í mikilli niðurníðslu. Leiktæki í niðurníðslu geta verið börnum hættuleg.vísir/óttar Skúli segir fyrsta verk á dagskrá vera að hreinsa svæðið og selja eða jafnvel gefa ýmis smáhýsi á borð við salernisaðstöður og verslunarkofa. Þá er stefnt að því að gera upp gistiheimilið Lönguhlíð, sem hann segir þó að sé í sæmilegu ástandi. Fyrsta mál á dagskrá er að koma Lönguhlíð í stand.vísir/óttar „Svo ætlum við, það er ekkert launungarmál, að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í samstarfi við sveitarfélagið, þetta eru 84 hektarar. En það er alveg ljóst að það er engin græðgishyggja í þessu, við erum ekkert að fara að lúsnýta þetta. Við ætlum að fallega og gera þetta vel þannig að þetta verði öllum til sóma,“ segir Skúli. Landið er nokkuð víðáttumikið.vísir/óttar Kaupverðið liggur ekki fyrir en Skúli segir að fjárfestahópurinn sé nægilega stór til að fjárfestingin sé ekki mjög stór fyrir hvern og einn. Árið 2021 setti þrotabú Steingríms Wernerssonar landið á sölu fyrir tvö hundruð milljónir króna. Lítil sumarhúsabyggð er á svæðinu en Skúli segir að nýjir eigendur hafi átt gott samtal við eigendur sumarhúsana, sem öll eru á leigulóðum. Hann segir alla leigusamninga gilda til minnst tíu ára til viðbótar og að staðan verði metin á ný að þeim liðnum. Stefna ekki að útíhátíðahaldi Þegar Galtalækur gengur kaupum og sölum kemur einungis ein spurning upp í huga flestra, verður útihátíðin í Galtalæk endurreist. Skúli svarar þeirri spurningu neitandi. „Þú veist hvernig þetta er í dag, reglugerðarverkið er orðið svo svakalegt að það stendur ekkert undir neinu að gera þetta, þú þarft að uppfylla svo rosalega margt. Þannig að þó það væri gaman að gera eitthvað svona þá erum við bara ekkert í þessu, og við erum ekki tilbúnir að vera einhverjir sjálfboðaliðar,“ segir Skúli. Ófáir muna eftir því að skemmta sér á balli í Heklu.vísir/óttar
Rangárþing ytra Tjaldsvæði Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira