Fleiri fréttir

Líklega mesta loðnuveiði sögunnar
Börkur NK sem gerir út frá Seyðisfirði landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverkmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær. Verksmiðjustjóri segir þetta stærsta loðnufarm sem hann hafi heyrt um.

Allt að tólf milljóna veitingastyrkur í boði
Eigendur ákveðinna veitingastaða geta átt rétt að allt að tólf milljóna veitingastyrk til að mæta áhrifum sem samkomutakmarkanir hafa haft á rekstur þeirra.

Segir veitingaaðilum létt með óbreyttum reglum og styrkjum
Reglur hvað varða veitingastaði hér á landi eru nokkurn veginn óbreyttar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta mikinn létti fyrir veitingahúsaeigendur og hótelrekendur sem hafi verið farnir að reikna með enn harðarði takmörkunum.

Meiri neysla við hápunkt faraldursins en árið 2019
Kortavelta innlendra greiðslukorta jókst um 14% í desember miðað við sama mánuð árið 2020. Kortavelta Íslendinga erlendis nam tæplega 18 milljörðum króna og jókst um 90% milli ára miðaða við fast gengi.

Gert að greiða skatt af 27 milljóna króna sölu á Bitcoin
Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um að felld verði úr gildi ákvörðun ríkisskattstjóra að færa 27 milljóna króna sölu hans á Bitcoin til skattskyldra tekna.

Teitur dæmdur fyrir skattsvik
Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, hefur hlotið fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Honum ber einnig að greiða rúmlega fimmtán milljón króna sekt innan fjögurra vikna, ella fara í fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í gær.

Spá hjaðnandi verðbólgu
Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að vísitala neysluverðs lækki um 0,2% í janúar og tólf mánaða verðbólga mælist 5,0% í janúar. Hún var 5,1% í desember.

Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu
Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu.

Skipaður skrifstofustjóri kjara- og mannauðssýslu ríkisins
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að skipa Jökul Heiðdal Úlfsson í embætti skrifstofustjóra kjara- og mannauðssýslu ríkisins, sem fer með vinnuveitendahlutverk fyrir ríkið í heild. Skipunin er til fimm ára.

Bein útsending: Skattadagurinn 2022
Hinn árlegi Skattadagur Viðskiptaráðs, Deloitte og Samtaka atvinnulífsins fer fram í dag og hefst dagskrá í beinu streymi klukkan 9.

Íslenskur áhættureiknir hjálpar milljónum Bandaríkjamanna að koma í veg fyrir blindu
Íslenska sprotafyrirtækið Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin (ADA) hafa gert með sér samkomulag um að gera RetinaRisk áhættureikninn, sem reiknar út áhættu fólks með sykursýki á sjónskerðandi augnsjúkdómum, aðgengilegan almenningi í Bandaríkjunum.

Veittu manni óleyfilegan aðgang að bankareikningum
Landsbankinn braut í bága við lög um persónuvernd þegar faðir fékk sjálfkrafa áframhaldandi lesaðgang að tveimur bankareikningum dóttur sinnar eftir að hún varð sjálfráða.

Jón Friðrik tekur við af Sigmari sem framkvæmdastjóri Hlöllabáta
Jón Friðrik Þorgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. Hann tekur við stöðunni af Sigmari Vilhjálmssyni. Hlöllabátar reka samnefnda keðju ásamt veitingastaðnum Barion í Mosfellsbæ.

Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið
Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada.

Taktikal tryggir sér 260 milljóna fjármögnun og sækir út fyrir landsteinanna
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Taktikal hefur tryggt sér 260 milljóna króna fjármögnun frá Brunni vaxtarsjóði II sem stýrt er af Brunni Ventures. Fjármagnið verður nýtt til að efla vöruþróun og sækja á erlenda markaði.

MS fækkar og skiptir út skeiðum í kjölfar óánægju
Mjólkursamsalan hefur ákveðið að hætta að setja skeiðar og plastlok með vissum tegundum af skyri til að draga úr plast- og umbúðamagni. Þá verður skeiðum á öðrum vörum skipt út fyrir nýjar til að bregðast við óánægju viðskiptavina.

Revolut Bank opnar á Íslandi
Breska fjártæknifyrirtækið Revolut hefur opnað bankastarfsemi sína fyrir Íslendingum og starfar nú á Íslandi undir evrópsku bankaleyfi.

Atvinnuleysi staðið í stað en spá aukningu í janúar
Skráð atvinnuleysi var 4,9% í desember og var óbreytt frá nóvember. Alls fjölgaði atvinnulausum að meðaltali um 74 frá nóvembermánuði.

Selja allar sínar veraldlegu eigur og byrja á núllpunkti
Guðmundur Aðalsteinn Þorvarðarson og Vilhjálmur Jón Guðjónsson hafa ákveðið að loka blómabúðinni Barónessunni á Barónsstíg eftir tveggja ára rekstur. Þeir ætla að skilja við allt sitt veraldlega á þessu ári og njóta lífsins, við hvað er þó enn óvíst.

Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar
Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið.

Hæstiréttur tekur mál Arion banka gegn þrotabúi WOW air ekki fyrir
Hæstiréttur féllst ekki á málskotsbeiðni Arion banka sem vildi fá að áfrýja deilu við þrotabú flugfélagsins um fjármuni sem lagðir voru inn á reikning Wow air eftir að flugfélagið varð gjaldþrota.

Þurrkatíð bítur í vatnsbúskap Landsvirkjunar
Þurrkatíð síðustu tveggja hausta hefur gert það að verkum að staðan á vatnskúskap Landsvirkjunar hefur ekki verið lakari í sjö ár. Staða miðlunarlóna er lág, sérstaklega á Þjórsársvæðinu.

Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi
Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi.

Ekki þurft að fljúga tómum vélum vegna reglna ESB
Nýverið greindi Lufthansa Group frá því að samstæðan sæi fram á fljúga minnst átján þúsund flugferðir í vetur sem það myndi undir eðlilegum kringumstæðum vilja fella niður vegna fárra farþega.

Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Icelandair
Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair Group. Einnig hefur Rakel Óttarsdóttir verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá félaginu.

Sylvía hættir hjá Origo
Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu.

Jón Trausti tekur við vatns- og fráveitu Veitna
Jón Trausti Kárason hefur verið ráðinn forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum.

Maríanna ráðin leiðtogi breytinga hjá Landsneti
Maríanna Magnúsdóttir hefur verið ráðin leiðtogi breytinga hjá Landsneti.

Ráðin mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar
Kristín Sigrún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar.

Leita til Hæstaréttar og starfa áfram í greiðsluskjóli
Allrahanda GL, sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line, hyggst leggja fram beiðni um kæruleyfi til Hæstaréttar eftir að Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu nauðasamnings félagsins. Á meðan á því ferli stendur frestast rétttaráhrif úrskurðar Landsréttar og heldur Allrahanda GL því áfram rekstri í greiðsluskjóli.

Keyptu Reykjavík Makeup School
Förðunarfræðingarnir Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir hafa tekið yfir rekstur Reykjavík Makeup School að fullu en þær komu upphaflega inn í rekstur hans sem meðeigendur 2020.

Marta Rós, Sigurður Ingi og Sólveig nýir stjórnendur hjá Orkustofnun
Marta Rós Karlsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri sjálfbærrar auðlindanýtingar hjá Orkustofnun, Sigurður Ingi Friðleifsson sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar og Sólveig Skaptadóttir samskiptastjóri stafrænnar miðlunar.

BPO braut lög við innheimtu smálánakrafna
BPO Innheimta ehf. braut gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum vorið 2021. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem hefur gert athugun á starfsháttum fyrirtækisins.

Ágúst ráðinn sérfræðingur í forvörnum hjá Verði
Ágúst Mogensen hefur verið ráðinn í nýtt starf sérfræðings í forvörnum hjá tryggingafélaginu Verði.

Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði
Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum.

Fyrst orðið svart ef það verður skortur á hamborgurum
Veitingaðurinn Yuzu á Hverfisgötu mun ekki opna dyr sínar fyrir hungruðum gestum í dag vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Sömu sögu er af segja af Hamborgarafabrikkunni en þar verður lokað vegna sóttkvíar starfsmanna næstu daga, bæði á Höfðatorgi og í Kringlunni.

Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi
Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu.

Sigríður frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins til Landsbankans
Sigríður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem mannauðsstjóri Landsbankans. Hún tekur við af Baldri Gísla Jónssyni í byrjun febrúar en hann hefur gegnt stöðunni undanfarin ellefu ár.

Um fimm hundruð manns sagt upp í hópuppsögnum á síðasta ári
Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember 2021.

Rúmur þriðjungur beri illa skuldir sínar
Umtalsverðar skammtímaskuldir hafa safnast upp hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og í árslok 2020 voru þær allt að 25 milljarðar króna umfram það sem eðlilegt var. Erfitt getur reynst að vinna á þessum skuldum nema með frekari lántöku eða nýju eigin fé.

Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á
1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi.

Gátu ekki beðið lengur og keyptu nýbyggingu Fiskmarkaðsins
Arctic Oddi ehf., dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum, hefur keypt nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu í Bolungarvík. Hyggst félagið koma upp laxasláturhúsi í byggingunni.

Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri
Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020.

Öll fyrirtækin nema eitt í Kauphöllinni hækkuðu árið 2021
Verð á bréfum í Arion banka tvöfaldaðist árið 2021. Bréf í öllum fyrirtækjum í Kauphöllinni gáfu á bilinu tíu til hundrað prósent ávöxtun. Verð á bréfum Solid Clouds lækkaði um fjórðung.

Friðrik ráðinn framkvæmdastjóri nýrrar Sviðlistamiðstöðvar
Friðrik Friðriksson, leikari og framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sviðslistamiðstöðvar Íslands og hefur hann störf 1.febrúar næstkomandi.