Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu.
Þetta segir í tilkynningu en Sylvía hóf störf hjá Origo í ársbyrjun 2021 og hefur setið í framkvæmdastjórn félagsins.
Sylvía mun vera við störf hjá Origo fram í mars 2022.
Haft er eftir Jóni Björnssyni forstjóra Origo, að undanfarið ár hafi Sylvía verið einn af lykilstarfsmönnum Origo og verið virkur þáttakandi í stefnumótun og rekstri Origo. „Það er eftirsjá af Sylvíu en við þökkum fyrir frábært samstarf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.“
Sylvía Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo og tekur hún sæti í framkvæmdastjórn félagsins.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.