Viðskipti innlent

Sylvía hættir hjá Origo

Atli Ísleifsson skrifar
Sylvía Kristín Ólafsdóttir.
Sylvía Kristín Ólafsdóttir. Origo

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu.

Þetta segir í tilkynningu en Sylvía hóf störf hjá Origo í ársbyrjun 2021 og hefur setið í framkvæmdastjórn félagsins. 

Sylvía mun vera við störf hjá Origo fram í mars 2022.

Haft er eftir Jóni Björnssyni forstjóra Origo, að undanfarið ár hafi Sylvía verið einn af lykilstarfsmönnum Origo og verið virkur þáttakandi í stefnumótun og rekstri Origo. „Það er eftirsjá af Sylvíu en við þökkum fyrir frábært samstarf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.“

Sylvía kom til Origo frá Icelandair.


Tengdar fréttir

Sylvía frá Icelandair til Origo

Sylvía Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo og tekur hún sæti í framkvæmdastjórn félagsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×