Spá hjaðnandi verðbólgu Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2022 11:57 Verð á mat- og drykkjavörum hækkaði um 0,7% milli nóvember og desember samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að vísitala neysluverðs lækki um 0,2% í janúar og tólf mánaða verðbólga mælist 5,0% í janúar. Hún var 5,1% í desember. Telur Greining Íslandsbanka að verðbólga muni hjaðna jafnt og þétt á þessu ári og vera við 2,5% markmið Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs. Landsbankinn spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og hækki síðan um 0,3% í mars og apríl. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 4,3% í apríl en verðbólga án húsnæðis 2,8%. Að sögn bankanna munu árstíðabundnar útsölur að venju hafa áhrif á verðlagsþróunina í janúar en á móti komi hinar ýmsu hækkanir á gjaldskrám og opinberum gjöldum. Þá hafi verð á mat og drykkjarvörum farið hækkandi. Landsbankinn spáir því að útsölur á fötum og skóm annars vegar og húsgögnum og heimilisbúnaði hins vegar muni leiða til 0,58% lækkunar á vísitölu neysluverðs. Samkvæmt mælingum Íslandsbanka lækka húsgögn og heimilisbúnaður um 3,8% í janúar og fatnaður og skór um 6,1%. Telur bankinn að samanlögð áhrif þessara tveggja liða á vísitölu neysluverðs verði 0,58% til lækkunar. Greining Íslandsbanka segir að húsnæðisliðurinn vegi enn þungt til hækkunar í vísitölu neysluverðs en húsnæðisverð hækkaði skarpt á seinasta ári. „Í síðasta mánuði hækkaði reiknaða húsaleigan um 0,6% sem er hægari hækkun en verið hefur lengst af á síðasta ári. Við spáum svipuðum hækkunartakti í janúar og teljum að reiknaða húsaleigan hækki um 0,7% milli mánaða. Hugsanlega eru hér merki um að farið sé að hægja á hækkunartaktinum á íbúðamarkaðnum,“ segir í samantekt Íslandsbanka. Ýmsir mælikvarðar bendi þó til þess að eftirspurn á íbúðamarkaði sé enn með mesta móti. Framboð íbúða er lítið, sölutími stuttur og margar íbúðir seljast yfir ásettu verði. Verðlag Tengdar fréttir Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. 13. janúar 2022 10:35 Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. 21. desember 2021 13:01 Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. 21. desember 2021 09:51 Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Telur Greining Íslandsbanka að verðbólga muni hjaðna jafnt og þétt á þessu ári og vera við 2,5% markmið Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs. Landsbankinn spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og hækki síðan um 0,3% í mars og apríl. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 4,3% í apríl en verðbólga án húsnæðis 2,8%. Að sögn bankanna munu árstíðabundnar útsölur að venju hafa áhrif á verðlagsþróunina í janúar en á móti komi hinar ýmsu hækkanir á gjaldskrám og opinberum gjöldum. Þá hafi verð á mat og drykkjarvörum farið hækkandi. Landsbankinn spáir því að útsölur á fötum og skóm annars vegar og húsgögnum og heimilisbúnaði hins vegar muni leiða til 0,58% lækkunar á vísitölu neysluverðs. Samkvæmt mælingum Íslandsbanka lækka húsgögn og heimilisbúnaður um 3,8% í janúar og fatnaður og skór um 6,1%. Telur bankinn að samanlögð áhrif þessara tveggja liða á vísitölu neysluverðs verði 0,58% til lækkunar. Greining Íslandsbanka segir að húsnæðisliðurinn vegi enn þungt til hækkunar í vísitölu neysluverðs en húsnæðisverð hækkaði skarpt á seinasta ári. „Í síðasta mánuði hækkaði reiknaða húsaleigan um 0,6% sem er hægari hækkun en verið hefur lengst af á síðasta ári. Við spáum svipuðum hækkunartakti í janúar og teljum að reiknaða húsaleigan hækki um 0,7% milli mánaða. Hugsanlega eru hér merki um að farið sé að hægja á hækkunartaktinum á íbúðamarkaðnum,“ segir í samantekt Íslandsbanka. Ýmsir mælikvarðar bendi þó til þess að eftirspurn á íbúðamarkaði sé enn með mesta móti. Framboð íbúða er lítið, sölutími stuttur og margar íbúðir seljast yfir ásettu verði.
Verðlag Tengdar fréttir Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. 13. janúar 2022 10:35 Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. 21. desember 2021 13:01 Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. 21. desember 2021 09:51 Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. 13. janúar 2022 10:35
Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. 21. desember 2021 13:01
Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. 21. desember 2021 09:51