Rúmur þriðjungur beri illa skuldir sínar Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 12:15 Gosið í Geldingadölum dró marga ferðamenn að á síðasta ári. KMU Umtalsverðar skammtímaskuldir hafa safnast upp hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og í árslok 2020 voru þær allt að 25 milljarðar króna umfram það sem eðlilegt var. Erfitt getur reynst að vinna á þessum skuldum nema með frekari lántöku eða nýju eigin fé. Þetta segir í nýrri greiningu KPMG á fjárhagsstöðu ferðaþjónustunnar sem unnin var fyrir Ferðmálastofu. Þá er það sagt brýnt að reyna að finna lausn á skuldavandanum. Fram kemur í skýrslunni, sem byggir á ársreikningum ferðaþjónustufyrirtækja, að eigið fé þeirra hafi lækkað um 35 milljarða króna árið 2020 þegar mörg glímdu við tekjuhrun. Ferðaþjónustufyrirtækjum hafi þó tekist að aðlaga sig með því að lækka kostnað og úrræði stjórnvalda skipt miklu í þeirri aðlögun. Um þriðjungur fyrirtækja í ferðaþjónustu skilaði jákvæðri rekstrarafkomu árið 2020. Að sögn KPMG er hlutfall vaxtaberandi skulda miðað við afkomu of hátt í greininni og áætlað að um 800 félög af 2.200 beri illa skuldir sínar í árslok 2021 miðað við afkomu rekstrar árið 2019. Fjallað er um greininguna á vef Ferðamálastofu en hún nær ekki til fyrirtækja í flugtengdri starfsemi. Eiginfjárhlutfall hélt áfram að lækka í fyrra Þegar horft er til reksturs á árinu 2021 sást fjölgun ferðamanna á þriðja ársfjórðungi eftir heldur dræma mánuði fyrri hluta árs. Aftur dró úr komu ferðamanna þegar faraldurinn fór í vöxt hér á landi og erlendis. Ferðamenn voru um 690 þúsund í fyrra en meðaldvalarlengd jókst og var tæplega 20% lengri en árið 2019. Eiginfjárhlutfall ferðaþjónustufyrirtækja utan flugs lækkaði úr 19% í árslok 2020 í 12% í árslok 2021. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að skýrslan sýni að staðan sé erfið en fyrirtækin hafi sýnt sveigjanleika og náð að aðlaga reksturinn að breyttum forsendum. „Það þarf að skoða hvort gera megi ráð fyrir að afkoma greinarinnar á næstu árum geti staðið undir skuldsetningu og þeirri fjárfestingu sem mun þurfa að eiga sér stað á komandi árum. Viðspyrna greinarinnar þarf að verða möguleg,“ segir hann í tilkynningu. Byrjað að halla undan fæti eftir fall WOW Benedikt Magnússon, sviðsstjóri ráðgjafasviðs KPMG segir að staða ferðaþjónustunnar hafi verið byrjuð að þrengjast árið 2019, áður en faraldurinn skall á. „Það má því segja að fyrirtæki hafi að einhverju leyti farið inn í faraldurinn með uppsöfnuð vandamál eins og háa skuldastöðu og minnkandi framlegð. Stuðningsaðgerðir stjórnvalda hafa án efa forðað mörgum félögum frá gjaldþroti en nú þegar loksins dregur úr mestu óvissunni vegna COVID þurfa fyrirtæki að horfast í augu við stöðuna. Það eru ýmsir möguleikar til að bregðast við stöðunni, og einhver þeirra geta mögulega selt frá sér eignir sem nýta má með öðrum hætti en fyrir ferðaþjónustu, til dæmis hótel og gistirými.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ljós við enda ganganna í ferðaþjónustu en skuldirnar mesta áhyggjuefnið Tekjur ferðaþjónustu eru áætlaðar um 240 milljarðar króna árið 2021 en tæplega 700 þúsund ferðamenn sóttu landið heim á árinu. Tap greinarinnar er talið nema um 24 milljörðum króna eftir skatta árið 2021. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Þetta segir í nýrri greiningu KPMG á fjárhagsstöðu ferðaþjónustunnar sem unnin var fyrir Ferðmálastofu. Þá er það sagt brýnt að reyna að finna lausn á skuldavandanum. Fram kemur í skýrslunni, sem byggir á ársreikningum ferðaþjónustufyrirtækja, að eigið fé þeirra hafi lækkað um 35 milljarða króna árið 2020 þegar mörg glímdu við tekjuhrun. Ferðaþjónustufyrirtækjum hafi þó tekist að aðlaga sig með því að lækka kostnað og úrræði stjórnvalda skipt miklu í þeirri aðlögun. Um þriðjungur fyrirtækja í ferðaþjónustu skilaði jákvæðri rekstrarafkomu árið 2020. Að sögn KPMG er hlutfall vaxtaberandi skulda miðað við afkomu of hátt í greininni og áætlað að um 800 félög af 2.200 beri illa skuldir sínar í árslok 2021 miðað við afkomu rekstrar árið 2019. Fjallað er um greininguna á vef Ferðamálastofu en hún nær ekki til fyrirtækja í flugtengdri starfsemi. Eiginfjárhlutfall hélt áfram að lækka í fyrra Þegar horft er til reksturs á árinu 2021 sást fjölgun ferðamanna á þriðja ársfjórðungi eftir heldur dræma mánuði fyrri hluta árs. Aftur dró úr komu ferðamanna þegar faraldurinn fór í vöxt hér á landi og erlendis. Ferðamenn voru um 690 þúsund í fyrra en meðaldvalarlengd jókst og var tæplega 20% lengri en árið 2019. Eiginfjárhlutfall ferðaþjónustufyrirtækja utan flugs lækkaði úr 19% í árslok 2020 í 12% í árslok 2021. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að skýrslan sýni að staðan sé erfið en fyrirtækin hafi sýnt sveigjanleika og náð að aðlaga reksturinn að breyttum forsendum. „Það þarf að skoða hvort gera megi ráð fyrir að afkoma greinarinnar á næstu árum geti staðið undir skuldsetningu og þeirri fjárfestingu sem mun þurfa að eiga sér stað á komandi árum. Viðspyrna greinarinnar þarf að verða möguleg,“ segir hann í tilkynningu. Byrjað að halla undan fæti eftir fall WOW Benedikt Magnússon, sviðsstjóri ráðgjafasviðs KPMG segir að staða ferðaþjónustunnar hafi verið byrjuð að þrengjast árið 2019, áður en faraldurinn skall á. „Það má því segja að fyrirtæki hafi að einhverju leyti farið inn í faraldurinn með uppsöfnuð vandamál eins og háa skuldastöðu og minnkandi framlegð. Stuðningsaðgerðir stjórnvalda hafa án efa forðað mörgum félögum frá gjaldþroti en nú þegar loksins dregur úr mestu óvissunni vegna COVID þurfa fyrirtæki að horfast í augu við stöðuna. Það eru ýmsir möguleikar til að bregðast við stöðunni, og einhver þeirra geta mögulega selt frá sér eignir sem nýta má með öðrum hætti en fyrir ferðaþjónustu, til dæmis hótel og gistirými.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ljós við enda ganganna í ferðaþjónustu en skuldirnar mesta áhyggjuefnið Tekjur ferðaþjónustu eru áætlaðar um 240 milljarðar króna árið 2021 en tæplega 700 þúsund ferðamenn sóttu landið heim á árinu. Tap greinarinnar er talið nema um 24 milljörðum króna eftir skatta árið 2021. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Ljós við enda ganganna í ferðaþjónustu en skuldirnar mesta áhyggjuefnið Tekjur ferðaþjónustu eru áætlaðar um 240 milljarðar króna árið 2021 en tæplega 700 þúsund ferðamenn sóttu landið heim á árinu. Tap greinarinnar er talið nema um 24 milljörðum króna eftir skatta árið 2021. 4. janúar 2022 11:01