Fleiri fréttir

Héraðs­dómur hafnaði nauða­samningi Gray Line

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun að staðfesta nauðasamning Allrahanda GL ehf. sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Félagið hyggst áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því á seinasta ári.  

Ráðin til að styrkja fjár­stýringu fyrir­tækisins

Samkaup hafa ráðið þrjú í störf lausnastjóra, áhættu- og lausafjárstjóra og launasérfræðings. Markmiðið með ráðningum er sagt vera að styrkja fjárstýringu hjá Samkaupum en verslanir fyrirtækisins veltu ríflega 40 milljörðum króna á síðasta ári.

Bæta í siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam

Smyril Line hefur ákveðið að bæta skipi við áætlunasiglingar til Þorlákshafnar og þar með stórauka þjónustuna við út- og innflytjendur á Íslandi og í Færeyjum. Nýja vöruflutningaferjan M/V Akranes mun þjónusta nýju áætlunina.

Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið

Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019.

„Verslunin hefur færst heim“

Erlend verslun hefur dregist saman um tvö þriðju síðustu ár meðan sú innlenda hefur aukist talsvert. Innlend fataverslun á netinu þrefaldaðist á síðasta ári og sú erlenda jókst um helming. Verslunin hefur færst heim segir framkvæmdastjóri Kringlunnar.

Svansí flogin til Icelandair

Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir hefur verið ráðinn vörustjóri auglýsingatekna hjá Icelandair. Hún upplýsir um vistaskipti sín á Facebook.

Heimila samruna Marels og Völku

Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Marels og Völku. Á annan tug athugasemda bárust eftirlitinu vegna málsins og töldu keppinautar fyrirtækjanna að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu og einokunarstöðu á vissum mörkuðum.

Róbert Wessman stækkar vínveldið

Róbert Wessman hefur stækkað vínveldi sitt en hann hefur gengið frá kaupum á 45 hektara vínekru í Frakklandi. Fyrir á Róbert vínekru í Périgord Pourpre og rekur hann vínframleiðsluna Maison Wessman. 

Frá Arion banka til Creditin­fo

Vilhjálmur Þór Svansson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustu- og lögfræðisviðs Creditinfo á Íslandi. Vilhjálmur Þór kemur til Creditinfo frá Arion banka þar sem hann hefur starfað frá árinu 2011.

Icelandair ræður þrjá nýja stjórn­endur til starfa

Guðný Halla Hauksdóttir, Hákon Davíð Halldórsson og Jóhann Valur Sævarsson hafa verið ráðin til Icelandair sem nýja stjórnendur til að efla enn frekar þjónustu við farþega sem og stafræna þróun.

Forysta kvenna á Íslandi kynnt í dag

Í dag klukkan 15 verður haldin málstofa þar sem kynntar verða rannsóknir um forystu kvenna á Íslandi og fjárfestingar með kynjagleraugum skoðaðar.

Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn

Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum.

Íslandsbanki hagnaðist um 7,6 milljarða

Íslandsbanki hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi og hefur afkoma bankans ekki verið betri í fimm ár. Til samanburðar hagnaðist Íslandsbanki um 3,4 milljarða á sama tíma í fyrra.

Lands­bankinn hagnast um 7,5 milljarða

Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2021 var 7,5 milljarðar króna. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var jákvæð um 21,6 milljarða króna samanborið við 699 milljónir á sama tímabili árið 2020.

Vera, Vilborg og Áslaug til UN Women

UN Women á Íslandi hefur ráðið þrjár nýjar starfskonur til samtakanna; Vilborgu Önnu Garðarsdóttur, Veru Líndal Guðnadóttur og Áslaugu Ármannsdóttur.

Nanna Kristjana nýr fram­kvæmda­stjóri Keilis

Nanna Kristjana Traustadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Keilis. Hún hefur verið settur framkvæmdastjóri frá ágúst 2021 vegna leyfis fráfarandi framkvæmdastjóra.

Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip

Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið.

Arion banki hagnaðist um 8,2 milljarða króna

Arion banki hagnaðist um 8.238 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 17,0% á fjórðungnum samanborið við 8,3% á sama tímabili í fyrra.

Húsnæðisverð hækkaði meira en spár gerðu ráð fyrir

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist nú 4,5 prósent. Þetta er mesta verðbólga á árinu frá því í apríl þegar hún mældist 4,6%. Verðbólgan er að miklu leyti til knúin áfram af miklum hækkunum á íbúðaverði að því er kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Vilja grænan sprota­garð í byggingar Norður­áls í Helgu­vík

Til stendur að reisa grænan sprotagarð á iðnaðarsvæðinu í Helguvík og nýta til þess byggingar Norðuráls. Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við fyrirtæki á Reykjanesi hugar nú að undirbúningi sprotagarðsins sem hefur hlotið vinnuheitið Reykjanesklasinn.

Rekstrar­af­gangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi

Síminn hagnaðist um 1.057 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1.014 milljónir á sama tímabili árið 2020. Um er að ræða 4,2% aukningu milli ára en tekjur drógust saman og námu 6.381 milljónum króna samanborið við 6.420 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020.

Sjá næstu 50 fréttir