Bæta í siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2021 10:46 Skipið mun sigla til og frá Þorlákshöfn. Vísir/vilhelm Smyril Line hefur ákveðið að bæta skipi við áætlunasiglingar til Þorlákshafnar og þar með stórauka þjónustuna við út- og innflytjendur á Íslandi og í Færeyjum. Nýja vöruflutningaferjan M/V Akranes mun þjónusta nýju áætlunina. Skipið mun sigla frá Íslandi á miðvikudagskvöldum til Rotterdam og frá Rotterdam á laugardagskvöldi með komu snemma á miðvikudagsmorgni í Þorlákshöfn. Í dag þjónustar Smyril Line Íslandi með þremur skipum þ.e. með vöruflutningaferjunum Mykinesi til/frá Rotterdam, Mistral til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og farþega- og vöruflutningaferjunni Norrænu sem siglir til Seyðisfjarðar. Í tilkynningu frá Smyril Line segir að með tilkomu nýju ferjunnar opnist nýir möguleikar fyrir inn- og útflytjendur á Íslandi. „Við bjóðum uppá stuttan flutningstíma með útflutningsafurðir til Rotterdam með afhendingu í S-Evrópu á sunnudagskvöldum og um alla Evrópu aðfaranótt mánudags. Fyrir innflutning til Íslands getur þú skilað inn vöru í lok dags á föstudegi og fengið hana til þín á miðvikudegi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Þrjú skip til Þorlákshafnar „Við hefjum siglingar Akranes núna í nóvember og fyrsta lestun í Rotterdam verður þann 20 nóvember og vikulega upp úr því. Þetta er aukin og bætt þjónusta fyrir bæði inn- og útflytjendur enda hefur þessi flutningsaðferð þ.e.a.s. með svokölluðum RO/RO skipum sýnt sig að henta vel fyrir Ísland. Við verðum því með þrjú áætlunarskip í siglingum til/frá Þorlákshöfn. Mistral siglir til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og svo Mykines og Akranes frá Rotterdam. Norræna heldur áfram á Seyðisfirði að þjónusta norður og austurlandið,“ segir Linda Björk. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril Line Smyril Line á og rekur nú sex skip en þau eru Norræna, Mykines, Akranes, Mistral, Hvítanes og Eystnes. Akranes er systurskip Mykines, sem hefur reynst mjög vel í siglingum milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Tekur 100 vöruflutningavagna Akranes, sem hefur verið í eigu Smyril Line frá 2019 var byggt árið 1998 í UMOE skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið er 138 metra langt, 23 metra breitt, 10.000 tonn og tekur 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Í tilkynningunni frá Smyril Line segir að skipafélagið sé það eina sem bjóði upp á ferjuskipaflutninga á Norður Atlantshafi, eða svokallaða RO/RO (e. Roll On-Roll Off) vöruflutninga, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skipin. Það tryggi bæði vandaða og örugga vörumeðhöndlun, hvort sem um er að ræða frysti- eða kælitengivagna eða flutning á öðrum varningi, s.s. fólksbílum og stórum ökutækjum, sem þarf þá ekki að hífa um borð. Félagið hefur siglt með farþega til og frá Íslandi frá því það var stofnað árið 1982. Frá því að Norræna var tekin í notkun árið 2003 hefur félagið boðið íslenskum inn- og útflytjendum upp á RO/RO vöruflutninga. Þeir jukust umtalsvert 2009 þegar Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar allt árið. Enn frekari aukning varð á vöruflutningum félagsins til og frá Íslandi þegar vikulegar siglingar Mykines hófust í apríl 2017. Ölfus Samgöngur Skipaflutningar Tengdar fréttir Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar. 20. desember 2020 18:17 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Skipið mun sigla frá Íslandi á miðvikudagskvöldum til Rotterdam og frá Rotterdam á laugardagskvöldi með komu snemma á miðvikudagsmorgni í Þorlákshöfn. Í dag þjónustar Smyril Line Íslandi með þremur skipum þ.e. með vöruflutningaferjunum Mykinesi til/frá Rotterdam, Mistral til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og farþega- og vöruflutningaferjunni Norrænu sem siglir til Seyðisfjarðar. Í tilkynningu frá Smyril Line segir að með tilkomu nýju ferjunnar opnist nýir möguleikar fyrir inn- og útflytjendur á Íslandi. „Við bjóðum uppá stuttan flutningstíma með útflutningsafurðir til Rotterdam með afhendingu í S-Evrópu á sunnudagskvöldum og um alla Evrópu aðfaranótt mánudags. Fyrir innflutning til Íslands getur þú skilað inn vöru í lok dags á föstudegi og fengið hana til þín á miðvikudegi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Þrjú skip til Þorlákshafnar „Við hefjum siglingar Akranes núna í nóvember og fyrsta lestun í Rotterdam verður þann 20 nóvember og vikulega upp úr því. Þetta er aukin og bætt þjónusta fyrir bæði inn- og útflytjendur enda hefur þessi flutningsaðferð þ.e.a.s. með svokölluðum RO/RO skipum sýnt sig að henta vel fyrir Ísland. Við verðum því með þrjú áætlunarskip í siglingum til/frá Þorlákshöfn. Mistral siglir til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og svo Mykines og Akranes frá Rotterdam. Norræna heldur áfram á Seyðisfirði að þjónusta norður og austurlandið,“ segir Linda Björk. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril Line Smyril Line á og rekur nú sex skip en þau eru Norræna, Mykines, Akranes, Mistral, Hvítanes og Eystnes. Akranes er systurskip Mykines, sem hefur reynst mjög vel í siglingum milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Tekur 100 vöruflutningavagna Akranes, sem hefur verið í eigu Smyril Line frá 2019 var byggt árið 1998 í UMOE skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið er 138 metra langt, 23 metra breitt, 10.000 tonn og tekur 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Í tilkynningunni frá Smyril Line segir að skipafélagið sé það eina sem bjóði upp á ferjuskipaflutninga á Norður Atlantshafi, eða svokallaða RO/RO (e. Roll On-Roll Off) vöruflutninga, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skipin. Það tryggi bæði vandaða og örugga vörumeðhöndlun, hvort sem um er að ræða frysti- eða kælitengivagna eða flutning á öðrum varningi, s.s. fólksbílum og stórum ökutækjum, sem þarf þá ekki að hífa um borð. Félagið hefur siglt með farþega til og frá Íslandi frá því það var stofnað árið 1982. Frá því að Norræna var tekin í notkun árið 2003 hefur félagið boðið íslenskum inn- og útflytjendum upp á RO/RO vöruflutninga. Þeir jukust umtalsvert 2009 þegar Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar allt árið. Enn frekari aukning varð á vöruflutningum félagsins til og frá Íslandi þegar vikulegar siglingar Mykines hófust í apríl 2017.
Ölfus Samgöngur Skipaflutningar Tengdar fréttir Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar. 20. desember 2020 18:17 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar. 20. desember 2020 18:17
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent