Viðskipti innlent

Frá Arion banka til Creditin­fo

Atli Ísleifsson skrifar
Vilhjálmur Þór Svansson.
Vilhjálmur Þór Svansson. Aðsend

Vilhjálmur Þór Svansson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustu- og lögfræðisviðs Creditinfo á Íslandi. Vilhjálmur Þór kemur til Creditinfo frá Arion banka þar sem hann hefur starfað frá árinu 2011.

Í tilkynningu kemur fram að Vilhjálmur sé lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með réttindi héraðsdómslögmanns. 

„Hann er með próf í verðbréfaviðskiptum og hefur lokið CIPP/E vottun sem er staðfesting á sérfræðiþekkingu á persónuverndarreglugerð. Hann hefur starfað með starfshópi Samtaka fjármálafyrirtækja vegna innleiðingar á frumvarpi til laga um upplýsingar um sjálfbærni hjá fjármálafyrirtækjum og átt sæti í faghóp Stjórnvísi um persónuvernd.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×