Fleiri fréttir

Svansí flogin til Icelandair

Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir hefur verið ráðinn vörustjóri auglýsingatekna hjá Icelandair. Hún upplýsir um vistaskipti sín á Facebook.

Heimila samruna Marels og Völku

Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Marels og Völku. Á annan tug athugasemda bárust eftirlitinu vegna málsins og töldu keppinautar fyrirtækjanna að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu og einokunarstöðu á vissum mörkuðum.

Róbert Wessman stækkar vínveldið

Róbert Wessman hefur stækkað vínveldi sitt en hann hefur gengið frá kaupum á 45 hektara vínekru í Frakklandi. Fyrir á Róbert vínekru í Périgord Pourpre og rekur hann vínframleiðsluna Maison Wessman. 

Frá Arion banka til Creditin­fo

Vilhjálmur Þór Svansson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustu- og lögfræðisviðs Creditinfo á Íslandi. Vilhjálmur Þór kemur til Creditinfo frá Arion banka þar sem hann hefur starfað frá árinu 2011.

Icelandair ræður þrjá nýja stjórn­endur til starfa

Guðný Halla Hauksdóttir, Hákon Davíð Halldórsson og Jóhann Valur Sævarsson hafa verið ráðin til Icelandair sem nýja stjórnendur til að efla enn frekar þjónustu við farþega sem og stafræna þróun.

Forysta kvenna á Íslandi kynnt í dag

Í dag klukkan 15 verður haldin málstofa þar sem kynntar verða rannsóknir um forystu kvenna á Íslandi og fjárfestingar með kynjagleraugum skoðaðar.

Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn

Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum.

Íslandsbanki hagnaðist um 7,6 milljarða

Íslandsbanki hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi og hefur afkoma bankans ekki verið betri í fimm ár. Til samanburðar hagnaðist Íslandsbanki um 3,4 milljarða á sama tíma í fyrra.

Lands­bankinn hagnast um 7,5 milljarða

Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2021 var 7,5 milljarðar króna. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var jákvæð um 21,6 milljarða króna samanborið við 699 milljónir á sama tímabili árið 2020.

Vera, Vilborg og Áslaug til UN Women

UN Women á Íslandi hefur ráðið þrjár nýjar starfskonur til samtakanna; Vilborgu Önnu Garðarsdóttur, Veru Líndal Guðnadóttur og Áslaugu Ármannsdóttur.

Nanna Kristjana nýr fram­kvæmda­stjóri Keilis

Nanna Kristjana Traustadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Keilis. Hún hefur verið settur framkvæmdastjóri frá ágúst 2021 vegna leyfis fráfarandi framkvæmdastjóra.

Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip

Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið.

Arion banki hagnaðist um 8,2 milljarða króna

Arion banki hagnaðist um 8.238 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 17,0% á fjórðungnum samanborið við 8,3% á sama tímabili í fyrra.

Húsnæðisverð hækkaði meira en spár gerðu ráð fyrir

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist nú 4,5 prósent. Þetta er mesta verðbólga á árinu frá því í apríl þegar hún mældist 4,6%. Verðbólgan er að miklu leyti til knúin áfram af miklum hækkunum á íbúðaverði að því er kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Vilja grænan sprota­garð í byggingar Norður­áls í Helgu­vík

Til stendur að reisa grænan sprotagarð á iðnaðarsvæðinu í Helguvík og nýta til þess byggingar Norðuráls. Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við fyrirtæki á Reykjanesi hugar nú að undirbúningi sprotagarðsins sem hefur hlotið vinnuheitið Reykjanesklasinn.

Rekstrar­af­gangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi

Síminn hagnaðist um 1.057 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1.014 milljónir á sama tímabili árið 2020. Um er að ræða 4,2% aukningu milli ára en tekjur drógust saman og námu 6.381 milljónum króna samanborið við 6.420 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020.

Leitar réttar síns eftir að NS tók stöðu gegn Hróa hetti

Forsvarsmaður Sparibíls fordæmir niðurstöðu Neytendastofu (NS) í máli bílasölunnar og sakar stofnunina um að ganga erinda samkeppnisaðilans. Stjórnendur hyggjast leita réttar síns og kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála.

Sements­­skortur á landinu sem gæti komið bygginga­iðnaðinum illa

Sementsskortur er yfirvofandi á landinu, sem valdið hefur steypuframleiðendum verulegum vandræðum. Framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar segir að fyrirtækið geti nú aðeins þjónustað helming viðskiptavina sinna og gæti skorturinn haft veruleg áhrif á byggingariðnað á landinu. 

Play bætir við fimmta og sjötta á­fanga­staðnum sínum á Spáni

Flugfélagið Play hefur bætt spænsku áfangastöðunum Mallorca og Malaga við sumaráætlun sína árið 2022. Það þýðir að Play selur nú flug til sex áfangastaða á Spáni en flugfélagið býður nú þegar upp á áætlunarflug til Barcelona, Tenerife, Alicante og Gran Canaria.

Audi bannaði Heklu að nota hugtökin „afsláttur“ eða „tilboð“

Hekla braut gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar bílaumboðið veitti villandi upplýsingar um verð á heimasíðu félagsins. Þetta er niðurstaða Neytendastofu en málið varðar notkun á hugtakinu „innifalin ávinningur“ við kynningu á Audi e-tron 50 og 55 bifreiðum.

Bilun olli því að Master­card-kortum var hafnað

Bilun sem kom upp hjá Salt pay nú síðdegis olli því að truflun kom upp á heimildagjöf Mastercard-debetkorta hjá einhverjum greiðslumiðlunarfyrirtækjum. Forstjóri RB segir að ekki hafi verið um netárás að ræða og að unnið sé að greiningu á því sem kom fyrir.

Iðnaðar­menn vilja festa Allir vinna í sessi

Samiðn, samband iðnfélaga, hefur hvatt stjórnvöld til að tryggja að átakið Allir vinna verði fest varanlega í sessi. Stjórnvöld útvíkkuðu átakið í kórónuveirufaraldrinum og felst það í endurgreiðslu á virðisaukaskatti vinnuliðs þegar kemur að ýmsum framkvæmdum. Átakið mun að óbreyttu renna sitt skeið um áramót.

Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play

Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum.

Kvika stefnir að því að eignast meirihluta í Ortus Secured Finance

,,Kvika keypti minnihluta í Ortus árið 2018 og hefur síðan átt í góðu samstarfi við félagið og öfluga stjórnendur þess. Kaupin eru rökrétt skref í uppbyggingu Kviku í Bretlandi. Ortus hefur eflst mikið á undanförnum árum og ljóst er að áhugaverð vaxtartækifæri blasa við félaginu í nánustu framtíð.“

Sjá næstu 50 fréttir