Viðskipti innlent

Tíu milljarða króna sementsverkefni í Ölfusi

Birgir Olgeirsson skrifar
Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. 
Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.  Vísir

Stefnt er að því að flytja milljón tonn af íblöndunarefni í sement úr landi frá Þorlákshöfn.

Félagið Hornsteinn leiðir þróunarvinnuna en verkefnið er metið á 10 milljarða króna. Mikil tækifæri eru sögð liggja í því að nú sé skortur á heimsvísu á þessum íblöndunarefnum.

Þorsteinn Víglundsson forstjóri Hornsteins, sem á og rekur BM Vallá, mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss í síðustu viku til að fara yfir stöðuna á verkefninu sem hefur verið í þróun á annað ár. Fyrirtækið áformar að sækja um lóðir við Þorlákshöfn sem þarf undir verksmiðjuna og að framleiðsla á fullunnu efni gæti hafist árið 2024.

Framleiðslan yrði umhverfisvæn en móberg og önnur efni yrðu brennd við háan hita til að ná fram flugösku áhrifum en skortur hefur verið á þessum efnum eftir að kolaverum hefur verið lokað.

„Það er að verða verulegur skortur á íblöndunarefnum í sement eftir að kolaverin hafa verið að loka sem skapa þessi tækifæri hér á Íslandi,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss.

Elliði segir að framleiðslan muni draga úr kolefnisspori á bak við steypuframleiðslu.

„Það sem gerir þetta mögulegt hjá okkur er aðgengi að jarðefnum og lóðir á hafnarsvæðinu og við erum að ráðast í gríðarlega miklar framkvæmdir við höfnina sem gjörbreytir tækifærum okkar til að ráðast í verkefni sem þessi.“

Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á bak við framkvæmdina nemi 10 milljörðum króna.

„Þetta er gott verkefni fyrir margar sakir, fyrsta lagi mjög umhverfisvænt verkefni og dregur úr kolefnisspori á bak við steypuframleiðslu, þetta er allt í lokuðum ferlið er lokað þannig að það er hvorki ryk eða hljóðmengun af þessu eða opnar efnisnámu eða nokkuð annað, þetta fellur að þessum áherslum sem við höfum í atvinnusköpun,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
1,29
4
1.724
SJOVA
1,07
6
88.680
VIS
0,99
7
124.843
KVIKA
0,76
12
166.980
ICESEA
0,66
3
47.759

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,67
127
461.402
ORIGO
-1,55
2
7.275
SYN
-1,55
5
12.101
REITIR
-1,16
1
341
ISB
-0,81
16
6.401
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.