Fleiri fréttir

Harka færist í bar­áttuna um fram­­tíð Cocoa Puffs á Ís­landi

Aðdáendur Cocoa Puffs vöknuðu upp við vondan draum í lok mars þegar umboðsaðili morgunkornsins tilkynnti að það yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Meira en hálfu ári síðar er enn hægt að fá súkkulaðikúlurnar í völdum verslunum en óvissa ríkir um framtíðina. Heilbrigðiseftirlitið hefur krafist þess að varan verði endanlega tekin úr sölu.

Sorpa og Björn ná sáttum

Sorpa mun greiða Birni Halldórssoni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, laun í sex mánuði til viðbótar auk lögfræðikostnaðar sem hluti af sátt eftir að Björn höfðaði mál gegn Sorpu vegna uppsagnar sinnar á síðasta ári.

Marel hagnaðist um 3,5 milljarða

Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra.

Fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair skilar hagnaði

Icelandair hagnaðist um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þess árs. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem regluleg starfsemi félagsins skilar hagnaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir í tilkynningu frá Icelandair að heimsfaraldur Covid-19 hafi enn áhrif á starfsemi félagsins en þrátt fyrir það sé það á réttri leið.

Vildu aftur ganga lengra en seðla­banka­stjóri

Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent.

Sif tekur við sem nýr rekstrar­stjóri Aton.JL

Sif Jóhannsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri samskiptafélagsins Aton.JL. Sif hefur undanfarin tvö ár starfað sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu en tekur nú sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Arion banki hækkar vextina

Inn- og útlánsvextir hjá Arion banka munu hækka frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum og vísað til nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Landsbankinn hefur þegar hækkað vexti.

Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023

Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs.

Verð­miðinn á Mílu yfir 70 milljarðar og líf­eyris­sjóðir geta keypt fimmtungs­hlut

Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem hefur skrifað undir samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála vegna áformaðra kaupa á Mílu, dótturfélagi Símans, mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að viðskiptunum með því að eignast 20 prósenta hlut á sömu kjörum og Ardian sem færi þá á móti með 80 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu.

Magnús Ólafur orðinn gjaldþrota

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 12. október en birtur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Kaupir meiri­hluta í Bor­ealis Data Center

Franski fjárfestingarsjóðurinn Vauban Infrastructure Partners hefur keypt meirihlutaeign í íslenska félaginu Borealis Data Center sem áður hét Etix Everywhere Borealis.

Heim­sókn í ó­þekkjan­legt Kola­port

Kolaportið hefur tekið stakkaskiptum síðustu vikurnar. Illa þefjandi fiskmarkaður innan um óteljandi sölubása með misgeðslegum klæðum hefur vikið fyrir nútímalegum bar, götumatsölustöðum og breytist síðan í veislusal á kvöldin þegar svo ber undir. 

Búin að vera að hamstra vörur síðan í sumar

Kaupmaður í miðbænum segir vöruskort síðustu mánaða hafa verið gríðarlega áskorun. Hún hafi byrjað að hamstra vörur fyrr á árinu til að mæta eftirspurn í jólavertíðinni - og ráðleggur fólki að bíða ekki of lengi með jólainnkaupin.

Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands

Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni.

Mun stýra fjár­mála­sviði Wise

Elín Málmfríður Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Wise. Hún tekur við stöðunni af Gunnari Birni Gunnarssyni. 

Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA

Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum.

Netárás truflaði sölu miða á uppistand Ara Eldjárn

Nokkuð öflug netárás var gerð á miðasölusíðuna Tix.is á miðvikudag og stóð hún yfir í um þrjár til fjórar klukkustundir. Um var að ræða svokallaða dreifða álagsárás (e. DDos) þar sem gríðarmikilli netumferð frá hinum ýmsu löndum var beint að netþjónum Tix á sama tíma.

Kennir vaxta­lækkunum um hækkun hús­næðis­verðs

Gylfi Zoega, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir ekki rétt að vextir hafi verið hækk­aðir á þessu ári vegna þess að lóða­skortur hafi haft í för með sér hækkun hús­næð­is­verðs.

Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu

Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent.

Birgir fer til Play

Birgir Olgeirsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í almannatengslum hjá flugfélaginu Play.

Rakang Thai og Blásteini lokað: Erfið ákvörðun en ákveðinn léttir

Veitingastaðnum Rakang Thai og sportbarnum Blásteini í Hraunbænum var lokað í síðustu viku. Guðmundur Ingi Þóroddsson, eigandi staðanna, segir undanfarin ár hafa reynst mjög erfið í rekstri vegna Covid-19. Ákvörðunin hafi verið erfið en henni fylgi ákveðinn léttir.

Færri konur ráðnar í fram­kvæmda­stjóra­stöður en í fyrra

Á árinu 2021 hafa konur verið ráðnar framkvæmdastjórar fyrirtækja í fimmta hvert skipti. Ný gögn frá Creditinfo sýna samdrátt í skipun kvenna á milli ára úr 24 prósent tilfella niður í 20 prósent. Í fjögur skipti af fimm er karlmaður ráðinn í starfið.

Fjölmiðillinn 24 - þínar fréttir kominn í loftið

Fjölmiðillinn 24 - þínar fréttir er kominn í loftið en hann er nýr frétta- og mannlífsmiðill í ritstjórn Kristjóns Kormáks Guðjónssonar, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, DV, Hringbrautar og Fréttablaðsins.

Spá að verð­bólga hækki áfram en dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í október og að verðbólgan hækki úr 4,4% í 4,5%. Spáir deildin því jafnframt að vísitalan hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en lækki um 0,3% í janúar 2022. Gangi þetta eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar.

Höndum í höfn í Þor­láks­höfn lokað: „Vel­gengnin varð okkur að falli“

Veitingastaðnum Hendur í höfn við Selvogsbraut í Þorlákshöfn hefur verið lokað. Eigendur staðarins segja rekstrarumhverfið í faraldrinum hafa verið mjög erfitt og þau hafi nú ákveðið að láta staðar numið. „Nú er svo komið að ég get bara ekki meir,“ segir Dagný Magnúsdóttir, annar eigandi staðarins, í samtali við Vísi.

Subway yfir­gefur Egils­staði

Ákveðið hefur verið að loka veitingastað Subway á Egilsstöðum eftir rúmlega tíu ára starfsemi og fer nú hver að verða síðastur til að fá sér Bræðing í Miðvangi.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.