Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2021 11:52 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Isavia Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. Í samkomulaginu felst að áreiðanleikakönnun sé nú þegar lokið, samningagerð langt komin og að fyrirhuguð viðskipti séu að fullu fjármögnuð. Aðilar ætli að vinna við að ljúka samningaviðræðum og skrifa undir skuldbindandi samning eins fljótt og auðið er. Ef af verður muni Ardian bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að kaupunum. 800 manna fyrirtæki með höfuðstöðvar í París Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Hlutverk Mílu er að selja lausnir sínar í heildsölu til fyrirtækja og stofnana sem stunda fjarskiptastarfsemi. Sérhæfing félagsins felst meðal annars í rekstri og ráðgjöf vegna uppbyggingar fjarskiptakerfa og aðstöðuleigu í tækjarýmum og möstrum. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. Ardian er alþjóðlegt sjóðastýringarfyrirtæki með höfuðstöðvar í París, Frakklandi, og skrifstofur víðs vegar um heim. Ardian er langtímafjárfestir með um 114 milljarða bandaríkjadala í stýringu og hjá fyrirtækinu starfa yfir 800 manns. Meðal fjárfesta í Ardian eru ríkisstofnanir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög og stofnanafjárfestar. Viðskipti háð samþykki eftirlitsstofnana „Seðlabanki Íslands á í sérstökum tilvikum tvíhliða viðskipti (kaup og sölu) framhjá markaðinum við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði; Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankann. Þá er um að ræða viðskipti af stærðargráðu sem mögulega valda tímabundnum flæðisfrávikum eða óvenjulegum skammtímahreyfingum á gengi krónunnar, ef þeim yrði beint inn á gjaldeyrismarkaðinn,“ segir í tilkynningunni. Ef af kaupunum verði muni Síminn og Ardian vinna með Seðlabanka Íslands að framgangi viðskiptanna þegar þar að kemur þannig að sem minnst áhrif verði á gjaldeyrismarkað. „Náist endanlegir samningar milli aðila munu Síminn og Ardian einnig vinna með hinu opinbera að upplýsingagjöf og öryggismálum sem tryggja hagsmuni landsmanna. Hafa undirbúningsviðræður að slíku fyrirkomulagi þegar hafist um að tryggja að rekstur innviða félagsins samrýmist þjóðaröryggishagsmunum hér eftir sem hingað til.“ Í samkomulaginu felist engin skuldbinding eða trygging um að af viðskiptunum verði, auk sem þau yrðu háð samþykki eftirlitsstofnana. Nánari grein verði gerð fyrir málinu þegar niðurstaða fæst í viðræðunum. Fjarskipti Kauphöllin Salan á Mílu Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Í samkomulaginu felst að áreiðanleikakönnun sé nú þegar lokið, samningagerð langt komin og að fyrirhuguð viðskipti séu að fullu fjármögnuð. Aðilar ætli að vinna við að ljúka samningaviðræðum og skrifa undir skuldbindandi samning eins fljótt og auðið er. Ef af verður muni Ardian bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að kaupunum. 800 manna fyrirtæki með höfuðstöðvar í París Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Hlutverk Mílu er að selja lausnir sínar í heildsölu til fyrirtækja og stofnana sem stunda fjarskiptastarfsemi. Sérhæfing félagsins felst meðal annars í rekstri og ráðgjöf vegna uppbyggingar fjarskiptakerfa og aðstöðuleigu í tækjarýmum og möstrum. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. Ardian er alþjóðlegt sjóðastýringarfyrirtæki með höfuðstöðvar í París, Frakklandi, og skrifstofur víðs vegar um heim. Ardian er langtímafjárfestir með um 114 milljarða bandaríkjadala í stýringu og hjá fyrirtækinu starfa yfir 800 manns. Meðal fjárfesta í Ardian eru ríkisstofnanir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög og stofnanafjárfestar. Viðskipti háð samþykki eftirlitsstofnana „Seðlabanki Íslands á í sérstökum tilvikum tvíhliða viðskipti (kaup og sölu) framhjá markaðinum við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði; Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankann. Þá er um að ræða viðskipti af stærðargráðu sem mögulega valda tímabundnum flæðisfrávikum eða óvenjulegum skammtímahreyfingum á gengi krónunnar, ef þeim yrði beint inn á gjaldeyrismarkaðinn,“ segir í tilkynningunni. Ef af kaupunum verði muni Síminn og Ardian vinna með Seðlabanka Íslands að framgangi viðskiptanna þegar þar að kemur þannig að sem minnst áhrif verði á gjaldeyrismarkað. „Náist endanlegir samningar milli aðila munu Síminn og Ardian einnig vinna með hinu opinbera að upplýsingagjöf og öryggismálum sem tryggja hagsmuni landsmanna. Hafa undirbúningsviðræður að slíku fyrirkomulagi þegar hafist um að tryggja að rekstur innviða félagsins samrýmist þjóðaröryggishagsmunum hér eftir sem hingað til.“ Í samkomulaginu felist engin skuldbinding eða trygging um að af viðskiptunum verði, auk sem þau yrðu háð samþykki eftirlitsstofnana. Nánari grein verði gerð fyrir málinu þegar niðurstaða fæst í viðræðunum.
Fjarskipti Kauphöllin Salan á Mílu Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira