Heimsókn í óþekkjanlegt Kolaport Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. október 2021 21:31 Kolaportið hefur tekið stakkaskiptum síðustu vikurnar. Illa þefjandi fiskmarkaður innan um óteljandi sölubása með misgeðslegum klæðum hefur vikið fyrir nútímalegum bar, götumatsölustöðum og breytist síðan í veislusal á kvöldin þegar svo ber undir. Og þannig var Kolaportið nánast óþekkjanlegt þann 7. október síðastliðinn þegar árshátíð fór þar fram eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: Viðburðurinn var sá fyrsti af mörgum sem haldnir verða í þessu sögufræga húsnæði, sem hefur í gegn um árin hýst fátt annað en gamla sölubása. Fyrsta verk að losna við fiskifýluna Nú er verið að taka til í málefnum Kolaportsins og nútímavæða það eins og einn framkvæmdaaðilinn kemst að orði. Kolaportið verður óþekkjanlegt á kvöldin þegar salurinn er leigður undir veislur.Sigurjón Ragnar „Það sem við erum búin að gera nú þegar, heyrum við allavega, er að gamla fiskilyktin er farin og það er allt mun snyrtilegra,“ segir Ívar Trausti Jósafatsson, annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins, eða Hafnarþorpsins eins og allt rýmið heitir nú. Og fréttamaður getur vottað fyrir það að fiskilyktin sé varla greinanleg í rýminu lengur. „En við erum að breyta þessu í það sem við köllum markaðstorg, með viðburðatorgi og verslun og þjónustu,“ segir Ívar Trausti. Vilja breyta ímyndinni en halda í gömul gildi Hingað til hefur Kolaportið aðeins verið opið um helgar en það er í kortunum að opna einnig á virkum dögum. En hvers vegna hefur farið svona lítið fyrir öllum þessum breytingum? Ívar Trausti er annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins.vísir/arnar „Okkar álit er einfaldlega það að gamla góða Kolaportið var með ímynd á sér að vera með fiskilykt og ekki alveg nógu hreint og allt það. Og við erum að breyta þessu. Þetta er ekki búið,“ segir Ívar Trausti. „Þá er betra að þegja og lofa ekki neinu en það er mjög gaman þá að fá fólk í húsið sem bjóst ekki við neinu en fær þá óvænta jákvæða upplifun.“ Áfram verða starfræktir sölubásar í hluta salarins en við bætast frumlegir matsölustaðir og segir Ívar Trausti að áherslan verði á að selja ferskar vörur beint frá býli. Allir þessir sölubásar verða á hjólum og þegar salurinn verður bókaður undir viðburð er básunum einfaldlega rúllað burt í bakherbergi og sviði komið fyrir á þeim stað sem hentar. Verslun Matur Tónlist Næturlíf Reykjavík Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Og þannig var Kolaportið nánast óþekkjanlegt þann 7. október síðastliðinn þegar árshátíð fór þar fram eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: Viðburðurinn var sá fyrsti af mörgum sem haldnir verða í þessu sögufræga húsnæði, sem hefur í gegn um árin hýst fátt annað en gamla sölubása. Fyrsta verk að losna við fiskifýluna Nú er verið að taka til í málefnum Kolaportsins og nútímavæða það eins og einn framkvæmdaaðilinn kemst að orði. Kolaportið verður óþekkjanlegt á kvöldin þegar salurinn er leigður undir veislur.Sigurjón Ragnar „Það sem við erum búin að gera nú þegar, heyrum við allavega, er að gamla fiskilyktin er farin og það er allt mun snyrtilegra,“ segir Ívar Trausti Jósafatsson, annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins, eða Hafnarþorpsins eins og allt rýmið heitir nú. Og fréttamaður getur vottað fyrir það að fiskilyktin sé varla greinanleg í rýminu lengur. „En við erum að breyta þessu í það sem við köllum markaðstorg, með viðburðatorgi og verslun og þjónustu,“ segir Ívar Trausti. Vilja breyta ímyndinni en halda í gömul gildi Hingað til hefur Kolaportið aðeins verið opið um helgar en það er í kortunum að opna einnig á virkum dögum. En hvers vegna hefur farið svona lítið fyrir öllum þessum breytingum? Ívar Trausti er annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins.vísir/arnar „Okkar álit er einfaldlega það að gamla góða Kolaportið var með ímynd á sér að vera með fiskilykt og ekki alveg nógu hreint og allt það. Og við erum að breyta þessu. Þetta er ekki búið,“ segir Ívar Trausti. „Þá er betra að þegja og lofa ekki neinu en það er mjög gaman þá að fá fólk í húsið sem bjóst ekki við neinu en fær þá óvænta jákvæða upplifun.“ Áfram verða starfræktir sölubásar í hluta salarins en við bætast frumlegir matsölustaðir og segir Ívar Trausti að áherslan verði á að selja ferskar vörur beint frá býli. Allir þessir sölubásar verða á hjólum og þegar salurinn verður bókaður undir viðburð er básunum einfaldlega rúllað burt í bakherbergi og sviði komið fyrir á þeim stað sem hentar.
Verslun Matur Tónlist Næturlíf Reykjavík Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira