Viðskipti innlent

Einn af hverjum fjórum á Íslandi notar Twitter

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Facebook er langvinsælasti samfélagsmiðlinn hjá Íslendingum. Twitter sækir í sig veðrið með ári hverju.
Facebook er langvinsælasti samfélagsmiðlinn hjá Íslendingum. Twitter sækir í sig veðrið með ári hverju. Getty Images/Tom Weller

Íslendingum sem nota Twitter fjölgar um 7% milli ára og segjast nú 24% landsmanna nota miðilinn samkvæmt nýrri samfélagsmiðlamælingu Gallup.

Þar kemur einnig fram að eldri kynslóðin notar í auknum mæli Instagram, YouTube og Snapchat, á meðan yngri kynslóðin hefur aukið notkun á Twitter og TikTok. 

Facebook er sem áður mest notaði samfélagsmiðillinn.

91% Íslendinga nota Facebook. Litlu færri Messenger hluta miðilsins. Svo kemur Youtube, Instagram og Snapchat. Átta prósent Íslendinga nota stefnumótaforritið Tinder.

Miðaldra fólk flykkist á Instagram

Instagram notkun landsmanna hefur verið á miklu flugi undanfarin ár og mælist nú 65%.

Hlutfall 45-54 ára sem nota miðilinn hefur aukist úr 38% í 70% á fjórum árum, en ungt fólk á aldrinum 18-34 hefur verið ráðandi á miðlinum hingað til og mælst yfir 70% svo árum skiptir.

Hlutfall 45-54 ára Íslendinga sem nota Instagram.

WhatsApp á leiðinni

Ef við viljum vita hvað þau sem eldri eru gera á morgun, skoðum við hvað yngra fólkið er að gera í dag. Hlutfall 18-44 ára sem nota Snapchat hefur minnkað um 8% milli ára á meðan litlar breytingar hafa orðið á notkun meðal 45 ára og eldri. 

Hlutfall Íslendinga sem nota WhatsApp.

WhatsApp mælist nú með 22% notkun meðal landsmanna og hefur aukist töluvert síðastliðin tvö ár. Sú aukning er drifin áfram af yngri helmingi þjóðarinnar og má leiða að því líkur að þeir eldri fylgi á eftir áður en langt um líður.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
1,29
4
1.724
SJOVA
1,07
6
88.680
VIS
0,99
7
124.843
KVIKA
0,76
12
166.980
ICESEA
0,66
3
47.759

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,67
127
461.402
ORIGO
-1,55
2
7.275
SYN
-1,55
5
12.101
REITIR
-1,16
1
341
ISB
-0,81
16
6.401
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.