Fleiri fréttir

Gengi breska pundsins fjárfestum hagstætt

Raungengi breska pundsins er mjög hagstætt í sögulegu samhengi og hefur lækkun þess undanfarið skapað mikil tækifæri fyrir þá sem hafa hug á því að fjárfesta í Bretlandi, að mati Gísla Haukssonar, stjórnarformanns og forstjóra GAMMA í Lundúnum.

Útgáfufélagið Heimur tapaði 32 milljónum í fyrra

Útgáfufélagið Heimur tapaði 31,8 milljónum króna í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. Var eigið fé útgáfufélagsins neikvætt upp á tæpar 140 milljónir í lok ársins.

Óvissa um rekstrarhæfi Kosts

Töluverð óvissa er um rekstrarhæfi matvöruverslunarinnar Kosts að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi verslunarinnar.

Kaupir tveggja prósenta hlut í Kviku

Sigurður Sigurgeirsson, fjárfestir og fyrrverandi byggingarverktaki í Kópavogi, er kominn í hluthafahóp Kviku eftir að hafa eignast 2,05 prósenta hlut í bankanum.

Engin merki um bólu á íbúðamarkaði

Íbúðaverð hefur undanfarið hækkað talsvert umfram undirliggjandi þætti á borð við laun, byggingarkostnað og leiguverð, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Íslandsbanka.

Íslendingar eftirbátar í að verðleggja áhættu

Framkvæmdastjóri Creditinfo segir fyrirtækið vera í lykilstöðu til að hjálpa bönkum að bregðast við gjörbreyttu umhverfi vegna tækniþróunar og nýrra reglugerða. Fyrirtækið hefur þróað ýmsar fjártæknilausnir. 

Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion

Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, og þrír aðrir fyrrverandi hluthafar vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi synjun um lögbann á yfirtöku Arion banka á bréfum þeirra í kísilverinu.

Pósturinn útilokar ekki uppsagnir

Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli.

Stöð 2 semur við Twentieth Century Fox

Með samningnum hefur Stöð 2 tryggt áskrifendum sínum aðgang að vinsælum Hollywood kvikmyndum á borð við Trolls, Revenant, Dead­pool og margar sem verða á dagskrá Stöðvar 2 á næstu vikum.

Huldar næsti Jónas

Huldar Breiðfjörð mun gegna starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Hugvísindasvið Háskóla Íslands veturinn 2017–18.

Íhald og einangrun

Ekki urðu nýafstaðnar kosningar til þess að einfalda stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Þvert á móti. Á þingi eru nú átta flokkar og engin hefðbundin tveggja flokka stjórn möguleg.

Bónus hefur keyrt niður vöruverð eftir komu Costco

Bónus hefur lækkað verð á fleiri vörum en Costco úr matarkörfu Fréttablaðsins á umliðnum mánuðum. Costco er með lægra verð á átta vörum en Bónus sjö. Þar sem verð Bónusar er lægra er það þó mun lægra en í tilfellum Costco.

Segir Kortaþjónustuna ekki hafa stefnt í lausafjárvanda

Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Air­lines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda.

Sluppu við gjaldþrot

Tæplega 115 milljóna króna kröfur í þrotabú fyrirtækisins Andakt, sem stofnað var utan um rekstur kvikmyndarinnar Djúpið árið 2010, voru afturkallaðar.

Kvika kaupir Kortaþjónustuna ásamt hópi fjárfesta

Fjárfestingabankinn Kvika hefur ásamt hópi fjárfesta keypt allt hlutafé í Kortaþjónustunni hf. (Korta) og leitt hlutafjáraukningu í félaginu. Samkvæmt tilkynningu um kaupin verður eignarhluti Kviku rúmlega 40 prósent eftir viðskiptin, en aðrir hluthafar munu eiga undir 10 prósenta hlut hver í Korta.

Kattarshians í útrás til Bandaríkjanna

Bandaríska sjónvarpsstöðin UPtv hefur keypt streymisrétt á íslenska raunveruleikaþættinum Kattarshians. Þátturinn hefur vakið töluverða athygli, en þar má fylgjast með ævintýrum kettlinga í beinni útsendingu.

VÍS fær 210 milljónir vegna láns í Úkraínu eftir langa mæðu

Fjárfestingafélagið Visoky Zamok Investments hefur verið dæmt til að greiða Vátryggingarfélagi Íslands hf, tvær milljónir dollara, um 210 milljónir íslenskra króina, vegna lánasamnings sem VÍS og fjárfestingafélagið gerðu með sér í september 2008.

Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta

Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku.

Alþjóðlega samlokudeginum fagnað

„Við munum fagna alþjóðlega samlokudeginum með 2 fyrir 1 tilboði af öllum bátum af matseðli, bæði 6 tommu og 12 tommu. Auk þess munum við að gefa matargjöf til Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir hvern seldan bát á föstudag.“

Hafnar 14,5 milljóna kröfu Benna í slitabú

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í síðustu viku kröfu Benedikts Eyjólfssonar, sem er jafnan kenndur við Bílabúð Benna, um að 14,5 milljóna króna fjárkrafa hans yrði viðurkennd sem almenn krafa í slitabú gamla Landsbankans.

Kaupa 1,45 prósenta hlut í Kviku

Einkahlutafélagið RPF, sem er í jafnri eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, starfsmanna fasteignasölunnar RE/MAX Senter, er komið í hluthafahóp Kviku fjárfestingarbanka með 1,45 prósenta hlut. Er félagið þannig orðið fjórtándi stærsti hluthafi bankans.

Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar

Opinn haustfundur Landsvirkjunar verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 8:30 og 19. Yfirskrift fundarins er "Endurnýjanleg orka er verðmætari“.

Microsoft HoloLens kemur til Íslands

Bandaríski tæknirisinn Microsoft tilkynnti í gær að HoloLens, gleraugu fyrir viðbótarveruleika (e. augmented reality), verði sett í sölu í 29 löndum í Evrópu. Þrefaldast þannig fjöldi þeirra landa þar sem HoloLens er til sölu en áður voru gleraugun seld í tíu löndum.

Sjá næstu 50 fréttir