Icelandair styrkir nemendur við HÍ og HR: „Nauðsynlegt að fá ungt og hæft fólk inn í greinina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 13:49 Háskólarektorarnir Ari Kristinn Jónsson og Jón Atli Benediktsson ásamt Birki Hólm Guðnasyni framkvæmdastjóra Icelandair við undirritun samstarfssamningsins. Aðsent Icelandair hefur gert samstarfssamning við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavik um stuðning félagsins við nemendur skólanna, einkum meistara- og doktorsnema. Samstarfið felst í því að Icelandair leggur fjármuni til sérstakra sjóða sem eru í vörslu og umsjón skólanna. Skólarnir ráðstafa fé úr sjóðunum til verkefna sem tengjast flugi og flugtengdri starfsemi og ákveða skólarnir upphæð einstakra styrkja. „Flugið er orðið að undirstöðuatvinnuvegi á Íslandi og Icelandair er þar leiðandi aðili. Með þessu samstarfi viljum við hvetja til aukinnar menntunnar og þekkingar á þessu sviði. Það er mikilvægt fyrir félagið og fyrir samfélagið,“ sagði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, við undirritun samningsins. Birkir bætti því við að flugið sé í dag mikill þekkingariðnaður þar sem Ísland hafi náð frábærum árangri með mikilli uppbyggingu á undanförnum árum. „Til að viðhalda þessum árangri er nauðsynlegt að fá ungt og hæft fólk inn í greinina. Við vonumst til að þetta samstarf verði hvatning til ungs fólks að leita sér þekkingar í þessari mikilvægu atvinnugrein.“ Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla fagnar þessu samstarfi og stuðningi Icelandair við skólann. „Háskóli Íslands er alhliða háskóli og leggur áherslu á að eiga náið samstarf við íslenskt atvinnulíf. Háskóli Íslands býður upp á fjölmargar greinar sem tengjast flugi og flugrekstri. Fjármunirnir verða nýttir til stuðnings við verkefni nemenda í doktors- og meistaranámi í þessum greinum. Þeir munu án efa nýtast vel. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Icelandair.“ Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík tekur í sama streng og segir flugið hafa skipt miklu fyrir framþróun Íslands. „Það er í dag orðið burðarás í samfélagi og efnahagslífi landsins. Háskólinn í Reykjavík hefur í mörg ár átt í góðu samstarfi við Icelandair við að efla þekkingu og menntun á sviði flugþjónustu. Við fögnum því innilega þessu framlagi sem mun nýtast vel til að styrkja verkefni nemenda sem tengjast flugi og flugþjónustu.” Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Icelandair hefur gert samstarfssamning við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavik um stuðning félagsins við nemendur skólanna, einkum meistara- og doktorsnema. Samstarfið felst í því að Icelandair leggur fjármuni til sérstakra sjóða sem eru í vörslu og umsjón skólanna. Skólarnir ráðstafa fé úr sjóðunum til verkefna sem tengjast flugi og flugtengdri starfsemi og ákveða skólarnir upphæð einstakra styrkja. „Flugið er orðið að undirstöðuatvinnuvegi á Íslandi og Icelandair er þar leiðandi aðili. Með þessu samstarfi viljum við hvetja til aukinnar menntunnar og þekkingar á þessu sviði. Það er mikilvægt fyrir félagið og fyrir samfélagið,“ sagði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, við undirritun samningsins. Birkir bætti því við að flugið sé í dag mikill þekkingariðnaður þar sem Ísland hafi náð frábærum árangri með mikilli uppbyggingu á undanförnum árum. „Til að viðhalda þessum árangri er nauðsynlegt að fá ungt og hæft fólk inn í greinina. Við vonumst til að þetta samstarf verði hvatning til ungs fólks að leita sér þekkingar í þessari mikilvægu atvinnugrein.“ Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla fagnar þessu samstarfi og stuðningi Icelandair við skólann. „Háskóli Íslands er alhliða háskóli og leggur áherslu á að eiga náið samstarf við íslenskt atvinnulíf. Háskóli Íslands býður upp á fjölmargar greinar sem tengjast flugi og flugrekstri. Fjármunirnir verða nýttir til stuðnings við verkefni nemenda í doktors- og meistaranámi í þessum greinum. Þeir munu án efa nýtast vel. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Icelandair.“ Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík tekur í sama streng og segir flugið hafa skipt miklu fyrir framþróun Íslands. „Það er í dag orðið burðarás í samfélagi og efnahagslífi landsins. Háskólinn í Reykjavík hefur í mörg ár átt í góðu samstarfi við Icelandair við að efla þekkingu og menntun á sviði flugþjónustu. Við fögnum því innilega þessu framlagi sem mun nýtast vel til að styrkja verkefni nemenda sem tengjast flugi og flugþjónustu.”
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira