VÍS fær 210 milljónir vegna láns í Úkraínu eftir langa mæðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2017 22:30 Lánasamningurinn var gerður árið 2008. Vísir/Anton Fjárfestingafélagið Visoky Zamok Investments hefur verið dæmt til að greiða Vátryggingarfélagi Íslands hf, tvær milljónir dollara, um 210 milljónir íslenskra króina, vegna lánasamnings sem VÍS og fjárfestingafélagið gerðu með sér í september 2008. VÍS og Visoky Zamok Investments gerðu með sér samning um að VÍS lánaði Visoky Zamok tvær milljónir dollara sem leggja átti inn í úkraínska bankann Bank Lviv. Af láninu áttu að greiðast 11 prósenta vextir sem yrðu greiddir tvisvar á ári, í mars og september ár hvert. Endurgreiða ætti lánið að fullu þann 1. september 2015. Visoky Zamok fengi greiðslurnar frá úkraínska bankanum og legði þær síðan inn á VÍS. Þegar fjármálakreppran reið yfir árið 2008 var Bank Lviv sett í gjörgæslu Seðlabanka Úkraínu. Þrátt fyrir þetta stóð bankinn við lánasamninginn út árið 2011. Í upphafi árs 2012 setti Seðlabanki Úkraíunu Bank Lviv þau skilyrði að ekki mætti greiða hærri vexti en sex prósent af innlánum. Því hafi þeir ekki mátt greiða af láninu samkvæmt upphaflegum lánaskilmálum. Þá bannaði Seðlabankin Úkraínu Bank Lviv einnig að endurgreiða innlán og vexti til tengdra aðila. Þegar samningurinn var gerður var VÍS þá stór hluthafi í MP banka. MP banki átti félagið Vostok Holdings Netherlands sem átti bæði Bank Lviv í gegnum dótturfélag og einnig Visoky Samok. Því átti VÍS óbeint hlut í Visoky Samok. Því taldi Visoky Zamok að félagið gæti ekki borgað lánið til baka, þar sem ekki væri hægt að fá féð greitt út úr Bank Lviv.Fram og til baka á milli héraðsdóms og Hæstaréttar Málið hefur fram og til baka í íslenskum dómstólum frá því að lánið var gjaldfellt. Árið 2015 var máli VÍS gegn Visoky Zamok vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur en málatilbúnaður VÍS þótti gallaður og krafa félagsins óskýr.Hæstiréttur sneri við úrskurði héraðsdóms sama ár og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið aftur fyrir. Málið var tekið fyrir aftur í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári. Þar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Visoky Zamok bæri að selja innlán sitt á reikningi sínum hjá Bank Lviv í Úkraínu að andvirði 2,2 milljóna dollara og afhenda Vís söluandvirðið að sömu fjárhæð. Þessum dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í dag. Í dómi Hæstaréttar segir að Visoky Zamok hafi bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvart VÍS með því að brjóta gegn skyldum sínum samkvæmt samningunum á milli félagsins og VÍS. Þá hafi félagið ekki lagt fram haldbær gögn til þess að sýna fram á að ómögulegt hafi verið að efna skuldbindingar sínar vegna þess að Bank Lviv hafi verið ómögulegt að greiða út innlánið eða standa skil á umsömdum vöxtum. Var félagið dæmt til þess að greiða VÍS tvær milljónir dollara, auk dráttarvaxta frá 24. apríl til greiðsludags, um 210 milljónir íslenskra króna. Þá greiðir félagið einnig VÍS þrjár milljónir í málskostnað. Tengdar fréttir Máli VÍS vegna láns í Úkraínu vísað frá dómi VÍS fær ekki mörg hundruð milljón króna lán í Úkraínu endurgreitt vegna gjaldeyrishafta og fjárhagsvandræða lánþegans. 7. apríl 2015 15:25 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Fjárfestingafélagið Visoky Zamok Investments hefur verið dæmt til að greiða Vátryggingarfélagi Íslands hf, tvær milljónir dollara, um 210 milljónir íslenskra króina, vegna lánasamnings sem VÍS og fjárfestingafélagið gerðu með sér í september 2008. VÍS og Visoky Zamok Investments gerðu með sér samning um að VÍS lánaði Visoky Zamok tvær milljónir dollara sem leggja átti inn í úkraínska bankann Bank Lviv. Af láninu áttu að greiðast 11 prósenta vextir sem yrðu greiddir tvisvar á ári, í mars og september ár hvert. Endurgreiða ætti lánið að fullu þann 1. september 2015. Visoky Zamok fengi greiðslurnar frá úkraínska bankanum og legði þær síðan inn á VÍS. Þegar fjármálakreppran reið yfir árið 2008 var Bank Lviv sett í gjörgæslu Seðlabanka Úkraínu. Þrátt fyrir þetta stóð bankinn við lánasamninginn út árið 2011. Í upphafi árs 2012 setti Seðlabanki Úkraíunu Bank Lviv þau skilyrði að ekki mætti greiða hærri vexti en sex prósent af innlánum. Því hafi þeir ekki mátt greiða af láninu samkvæmt upphaflegum lánaskilmálum. Þá bannaði Seðlabankin Úkraínu Bank Lviv einnig að endurgreiða innlán og vexti til tengdra aðila. Þegar samningurinn var gerður var VÍS þá stór hluthafi í MP banka. MP banki átti félagið Vostok Holdings Netherlands sem átti bæði Bank Lviv í gegnum dótturfélag og einnig Visoky Samok. Því átti VÍS óbeint hlut í Visoky Samok. Því taldi Visoky Zamok að félagið gæti ekki borgað lánið til baka, þar sem ekki væri hægt að fá féð greitt út úr Bank Lviv.Fram og til baka á milli héraðsdóms og Hæstaréttar Málið hefur fram og til baka í íslenskum dómstólum frá því að lánið var gjaldfellt. Árið 2015 var máli VÍS gegn Visoky Zamok vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur en málatilbúnaður VÍS þótti gallaður og krafa félagsins óskýr.Hæstiréttur sneri við úrskurði héraðsdóms sama ár og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið aftur fyrir. Málið var tekið fyrir aftur í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári. Þar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Visoky Zamok bæri að selja innlán sitt á reikningi sínum hjá Bank Lviv í Úkraínu að andvirði 2,2 milljóna dollara og afhenda Vís söluandvirðið að sömu fjárhæð. Þessum dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í dag. Í dómi Hæstaréttar segir að Visoky Zamok hafi bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvart VÍS með því að brjóta gegn skyldum sínum samkvæmt samningunum á milli félagsins og VÍS. Þá hafi félagið ekki lagt fram haldbær gögn til þess að sýna fram á að ómögulegt hafi verið að efna skuldbindingar sínar vegna þess að Bank Lviv hafi verið ómögulegt að greiða út innlánið eða standa skil á umsömdum vöxtum. Var félagið dæmt til þess að greiða VÍS tvær milljónir dollara, auk dráttarvaxta frá 24. apríl til greiðsludags, um 210 milljónir íslenskra króna. Þá greiðir félagið einnig VÍS þrjár milljónir í málskostnað.
Tengdar fréttir Máli VÍS vegna láns í Úkraínu vísað frá dómi VÍS fær ekki mörg hundruð milljón króna lán í Úkraínu endurgreitt vegna gjaldeyrishafta og fjárhagsvandræða lánþegans. 7. apríl 2015 15:25 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Máli VÍS vegna láns í Úkraínu vísað frá dómi VÍS fær ekki mörg hundruð milljón króna lán í Úkraínu endurgreitt vegna gjaldeyrishafta og fjárhagsvandræða lánþegans. 7. apríl 2015 15:25