Viðskipti innlent

Jóhann Steinar formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhann Steinar Ingimundarson
Jóhann Steinar Ingimundarson UMFÍ
Jóhann Steinar Ingimundarson hefur verið skipaður formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar fór fram í gær þar sem stjórnin skipti með sér verkum.

Í tilkynningu kemur fram að áður hafi verið greint frá því að Haukur Valtýsson hafi verið kjörinn formaður UMFÍ.

„Eftir fundinn í gær er Örn Guðnason varaformaður, Hrönn Jónsdóttir ritari og Guðmundur Sigurbergsson gjaldkeri.

Þá var Jóhann Steinar Ingimundarson, sem er nýr í stjórn UMFÍ, skipaður formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ. Í framkvæmdastjórninni sitja auk hans Guðmundur Sigurbergsson og Ragnheiður Högnadóttir. 

Unnið er að skipan annarra nefnda UMFÍ.

Haukur Valtýsson.UMFÍ
Stjórn UMFÍ er eftirfarandi:

Haukur Valtýsson, formaður (UFA)

Örn Guðnason, varaformaður (HSK)

Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri (UMSK)

Hrönn Jónsdóttir, ritari (UMSB)

Gunnar Gunnarsson (UÍA)

Jóhann Steinar Ingimundarson (UMSK)

Ragnheiður Högnadóttir (USVS)

Varastjórn:

Sigurður Óskar Jónsson (USÚ)

Gunnar Þór Gestsson (UMSS)

Lárus B. Lárusson (UMSK)

Helga Jóhannesdóttir (UMSK),“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×