Vilja að ÁTVR sæki um nýtt leyfi fyrir vínbúð í Kauptúni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. nóvember 2017 10:00 Framkvæmdir við nýja Vínbúð ÁTVR í Kauptúni eru langt komnar og stefnt á opnun 15. nóvember. Vísir/Eyþór Stjórnsýsla ÁTVR hefur ekki sótt sérstaklega um leyfi hjá bæjarstjórn Garðabæjar fyrir opnun fyrirhugaðrar Vínbúðar í Kauptúni sem bæjarstjórn telur nauðsynlegt. Fyrra leyfi bæjarins til ÁTVR fyrir vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við aðra staðsetningu. Bæjarfulltrúi furðar sig á málinu og skorar bæjarstjórn á ÁTVR að sækja um leyfi fyrir versluninni í Kauptúni. ÁTVR stefnir á að opna verslunina 15. nóvember. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis samþykkti starfsleyfi ÁTVR í Kauptúni 3 til allt að 12 ára á fundi sínum 30. október. Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar síðastliðinn fimmtudag lagði bæjarfulltrúi meirihlutans, Sigurður Guðmundsson, fram bókun þar sem hann fagnaði því að Vínbúð væri að opna aftur í Garðabæ eftir margra ára fjarveru. Hins vegar vekti það furðu hans að ÁTVR hafi ekki sótt um leyfi fyrir áfengissölu á nýjum stað, líkt og kveðið er á um í áfengislögum. ÁTVR rak fyrir mörgum árum Vínbúð við Garðatorg en Sigurður segir ÁTVR hafa lokað henni einhliða og án samráðs eða samvinnu við bæjarstjórn Garðabæjar. Árið 2003 hafi bæjarstjórn Garðabæjar samþykkt að veita ÁTVR leyfi til reksturs vínbúðar en leyfið var bundið skilyrði um staðsetningu við Garðatorg. „Nú fréttir maður af því að þeir ætli að opna í Kauptúni, en þá hafa þeir ekki sótt um leyfi sérstaklega til þess,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Sigurður bendir á í bókun sinni að samkvæmt áfengislögum skal leita álits skipulagsnefndar sveitarfélaga varðandi rekstur áfengisverslunar. Í lögunum komi einnig fram að sveitarstjórn sé heimilt að binda veitingu leyfis til reksturs útsölustaðar áfengis skilyrðum um staðsetningu verslunar og afgreiðslutíma. Í ljósi þess að ÁTVR hafi ekki farið að þessum lögum sammæltist bæjarstjórn Garðabæjar því um að beina því til ÁTVR með bókuninni að stofnunin sæki um leyfi fyrir opnun vínbúðar í Kauptúni, þar sem leyfi var áður bundið við rekstur vínbúðar að Garðatorgi. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að í áratugi hafi verið í gildi það verklag hjá stofnuninni að sækja um starfsleyfi fyrir nýjum staðsetningum á vínbúðum til heilbrigðisnefnda viðkomandi sveitarfélaga. „Ef vínbúð hefur ekki verið áður í sveitarfélaginu hefur verklagið verið þannig að sótt er um leyfi til sveitarstjórna. Ef það leyfi hefur fengist hefur verið talið nægjanlegt að sækja um leyfi fyrir starfseminni á nýjum stað til heilbrigðisnefndar.“ Segir Sigrún Ósk að ÁTVR muni þó hafa samband við bæjaryfirvöld í framhaldinu og kanna málið nánar en vonar að ágreiningurinn valdi ekki töfum á fyrirhugaðri opnun, þann 15 nóvember næstkomandi. Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Stjórnsýsla ÁTVR hefur ekki sótt sérstaklega um leyfi hjá bæjarstjórn Garðabæjar fyrir opnun fyrirhugaðrar Vínbúðar í Kauptúni sem bæjarstjórn telur nauðsynlegt. Fyrra leyfi bæjarins til ÁTVR fyrir vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við aðra staðsetningu. Bæjarfulltrúi furðar sig á málinu og skorar bæjarstjórn á ÁTVR að sækja um leyfi fyrir versluninni í Kauptúni. ÁTVR stefnir á að opna verslunina 15. nóvember. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis samþykkti starfsleyfi ÁTVR í Kauptúni 3 til allt að 12 ára á fundi sínum 30. október. Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar síðastliðinn fimmtudag lagði bæjarfulltrúi meirihlutans, Sigurður Guðmundsson, fram bókun þar sem hann fagnaði því að Vínbúð væri að opna aftur í Garðabæ eftir margra ára fjarveru. Hins vegar vekti það furðu hans að ÁTVR hafi ekki sótt um leyfi fyrir áfengissölu á nýjum stað, líkt og kveðið er á um í áfengislögum. ÁTVR rak fyrir mörgum árum Vínbúð við Garðatorg en Sigurður segir ÁTVR hafa lokað henni einhliða og án samráðs eða samvinnu við bæjarstjórn Garðabæjar. Árið 2003 hafi bæjarstjórn Garðabæjar samþykkt að veita ÁTVR leyfi til reksturs vínbúðar en leyfið var bundið skilyrði um staðsetningu við Garðatorg. „Nú fréttir maður af því að þeir ætli að opna í Kauptúni, en þá hafa þeir ekki sótt um leyfi sérstaklega til þess,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Sigurður bendir á í bókun sinni að samkvæmt áfengislögum skal leita álits skipulagsnefndar sveitarfélaga varðandi rekstur áfengisverslunar. Í lögunum komi einnig fram að sveitarstjórn sé heimilt að binda veitingu leyfis til reksturs útsölustaðar áfengis skilyrðum um staðsetningu verslunar og afgreiðslutíma. Í ljósi þess að ÁTVR hafi ekki farið að þessum lögum sammæltist bæjarstjórn Garðabæjar því um að beina því til ÁTVR með bókuninni að stofnunin sæki um leyfi fyrir opnun vínbúðar í Kauptúni, þar sem leyfi var áður bundið við rekstur vínbúðar að Garðatorgi. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að í áratugi hafi verið í gildi það verklag hjá stofnuninni að sækja um starfsleyfi fyrir nýjum staðsetningum á vínbúðum til heilbrigðisnefnda viðkomandi sveitarfélaga. „Ef vínbúð hefur ekki verið áður í sveitarfélaginu hefur verklagið verið þannig að sótt er um leyfi til sveitarstjórna. Ef það leyfi hefur fengist hefur verið talið nægjanlegt að sækja um leyfi fyrir starfseminni á nýjum stað til heilbrigðisnefndar.“ Segir Sigrún Ósk að ÁTVR muni þó hafa samband við bæjaryfirvöld í framhaldinu og kanna málið nánar en vonar að ágreiningurinn valdi ekki töfum á fyrirhugaðri opnun, þann 15 nóvember næstkomandi.
Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira