Viðskipti innlent

Ætla að opna þrjá til fjóra veitingastaði á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sænska veitingastaða og sportbarkeðjan O´Learys ætlar að opna fyrsta veitingastaðinn á Íslandi undir lok ársins og fagnar undirritun samninga við íslenska samstarfsaðila um opnun veitingastaða á Íslandi. Fyrsti staðurinn mun opna í Smáralindinni og stendur til að opna nokkra staði hér á landi í nánustu framtíð. Samstarfið er eðlilegt skref í áætlunum hjá O´Learys um vöxt á alþjóðavísu samkvæmt tilkynningu.

Keðjan hefur opnað nærri því hundrað staði á Norðurlöndunum og er áætlað að opna þrjá til fjóra staði hér á landi á næstu fimm árum.

„Norðurlanda markaðurinn er okkur mikilvægur og þess vegna er mjög spennandi fyrir okkur að opna stað á Íslandi og við teljum okkur mjög heppin að hafa fundið reyndan og áhugasaman samstarfsaðila til þess. Einnig er mjög sérstakt að þjóð með rétt yfir 300 þúsund íbúa skuli ná að komast í fjögurra liða úrslit á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Það er virkilega þess virði að fjárfesta í,“ segir Cristian Bellander forstjóri hjá O´Learys.

Leyfishafinn Elís Árnason og samstarfsaðilar hans Þórhallur Arnórsson og Jónas Örn Jónasson sjá mikla möguleika við opnun O´Learys á Íslandi.

„O´learys á sér einstaka sögu og andrúmsloft sem ég er mjög ánægður fá að taka þátt í. Ég hlakka til opna staðinn og bjóða Íslendingum að njóta þessarar nýju og frábæru upplifunar, sem ég er viss um að þeim muni líka vel. O´Learys á Íslandi mun verða staður þar sem fjölskyldur og vinir geta hist og notið góðra veitinga, horft á íþróttir, leikið sér eða slappað af yfir drykk á hanastélsbarnum okkar,“ Segir Elís Árnason leyfishafi O´Learys á Íslandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×