Vinsældir Smáralindar aukast í kaupgleðinni 4. nóvember 2017 07:00 Raðir mynduðust þegar H&M opnaði í Smáralind í lok ágúst. Vísir/eyþór Aðsókn gesta og viðskiptavina Smáralindar jókst um 31 prósent í september, miðað við sama mánuð í fyrra, og 24 prósent í október eða fyrstu mánuðina eftir opnun fatarisans H&M. Framkvæmdastjóri verslunarmiðstöðvarinnar finnur fyrir mikilli aukningu í kaupgleði landans. Fasteignafélagið Reginn, eigandi Smáralindar, kynnti í gær uppgjör sitt fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Þar segir að samkeppnisstaða verslunarmiðstöðvarinnar hafi gjörbreyst með komu H&M í lok ágúst og opnun á nýrri tískuvöruverslun Zöru. Árið hafi einkennst af miklum fjárfestingum vegna breytinga í húsinu og leigutekjur því verið lægri en áætlað var og rekstrarkostnaður hærri á stórum hluta hússins. Nú sé útlit fyrir að tekjur muni aukast umfram fyrri spár.Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar„Við finnum að verslun í Smáralind hefur verið að glæðast sem er mjög jákvætt og leigutakar mjög ánægðir með breytingarnar. Þessi aukna aðsókn er í samræmi við okkar væntingar og við vissum að með öflugu akkeri myndi hún aukast," segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Stóraukin netverslun og gjörbreytt kauphegðun nýrrar kynslóðar eru risavaxnar áskoranir fyrir verslunarmiðstöðvar, eins og kom fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í lok ágúst. Á sama tíma spáir Hagstofa Íslands, í nýrri Þjóðhagsspá sem birtist í gær, því að einkaneysla verði enn meiri á þessu ári en í fyrra þegar hún jókst um 7,1 prósent. Hún muni aukast um 7,8 prósent, eða meira en á árinu 2007, og kaupmáttur halda áfram að aukast. Sturla Gunnar svarar aðspurður að kærkomið hafi verið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fyrir alþingiskosningarnar 2017 hafi verið haldin í Smáralind. Þar kusu um 23.200 manns en Sturla bendir á að 30 þúsund hafi mætt á miðnæturopnun Smáralindar síðasta miðvikudag. „Utankjörfundaratkvæðin voru mikilvæg í sjálfu sér en einungis dropi í hafið. Í síðasta mánuði komu um 400 þúsund manns hingað. Við sjáum svo stærri daga í húsinu en það er töluvert meira að gera hér fyrir jólin en miðnæturopnunin var mjög stór dagur," segir Sturla Gunnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Aðsókn gesta og viðskiptavina Smáralindar jókst um 31 prósent í september, miðað við sama mánuð í fyrra, og 24 prósent í október eða fyrstu mánuðina eftir opnun fatarisans H&M. Framkvæmdastjóri verslunarmiðstöðvarinnar finnur fyrir mikilli aukningu í kaupgleði landans. Fasteignafélagið Reginn, eigandi Smáralindar, kynnti í gær uppgjör sitt fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Þar segir að samkeppnisstaða verslunarmiðstöðvarinnar hafi gjörbreyst með komu H&M í lok ágúst og opnun á nýrri tískuvöruverslun Zöru. Árið hafi einkennst af miklum fjárfestingum vegna breytinga í húsinu og leigutekjur því verið lægri en áætlað var og rekstrarkostnaður hærri á stórum hluta hússins. Nú sé útlit fyrir að tekjur muni aukast umfram fyrri spár.Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar„Við finnum að verslun í Smáralind hefur verið að glæðast sem er mjög jákvætt og leigutakar mjög ánægðir með breytingarnar. Þessi aukna aðsókn er í samræmi við okkar væntingar og við vissum að með öflugu akkeri myndi hún aukast," segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Stóraukin netverslun og gjörbreytt kauphegðun nýrrar kynslóðar eru risavaxnar áskoranir fyrir verslunarmiðstöðvar, eins og kom fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í lok ágúst. Á sama tíma spáir Hagstofa Íslands, í nýrri Þjóðhagsspá sem birtist í gær, því að einkaneysla verði enn meiri á þessu ári en í fyrra þegar hún jókst um 7,1 prósent. Hún muni aukast um 7,8 prósent, eða meira en á árinu 2007, og kaupmáttur halda áfram að aukast. Sturla Gunnar svarar aðspurður að kærkomið hafi verið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fyrir alþingiskosningarnar 2017 hafi verið haldin í Smáralind. Þar kusu um 23.200 manns en Sturla bendir á að 30 þúsund hafi mætt á miðnæturopnun Smáralindar síðasta miðvikudag. „Utankjörfundaratkvæðin voru mikilvæg í sjálfu sér en einungis dropi í hafið. Í síðasta mánuði komu um 400 þúsund manns hingað. Við sjáum svo stærri daga í húsinu en það er töluvert meira að gera hér fyrir jólin en miðnæturopnunin var mjög stór dagur," segir Sturla Gunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira