Viðskipti innlent

Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn er haldinn í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan 8:30.
Fundurinn er haldinn í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan 8:30. Vísir/GVA
Opinn haustfundur Landsvirkjunar verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 8:30 og 19. Yfirskrift fundarins er „Endurnýjanleg orka er verðmætari“.

Sýnt verður beint frá fundinum sem hefst á ávarpi Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar.

Í tilkynningu segir að Landsvirkjun hafi frá upphafi unnið endurnýjanlega orku og að vitundarvakning um umhverfis- og loftslagsmál á heimsvísu hafi aukið verulega verðmæti slíkrar raforku. „Á fundinum munu sérfræðingar okkar fjalla um þessi verðmæti frá ýmsum hliðum. Greint verður frá því hver áhrif loftslagsbreytinga hafa verið á orkuvinnslu og nýtingu íslenska kerfisins, hvernig endurnýjanleg orka er orðin eftirsóttari um allan heim og hvernig nýta má hana á ábyrgan og sjálfbæran hátt.“

Fylgjast má með fundinum í spilaranum að neðan, en þar má einnig finna dagskrá fundarins.

Dagskrá fundarins:

  • Hörður Arnarson forstjóri - Hlutverk Landsvirkjunar - fjárhagsleg staða - endurnýjanleg orka
  • Úlfar Linnet forstöðumaður rannsóknadeildar - Áhrif bráðnunar jökla á íslenska orkukerfið
  • Ásbjörg Kristinsdóttir yfirverkefnisstjóri stækkunar Búrfellsvirkjunar - Bætt nýting auðlindar við Búrfell
  • Myndband: Ljósafossstöð - Endurnýjanleg orka í 80 ár
  • Einar Mathiesen framkvæmdastjóri orkusviðs - Hvernig tryggjum við endingu aflstöðva?
  • Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir verkefnisstjóri á samskiptasviði - Samspil orku og ferðamála
  • Myndband: Kröflustöð - Vagga jarðvarma á Íslandi í 40 ár
  • Valur Knútsson yfirverkefnisstjóri Þeistareykjavirkjunar - Sjálfbær nýting jarðvarma á Þeistareykjum
  • Ragnheiður Ólafsdóttir umhverfisstjóri - Kolefnishlutlaus Landsvirkjun árið 2030
  • Myndband: Fljótsdalsstöð - Orkuvinnsla og sjálfbærni í 10 ár
  • Þórólfur Nielsen forstöðumaður viðskiptagreiningar - Endurnýjanleg raforka á heimsvísu
  • Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs - Markaðssetning endurnýjanlegrar orku
  • Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri - Endurnýjanleg orka er verðmætari





Fleiri fréttir

Sjá meira


×