Gengi breska pundsins fjárfestum hagstætt Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 10:30 Gísli Hauksson segir mikil tækifæri fyrir fjárfesta í Bretlandi. Vísir/GVA Raungengi breska pundsins er mjög hagstætt í sögulegu samhengi og hefur lækkun þess undanfarið skapað mikil tækifæri fyrir þá sem hafa hug á því að fjárfesta í Bretlandi, að mati Gísla Haukssonar, stjórnarformanns og forstjóra GAMMA í Lundúnum. Hann fjallaði um fjárfestingarumhverfið í Bretlandi á morgunverðarfundi sem GAMMA stóð fyrir í lok síðasta mánaðar, en fyrirtækið opnaði skrifstofu í höfuðborg landsins fyrir um tveimur árum. Gísli benti á að töluverður verðmunur væri á Íslandi og Bretlandi, sem skýrðist af því að íslenska krónan væri sterk um þessar mundir á meðan breska pundið væri veikt. Hann rifjaði upp að fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra, þegar meirihluti Breta kaus að segja skilið við Evrópusambandið, hefði breska pundið þegar verið í sögulegu lágmarki, en síðan lækkað um önnur 18 prósent að kosningum loknum. Margir hefðu auk þess búist við fasteignahruni í kjölfar atkvæðagreiðslunnar en sú hefði ekki orðið raunin. Þvert á móti hefði fasteignaverð hækkað töluvert, sér í lagi í Lundúnum þar sem nýbyggingar mættu ekki enn húsnæðisþörf. Þá hefði hagvöxtur verið meiri í landinu en á evrusvæðinu og atvinnuleysi minnkað hraðar. Þá benti hann á að Englandsbanki hefði haldið vöxtum í landinu lágum, eða um eitt prósent, frá hruni í þeim tilgangi að örva hagkerfið. „Við erum svo upptekin af því að það hafi orðið hrun á Íslandi að við gleymum því að það varð hrun út um allan heim,“ sagði hann. Sjóðir í stýringu GAMMA hafa tekið þátt í ýmsum fasteignaverkefnum í Bretlandi, svo sem byggingu íbúða, stúdentagarða og dvalarheimila, auk þess sem þeir hafa fjárfest í framleiðslu- og sölufyrirtækjum. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Raungengi breska pundsins er mjög hagstætt í sögulegu samhengi og hefur lækkun þess undanfarið skapað mikil tækifæri fyrir þá sem hafa hug á því að fjárfesta í Bretlandi, að mati Gísla Haukssonar, stjórnarformanns og forstjóra GAMMA í Lundúnum. Hann fjallaði um fjárfestingarumhverfið í Bretlandi á morgunverðarfundi sem GAMMA stóð fyrir í lok síðasta mánaðar, en fyrirtækið opnaði skrifstofu í höfuðborg landsins fyrir um tveimur árum. Gísli benti á að töluverður verðmunur væri á Íslandi og Bretlandi, sem skýrðist af því að íslenska krónan væri sterk um þessar mundir á meðan breska pundið væri veikt. Hann rifjaði upp að fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra, þegar meirihluti Breta kaus að segja skilið við Evrópusambandið, hefði breska pundið þegar verið í sögulegu lágmarki, en síðan lækkað um önnur 18 prósent að kosningum loknum. Margir hefðu auk þess búist við fasteignahruni í kjölfar atkvæðagreiðslunnar en sú hefði ekki orðið raunin. Þvert á móti hefði fasteignaverð hækkað töluvert, sér í lagi í Lundúnum þar sem nýbyggingar mættu ekki enn húsnæðisþörf. Þá hefði hagvöxtur verið meiri í landinu en á evrusvæðinu og atvinnuleysi minnkað hraðar. Þá benti hann á að Englandsbanki hefði haldið vöxtum í landinu lágum, eða um eitt prósent, frá hruni í þeim tilgangi að örva hagkerfið. „Við erum svo upptekin af því að það hafi orðið hrun á Íslandi að við gleymum því að það varð hrun út um allan heim,“ sagði hann. Sjóðir í stýringu GAMMA hafa tekið þátt í ýmsum fasteignaverkefnum í Bretlandi, svo sem byggingu íbúða, stúdentagarða og dvalarheimila, auk þess sem þeir hafa fjárfest í framleiðslu- og sölufyrirtækjum. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira