Fleiri fréttir

Hálfan milljarð í bætur vegna Kaupþingsrannsóknar

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO), kemur til með að greiða íranska kaupsýslumanninum Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda, eða rúmlega hálfan milljarð króna í bætur, vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi.

Nágrannar á skattalistanum

Tveir af þeim þrjátíu sem greiða mestan skatt á Íslandi, samkvæmt útreikningum ríkisskattstjóra, eru nágrannar og eru um 300 metrar á milli heimila þeirra.

Methagnaður hjá Össuri

Ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins var birt í gær. Hagnaður jókst um 106 prósent milli ára.

Áhrif framleiðslunnar á umhverfið óveruleg

Bent hefur verið á að veruleg mengun hafi fylgt framleiðslu sólarkísils. Í grein sem Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur ritar á vef sinn bendir hann á að slíkri framleiðslu hafi fylgt mikil losun á eiturefninu sílikontetraklóríði auk þess sem klórgas berist í miklu magni út í andrúmsloftið.

Atvinnuleysi 4,6 prósent

Hagstofan segir að 195.400 hafi að jafnað verið á vinnumarkaði í júní. Þar af hafi 186.300 verið starfandi og 9.000 án vinnu.

Arion seldi fimmtungshlut í Eik

Arion banki hefur þegar selt umtalsverðan part þess eignarhlutar í fasteignafélaginu Eik sem kom í hlut bankans við kaup Eikar á Landfestum, sem voru í eigu bankans. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í lok júní.

Útlit fyrir alvarlegan vatnsskort í heiminum 2030

Horfur eru á alvarlegum skorti á vatni í heiminum árið 2030 en málið virðist þó ekki vera forgangsmál stjórnvalda á Vesturlöndum. Ef vatnsverð hækkar gæti orðið arðbært fyrir Íslendinga að flytja út vatn, að mati hagfræðings. Alþjóðleg stórfyrirtæki hafa á síðustu árum eytt 84 milljörðum dollara til að stýra betur vatnsbirgðum sínum.

Orkuskortur stöðvar ekki sæstrenginn út

Fyrirtæki í orkufrekum iðnaði geta ekki gengið að því vísu að fá keypta orku frá Landsvirkjun. Fyrirtækið segir eftirspurn meiri en framboðið. Á sama tíma eru uppi áform um lagningu sæstrengs fyrir umframorku til meginlands Evrópu.

Verðbólgan minnkar í júlí

Tólf mánaða verðbólga er 2,4% en tólf mánaða verðbólga án húsnæðis er 1,4%. Neysluverðsvísistalan í júlí lækkaði um 0,17%. Sumarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 11,6%. Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 17%.

Lækka lánshæfismat Íbúðalánasjóðs

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor´s lækkaði í gær langtímamat á Íbúðalánasjóði úr BB niður í BB-. Skammtímaeinkunn er ennþá B og horfur stöðugar. Þetta kemur fram í matinu sem birt var í gær.

Sala fasteigna eykst verulega

Fasteignasala hefur aukist mjög sé miðað við síðasta ár en 16 prósenta meiri velta er nú á fyrstu 28 vikum ársins á höfðuborgarsvæðinu en var á sama tíma fyrir ári.

Lönduðu bara í næsta bæjarfélagi

Í Noregi greinir Fiskeribladet Fiskaren frá því að norsk yfirvöld hafi neitað Samherja um löndunarleyfi á þorski við bryggju í Myre í Noregi. Fiskinn hafi átt að áframsenda í vinnslu á Íslandi.

Kaupa hlut ALMC í Straumi

Hópur fjárfesta hefur gengið frá kaupum á hlut ALMC í Straumi fjárfestingabanka hf. Eftir kaupin verða um 35% af hlutafé bankans í eigu starfsmanna og 65% í eigu fjögurra félaga sem eiga öll jafnan hlut hvert. Þau eru Sigla ehf., Ingimundur hf., Varða Capital ehf. og Eignarhaldsfélagið Mata hf.

Spá minni tekjum hjá Marel

IFS greining gerir ráð fyrir að tekjur Marels á öðrum ársfjórðungi verði 8 milljónum evra lægri en þær voru á sama tímabili í fyrra. Tekjurnar námu 178 milljónum á öðrum fjórðungi í fyrra en gert er ráð fyrir að þær verði 170 milljónir evra núna. IFS gerir ráð fyrir að tekjurnar verði 659 milljónir evra á árinu í heild en þær voru 662 milljónir í fyrra.

365 og Tal ræða sameiningu

365 miðlar hafa lýst því yfir að félagið ætli sér inn á fjarskiptamarkaðinn af fullum krafti og hefur fyr­ir­tækið meðal ann­ars hafið sölu á netteng­ing­um fyr­ir heim­ili. Áformað er að hefja 4G farsímaþjón­ustu á kom­andi miss­er­um.

Bensín lækkar

Olíufélögin lækkuðu verð á bensínlítranum um tvær krónur þannig að lítrinn kostar nú röskar 249 krónur.

Fá tugþúsundir norskra tækja

Fyrirtækið Græn framtíð, sem sérhæfir sig í endurnýtingu á raftækjum, hefur samið við tryggingafélagið Mondux um einkarétt á endurnýtingu á öllum farsímum, spjald- og fartölvum sem félagið fær vegna tjóna.

500 konur yfir fimmtugu án atvinnu til lengri tíma

Því lengur sem fólk er án vinnu, því erfiðara gengur því að fá nýtt starf. Mun fleiri konur en karlar eru skráðar langímaatvinnulausar. Þeir sem eru að missa bótarétt sinn fá aukna ráðgjöf og aðstoð hjá Vinnumálastofnun.

Varar við fordómum gagnvart innflutningi

"Ég óttast það að núverandi landbúnaðarstefna geti riðið okkar góða landbúnaði og frábæru vörum að fullu, segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri matvöruheildverslunarinnar Innness. Matvörukeðjan Costco vill hefja starfsemi hér á landi og flytja inn bandarískt kjöt. Gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna þess.

Ríkisskattstjóri í viðræðum við greiðslukortafyrirtæki

Greiðslukortafyrirtæki munu á næstu mánuðum veita ríkisskattstjóra upplýsingar um allar innborganir hærri en 950 þúsund krónur sem átt hafa sér stað í gegnum internetið síðastliðin tvö ár og verða þessar upplýsingar samkeyrðar við skattframtöl viðkomandi aðila.

Stjórnendur Friends Provident skoða riftun og endurgreiðslu

Stjórnendur tryggingarfyrirtækisins Friends Provident sem þúsundir Íslendinga eru í viðskiptum við hafa íhugað að rifta öllum lífeyristryggingarsamningum gerðum eftir 28. nóvember 2008 og endurgreiða iðgjöld, vegna ákvörðunar Seðlabankans um að stöðva sparnað í erlendum gjaldeyri á grundvelli samninganna.

Velta veitinga- og gististaða eykst á milli ára

Á síðustu 12 mánuðum hefur veltan aukist mest í rekstri gististaða og veitingarekstri og einnig í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð samanborið við 12 mánuði þar á undan.

Sjá næstu 50 fréttir