365 og Tal ræða sameiningu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2014 09:20 Sameining fyrirtækjanna tveggja yrði háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar. Viðræður hafa staðið yfir milli 365 miðla ehf. og IP-fjarskipta ehf. (Tal) um sameiningu félaganna undir merkjum 365. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð. Slík sameining yrði háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar. Verði af sameiningunni munu eigendur Tals, meðal annars Auður I, fagfjárfestasjóður sem er í rekstri hjá Virðingu, eignast hlut í 365 miðlum. 365 miðlar hafa lýst því yfir að félagið ætli sér inn á fjarskiptamarkaðinn af fullum krafti og hefur fyrirtækið meðal annars hafið sölu á nettengingum fyrir heimili. Áformað er að hefja 4G farsímaþjónustu á komandi misserum.Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir að góður gangur sé í viðræðunum. ,,Við sjáum tækifæri í sameiningu félaganna. Tal hefur komið sér vel fyrir á markaðnum og þar innan dyra er mikil reynsla og þekking sem við hjá 365 munum geta nýtt okkur á fjarskiptamarkaðnum.“ Fram kom á fundi Sævars með starfsfólki 365 þar sem fyrirhugaðar breytingar voru kynntar að óskað verði eftir flýtimeðferð hjá Samkeppniseftirlitinu og Póst- og fjarskiptastofnun. Vonir stæðu til að samruninn gæti gengið í gegn með haustinu. Sævar segir miklar breytingar framundan á dreifingu sjónvarpsefnis þar sem snjalltæki séu í auknum mæli að taka við hlutverki hinna hefðbundnu myndlykla. Mikilvægt sé því fyrir 365 að tileinka sér nýja tækni í dreifingu sjónvarpsefnis.Petrea I. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Tals, tekur undir með Sævari. Hún segir að í kjölfar þessarar sameiningar verði unnt að bjóða skemmtilegar nýjungar, sem ekki hafi sést áður á fjarskiptamarkaðnum, neytendum til hagsbóta. „Ég er sérstaklega ánægð fyrir hönd núverandi viðskiptavina Tals sem mun með sameiningu þessara tveggja félaga gefast kostur á fjölbreyttari og vonandi enn betri þjónustu,“ segir Petrea. Gengið hefur verið frá því við Petreu að hún flytji sig yfir til 365 og taki sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ekki verða gefnar frekari upplýsingar á meðan möguleg sameining er til skoðunar hjá eftirlitsstofnunum. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Viðræður hafa staðið yfir milli 365 miðla ehf. og IP-fjarskipta ehf. (Tal) um sameiningu félaganna undir merkjum 365. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð. Slík sameining yrði háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar. Verði af sameiningunni munu eigendur Tals, meðal annars Auður I, fagfjárfestasjóður sem er í rekstri hjá Virðingu, eignast hlut í 365 miðlum. 365 miðlar hafa lýst því yfir að félagið ætli sér inn á fjarskiptamarkaðinn af fullum krafti og hefur fyrirtækið meðal annars hafið sölu á nettengingum fyrir heimili. Áformað er að hefja 4G farsímaþjónustu á komandi misserum.Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir að góður gangur sé í viðræðunum. ,,Við sjáum tækifæri í sameiningu félaganna. Tal hefur komið sér vel fyrir á markaðnum og þar innan dyra er mikil reynsla og þekking sem við hjá 365 munum geta nýtt okkur á fjarskiptamarkaðnum.“ Fram kom á fundi Sævars með starfsfólki 365 þar sem fyrirhugaðar breytingar voru kynntar að óskað verði eftir flýtimeðferð hjá Samkeppniseftirlitinu og Póst- og fjarskiptastofnun. Vonir stæðu til að samruninn gæti gengið í gegn með haustinu. Sævar segir miklar breytingar framundan á dreifingu sjónvarpsefnis þar sem snjalltæki séu í auknum mæli að taka við hlutverki hinna hefðbundnu myndlykla. Mikilvægt sé því fyrir 365 að tileinka sér nýja tækni í dreifingu sjónvarpsefnis.Petrea I. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Tals, tekur undir með Sævari. Hún segir að í kjölfar þessarar sameiningar verði unnt að bjóða skemmtilegar nýjungar, sem ekki hafi sést áður á fjarskiptamarkaðnum, neytendum til hagsbóta. „Ég er sérstaklega ánægð fyrir hönd núverandi viðskiptavina Tals sem mun með sameiningu þessara tveggja félaga gefast kostur á fjölbreyttari og vonandi enn betri þjónustu,“ segir Petrea. Gengið hefur verið frá því við Petreu að hún flytji sig yfir til 365 og taki sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ekki verða gefnar frekari upplýsingar á meðan möguleg sameining er til skoðunar hjá eftirlitsstofnunum.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur