Orkuskortur stöðvar ekki sæstrenginn út Sveinn Arnarsson skrifar 23. júlí 2014 12:00 Með lagningu sæstrengs getur nýting þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi aukist til muna. Hugmyndir Landsvirkjunar um lagningu sæstrengs til meginlands Evrópu gætu verið arðsamar fyrir fyrirtækið þótt raforkuskortur sé á innanlandsmarkaði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur látið hafa það eftir sér að aðilar geti ekki gengið að því vísu að fá keypta raforku á innanlandsmarkaði. Eftirspurnin sé mikil og því líklegt að einhverjir verði frá að hverfa sem vilja kaupa orku til iðnaðar hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er það framkvæmanlegt að selja raforku í gegnum sæstreng þó að ekki sé hægt að útvega öllum aðilum í orkufrekum iðnaði rafmagn. Eðli raforkufreks iðnaðar sé slíkt að hann þarf stöðuga orku allan ársins hring. Hins vegar sé hægt að selja ákveðna umframorku í gegnum sæstreng í stuttan tíma í hvert sinn og því er ekki um að ræða stöðugan orkuflutning til meginlands Evrópu. Hægt sé að selja rafmagn út á tímum þegar hægir á raforkunotkun innanlands. Með því væri einnig hægt að keyra vatnsaflsvirkjanir á fullum afköstum síðsumars. Þar með myndu vatnsaflsvirkjanir ekki fara á yfirfall eins og hefur tíðkast. Sú orka sem felst í vatni sem flæðir yfir stíflur yrði því beislað og nýtt til sölu.búrfellsvirkjun Mikill áhugi erlendra aðila er á hreinni orku frá Landsvirkjun til orkufreks iðnaðar hér á landi.Með þessu móti verður nýting þeirrar orku sem til fellur á Íslandi mun betri en verið hefur. Nú nýlega var fyrirvörum á raforkusamningi Landsvirkjunar við United Silicon í Helguvík aflétt. Um er að ræða verksmiðju sem þarf um 35 megavött. Einnig eru aðrir aðilar með samninga við Landsvirkjun upp á rúmlega 200 megavött. Landsvirkjun hefur samt sem áður enn ekki skuldbundið sig til að útvega þessa orku. Eftirspurnin er því gríðarlega mikil. Þau fyrirtæki sem hafa óskað eftir kaupum á miklu magni raforku eru nánast öll á suðvesturhorni landsins utan PCC sem verður reist á Bakka við Húsavík. Virkjunarframkvæmdir eru hafnar fyrir þann aðila á Þeistareykjum í Þingeyjarsýslum, sem talið er geta framleitt um 45 megavött til að byrja með en stækkunarmöguleikar þar eru taldir miklir. Landsvirkjun telur sig eiga raforku til fyrir United Silicon. Hins vegar þurfi að ráðast í frekari virkjanir til þess að eiga rafmagn fyrir þá aðila sem hafa óskað eftir kaupum samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun. Í ávarpi Harðar Arnarsonar á ársfundi Landsvirkjunar í apríl 2012 kom fram að aukna orkuvinnslu megi nýta til að byggja áfram upp fjölbreyttan iðnað og samhliða til að selja raforku um sæstreng til Evrópu. Íslensk raforkuframleiðsla eigi sér nokkra sérstöðu á meðal þjóða Evrópu í möguleikum á aukinni raforkuvinnslu með endurnýjanlegri orku. Landsvirkjun stefnir að því að lokið verði við að afla forsendna og vinna hagkvæmniathuganir á árinu 2015. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Hugmyndir Landsvirkjunar um lagningu sæstrengs til meginlands Evrópu gætu verið arðsamar fyrir fyrirtækið þótt raforkuskortur sé á innanlandsmarkaði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur látið hafa það eftir sér að aðilar geti ekki gengið að því vísu að fá keypta raforku á innanlandsmarkaði. Eftirspurnin sé mikil og því líklegt að einhverjir verði frá að hverfa sem vilja kaupa orku til iðnaðar hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er það framkvæmanlegt að selja raforku í gegnum sæstreng þó að ekki sé hægt að útvega öllum aðilum í orkufrekum iðnaði rafmagn. Eðli raforkufreks iðnaðar sé slíkt að hann þarf stöðuga orku allan ársins hring. Hins vegar sé hægt að selja ákveðna umframorku í gegnum sæstreng í stuttan tíma í hvert sinn og því er ekki um að ræða stöðugan orkuflutning til meginlands Evrópu. Hægt sé að selja rafmagn út á tímum þegar hægir á raforkunotkun innanlands. Með því væri einnig hægt að keyra vatnsaflsvirkjanir á fullum afköstum síðsumars. Þar með myndu vatnsaflsvirkjanir ekki fara á yfirfall eins og hefur tíðkast. Sú orka sem felst í vatni sem flæðir yfir stíflur yrði því beislað og nýtt til sölu.búrfellsvirkjun Mikill áhugi erlendra aðila er á hreinni orku frá Landsvirkjun til orkufreks iðnaðar hér á landi.Með þessu móti verður nýting þeirrar orku sem til fellur á Íslandi mun betri en verið hefur. Nú nýlega var fyrirvörum á raforkusamningi Landsvirkjunar við United Silicon í Helguvík aflétt. Um er að ræða verksmiðju sem þarf um 35 megavött. Einnig eru aðrir aðilar með samninga við Landsvirkjun upp á rúmlega 200 megavött. Landsvirkjun hefur samt sem áður enn ekki skuldbundið sig til að útvega þessa orku. Eftirspurnin er því gríðarlega mikil. Þau fyrirtæki sem hafa óskað eftir kaupum á miklu magni raforku eru nánast öll á suðvesturhorni landsins utan PCC sem verður reist á Bakka við Húsavík. Virkjunarframkvæmdir eru hafnar fyrir þann aðila á Þeistareykjum í Þingeyjarsýslum, sem talið er geta framleitt um 45 megavött til að byrja með en stækkunarmöguleikar þar eru taldir miklir. Landsvirkjun telur sig eiga raforku til fyrir United Silicon. Hins vegar þurfi að ráðast í frekari virkjanir til þess að eiga rafmagn fyrir þá aðila sem hafa óskað eftir kaupum samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun. Í ávarpi Harðar Arnarsonar á ársfundi Landsvirkjunar í apríl 2012 kom fram að aukna orkuvinnslu megi nýta til að byggja áfram upp fjölbreyttan iðnað og samhliða til að selja raforku um sæstreng til Evrópu. Íslensk raforkuframleiðsla eigi sér nokkra sérstöðu á meðal þjóða Evrópu í möguleikum á aukinni raforkuvinnslu með endurnýjanlegri orku. Landsvirkjun stefnir að því að lokið verði við að afla forsendna og vinna hagkvæmniathuganir á árinu 2015.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun