Viðskipti innlent

Endurgreiða 114 milljarða lán

Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands endurgreiða fyrirfram í dag lán frá Norðurlöndunum sem tekin voru í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda sem studd var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum árið 2008. Um er að ræða endurgreiðslu að fjárhæð 735 milljónir evra, jafnvirði um 114 milljarðar króna sem voru upphaflega á gjalddaga á árunum 2019, 2020 og 2021. Er því að fullu búið að endurgreiða lán frá Norðurlöndunum sem samtals námu 1.775 milljónum evra.

Á vef Seðlabankans segir að ákvörðun um fyrirframgreiðslu var tekin framhaldi af skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs á Evrópumarkaði sem tilkynnt var um 8. júlí síðastliðinn að fjárhæð 750 milljónir evra, eða jafnvirði 116 milljarða króna. Útgáfan veitti svigrúm til að endurgreiða Norðurlandalánin, sem bera óhagstæðari vexti.

„Útgáfa ríkisjóðs og endurgreiðsla lána nú hefur ekki áhrif á hreinar skuldir ríkissjóðs og Seðlabankans saman, en heildarskuldir ríkissjóðs hækka um 1,9% af VLF aðallega vegna þess að hluta lántökunnar er varið til að greiða niður skuldir sem færðar voru hjá Seðlabankanum. Stærð gjaldeyrisforða er óbreytt vegna ofangreindrar skuldastýringar,“ segir í tilkynningu á vef Seðlabankans. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,88
79
288.851
EIM
5,23
18
206.601
MAREL
0,83
19
277.776
LEQ
0,69
3
5.340
ICESEA
0,57
5
8.382

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SVN
-1,59
33
57.469
FESTI
-1,25
4
81.316
HAGA
-1,01
4
2.561
SIMINN
-0,79
11
182.467
REGINN
-0,76
2
178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.